Tíđkast nú hin breiđu spjótin

Mikill slagur virđist vera í uppsiglingu í Blađamannafélagi Íslands vegna stjórnarkjörs, sem fram á ađ fara á fimmtudaginn, en Halldór Jónsson, framkvćmdastjóri félagsins, býđur sig fram til formannsembćttis á móti sitjandi formanni, Ţóru Kristínu Ásgeirsdóttur.

Greinilegt er á öllu, ađ grunnt hefur veriđ á ţví góđa, milli formannsins og framkvćmdastjórans í langan tíma og stöđugt rifrildi veriđ um fjármál félagsins, sem ókunnur hefđi getađ haldiđ ađ vćru ekki stórmerkileg eđa flókin í eitt- til tvöhundruđ manna félagi, jafnvel illskiljanlegt ađ slíkt smáfélag ţyrfti formann, međ sex stjórnarmenn međ sér, ásamt varamönnum og framkvćmdastjórna, og í ofanálag virđist formađurinn helst hafa viljađ ráđa gjaldkera til viđbótar.

Hvađ sem ţví líđur, stendur stríđ um uppáskrift ársreiknings félagsins fyrir liđiđ ár og neita fjórir af sjö stjórnarmönnum ađ undirrita, ţrátt fyrir ađ reikningarnir hafi veriđ endurskođađir af löggiltum endurskođanda og yfirfarnir af skođunarmönnum félagsins.

Međ neitun á uppáskrift reikninganna er ekki einungis veriđ ađ gefa ýmislegt í skyn um vafasama fjármálastjórn framkvćmdastjórans, heldur veriđ ađ lýsa vantrausti á löggilta endurskođendur félagins og skođunarmenn ţess, sem kjörnir eru af félagsmönnum á ađalfundi ár hvert.

Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ ţessum harkalega bardaga og frásögnum félagsmannanna af honum í fjölmiđlum sínum, enda telja ţeir sjálfir ađ ţeirra helgasta skylda sé, ađ uppfrćđa almenning um hvern ţann sóma og ósóma, sem ţeir komist á snođir um.

Ţjóđin hlýtur ađ bíđa eftir úrslitunum međ öndina í hálsinum.


mbl.is Neita ađ skrifa undir ársreikninga BÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband