Svartnætti framundan að mati ASÍ

ASÍ hefur sent frá sér nýja hagspá og dregur hún vægast sagt upp dökka mynd af efnahagslífinu næstu tvö ár a.m.k.  Hagdeildin spáir 5% samdrætti landsframleiðslunnar á þessu ári, en samdrátturinn var 7% á síðasta ári.  Þá er því spáð, að atvinnuleysi verði yfir 10% á þessu ári og því næsta.

Það, sem dregur spána niður, eru m.a. tafir á stóriðjuframkvæmdum, en ríkisstjórnin hefur barist gegn þeim með kjafti og klóm og segir ASÍ, að þetta hafi þau áhrif á heimilin í landinu, að sadráttur í kaupmætti verði meiri en ella og lífskjör fari versnandi. 

Furðulegt verður að telja, að ríkisstjórn nokkurs ríkisis, skuli berjast gegn bættum lífskjörum og minna atvinnuleysi og á sú íslenska sér enga líka á þessu sviði, frekar en öðrum.

Verðbólgan er meiri en áður var spáð og lengra verður, þangað til hún byrjar að lækka og stafar það helst af skattahækkunarbrjálæði ríkisstjórnarinnar og mun það verða til þess, að verðbólga verður ekki orðin viðunandi fyrr en á næsta ári, en í kreppu eins og hér ríkir ætti frekar að vera verðhjöðnun, en verðbólga, ef ekki kæmi til óstjórn í efnahagsmálunum.

Spá Hagdeildar ASí er ekki upplífgandi og spáir í raun að svartnætti sé framundan í efnahagslífinu og kaupmætti heimilanna.


mbl.is Spá 5% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband