Indriði H. reynir að fiska í gruggugu vatni

Indriði H. Þorláksson, hægri hönd Svavars Gestssonar í Icesavenefnd Steingríms J., reynir nú að leiða athyglina frá þeim félögum vegna þess lélegasta fjármálagernings í fjármálasögunni, sem þeir undirrituðu, líklega ólesinn, enda saminn einhliða af Bretum og Hollendingum.

Nú hefur hann dregið fram í dagsljósið skjal, sem Bretar og Hollendingar sendu í Fjármálaráðuneytið í desember 2008 og kölluðu samningsdrög.  Enginn tók skjalið alvarlega á þeim tíma, eins og kemur fram í þessari frétt af svari Kristrúnar Heimisdóttur við bullinu í Indriða.  Hún segir að alls kyns pappírar, sem voru skrifaðir einhliða af kúgurunum hafi borst til ráðuneytisins, en þeir hafi ekki verið teknir alvarlegar en svo, að þeir voru ekki einu sinni sýndir ráðherrunum.

Steingrímur J. sat sjálfur í Utanríkismálanefnd þingsins á þessum tíma og hefur staðfest að nefndinni hafi aldrei verið kynntir neinir pappírar, hvað þá að búið væri að ganga frá einhverjum samningsdrögum.  Einnig hefur komið fram, að eldri Icesave nefndin reyndi allt til janúarloka 2009 að semja um málið við þrælahöfðingjana, án árangurs.

Hefðu samningsdrög verið frágengin þegar Steingrímur J. tók við Fjármálaráðuneytinu, til hvers skipaði hann nýja samninganefnd, sem að lokum kynnti niðurstöðu sína, sem glæsilega og besta samning sem Íslendingar gætu hugsanlega fengið um lausn deilunnar?

Lesa má út úr fréttinni að meira að segja Steingrími J. finnist þetta síðasta yfirklór Indriða H., vinar síns, lítils virði, enda segir hann að það komi núverandi stöðu málsins ekkert við.

Enginn vill bera ábyrgð á þeim kumpánum Svavari og Indriða H. lengur.  Fyrst afneitar Jóhanna Svavari og nú gerir Steingrímur J. lítið úr Indriða H.


mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Að Indriði skuli leggjast svona lágt að ætla að veifa einhverjum “næstum því samningi” eins og Jón Skráveif á forðum dögum er með slíkum eindæmum, og segir allt um að þessi maður er augljóslega óhæfur í starfi, og skýrir best í hvernig klúður allt málið er komið, þegar slíkur snillingur hefur verið að störfum í samninganefndinni.
Vill hann ekki líka skýra út fyrir okkur hvað fyrrverandi ráðherrar voru að hugsa hvað hann heldur að þeir hafi kannski hugsað varðandi mögulegan samning?

Viljayfirlýsingar eru EKKI samningar.

Minnisblöð eru EKKI samingar.

Samningsdrög eru EKKI samningar.

Samningar af þessu tagi öðlast ekki gildi fyrr en með undirskrift ráðherra með fyrirvara um samþykki Alþingis .

Rauða Ljónið, 10.2.2010 kl. 21:22

2 identicon

Ert þú ekki að gleyma einhverju?

Sigurjón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband