Hryllingur

Ástandið á Haiti er hreinn hryllingur, eins og hann gerist verstur, enda segja fulltrúar SÞ, að þetta séu mestu hamfarir, sem stofnunin hafi komið að, frá stofnun.

Ástandið er slíkt, að úr fjarlægð er varla hægt að ímynda sér hverslags hrylling fólkið þarna þarf að búa við, algerlega matar-, vatns- og bjargarlaust.  Varla nokkurt stjórnskipulag er fyrir hendi lengur og allar grunnstoðir samfélagsis þarf að byggja upp á ný, þannig að ástandið á Haiti mun verða áratugi, að jafna sig á þessu áfalli og var þó ástandið ekki burðugt fyrir. 

Nánast árlega dynja fellibyljir yfir eyjuna og valda stórkostlegum skaða.  Enginn fellibylur gekk yfir á síðasta ári og var fólk rétt að jafna sig eftir síðasta fellibylinn, sem olli miklum eyðileggingum árið 2008, þegar þessi ósköp dundu yfir. 

Erfiðleikar Íslendinga, eftir bankahrunið, er hjóm eitt, í samanburði við þá skelfingu, sem Haitibúar þurfa að takast á við og barlómur hérlendra nánast hjákátlegur, í samhengi við raunverulega erfiðleika, sem aðrir þurfa að glíma við.

Það er þó ljósið í myrkrinu, að Íslendingar voru fljótir að bregðast við og urðu fyrstir til að senda hjálparsveit á svæðið og hafa styrkt hjálparstarfið fjárhagslega, eftir bestu getu.

Af því geta Íslendingar verið stoltir.


mbl.is Eins og eftir heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulli hafa Íslendingar það gott.

gf (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband