Allir leikir eru úrslitaleikir

Í dag keppir íslenska landsliðið í handbolta við það króatíska, sem er geysiöflugt og vant að vinna stóra tiltla, þó það hafi ekki ennþá unnið Evrópumeistaratitilinn.  Þar sem Króatar hafa unnið flest, sem hægt er að vinna í handbolta, annað en EM, er alveg víst, að þeir munu mæta ákveðnir til leiks og munu ekki sætta sig við neitt, nema sigur, enda taplausir það sem af er móts.

Ekki er að efa, að íslenska liðið mun mæta ákveðið til leiks, enda búið að setja sér háleit markmið í mótinu.  Liðið er taplaust í mótinu og eftir frækinn sigur á Dönum, munu strákarnir koma vel stemmdir í leikinn, ákveðnir í að sigra.  Hver leikur sem eftir er í mótinu er í raun úrslitaleikur.

Svona keppni er eitthvert besta sjónvarpsefni sem til er, ásamt ýmsum öðrum íþróttaviðburðum, en nú hefur RÚV boðað, að hætt verði að sýna frá landsleikjum Íslendinga og verður það að teljast mikil skammsýni, ekki síst ef handboltalandsleikir eru þar meðtaldir.

Burt séð frá því hvað RÚV mun gera í framtíðinni, mun þjóðin standa einhuga að baki strákanna í dag og senda þeim alla þá hlýju strauma og orku, sem hægt er að senda úr fjarlægð.

Það verður mikil gleðistund í leikslok, eftir íslenskan sigur.


mbl.is Króatar eru óárennilegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband