Enga samninga, nema á lagalegum forsendum

Jóhanna Sigurðardóttir segist bjartsýn á að hægt verði að draga Breta og Hollendinga aftur að "samningaborðinu" innan fárra daga.

Undanfarið hefur það komist rækilega upp á yfirborðið að "alþjóðlegar skuldbindingar" Íslendinga eru engar vegna Icesave og Bretar og Hollendingar eigi enga lögvarða kröfu í annað en eignir Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta.

Þess vegna á ekki að setjast að neinu "samningaborði" með fjárkúgurum og þrælahöldurum, nema þeir séu tilbúnir til þess að ræða málið á lagalegum forsendum.

Það þýðir einfaldlega að setja verður saman alvöru nefnd sérfræðinga, setja strik yfir þau mistök, sem gerð voru í Svavarssamningnum og hefja viðræðurnar á byrjunarreit.

Ekkert annað er ásættanlegt fyrir Íslendinga.


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Axel - hefurðu heyrt annað eins og þvaðrið í henni Jóhönnu.

Ég er dauðhrædd um að henni detti til hugar að blása þjóðaratkvæðagreiðsluna af Bretarnir óttast þjóðaratkvæðagreiðslu.

Við verðum að láta rækilega í okkur heyra Axel

Benedikta E, 14.1.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hjartanlega sammála látum reyna á lagalegu skildu okkar.og stöndum þá við skuldbindindingar okkar.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.1.2010 kl. 22:55

4 identicon

Já einmitt, endilega.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 23:30

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Til að við höfum minnstu möguleika, að nýlenduveldin komi heiðarlega að samningaborði, verðum við fyrst að losa okkur við ábyrgðarlögin bæði. Jóhanna er að reyna að svíkjast aftan að Þjóðinni og hafa af okkur möguleikann til að sýna samstöðu með glæsilegri höfnun í þjóðaratkvæðinu.

 

Með öllum ráðum verður að forðast, að rætt verði við nýlenduveldin áður en við höfum fellt bæði ábyrgðarlögin úr gildi. Icesave-stjórninni er ekki sjálfrátt í svika-móki sínu. Sossarnir hafa beitt öllum brögðun í bókinni til að blekkja og hlunnfara Íslendinga og þeir munu halda því áfram.

 

Ég hef oft séð nákvæmlega sömu vinnubrögð og það hafa aðrir séð sem komnir eru til ára. Það er hægt að blekkja unglinga en þroskað fólk hefur flest upplifað gerðir svikara og ef einhverjir falla undir þann flokk, þá eru það Sossarnir í Icesave-stjórninni. Við megum ekki gefa þeim neitt svigrúm til að koma í bakið á almenningi. Ef þeir fá tækifærið munu þeir nota það.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2010 kl. 00:44

6 Smámynd: Benedikta E

Ég tek undir hvert orð hjá þér Loftur - hvað annað.

Allir verða að láta rækilega frá sér heyra og standa vörð um þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Sameinuð stöndum vér !

Benedikta E, 15.1.2010 kl. 00:54

7 identicon

100% sammála

Ingólfur (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband