Starfsmenn fá ekki afhentar eignir þrotabúa

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri og núverandi sósíalisti, segir að nú þegar bank­inn hafi „tekið til sín það sem hann hafði tryggt með veðum munu all­ar eig­ur bús­ins, þegar fé­lagið fer í gjaldþrot, renna til starfs­manna. Þeir hafa for­gangs­kröf­ur í all­ar eig­ur blaðsins og úti­stand­andi reikn­inga.“

Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá sósíalistanum núverandi, eða tilraun til blekkingar, því starfsmenn eiga kröfu í þrotabúið vegna ógreiddra launa, orlofs og launa á uppsagnarfresti ásamt því að skattar starfsmanna og lífeyrissjóðsframlög eru forgangskröfur í þrotabúið, hafi verið um vanskil að ræða.  

Lífeyrissjóðsskuldir, staðgreiðsluskattar og virðisaukaskattur hafa lengi verið kölluð "rimlagjöld" vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækja eru persónulega ábyrgir fyrir því að staðin séu skil á þeim, að viðlögðum sektum og fangelsisvist.  Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort sósíalistanum núverandi verður gerð refsing vegna slíkra vanskila.

Á vef VR má sjá stuttar leiðbeiningar til starfsmanna vegna launakrafna í þrotabú.  Þær má sjá hérna:  https://www.vr.is/kjaramal/uppsogn/vegna-gjaldthrots-fyrirtaekis/

Rétt er að benda sérstaklega á lokasetninguna í þeim leiðbeiningum, en hún er eftirfarandi:  "Með þessum reglum er Ábyrgðarsjóður launa að fara fram á ákveðinn feril hvers launþega sem sækir um bætur til sjóðsins. Ef ekki er farið í einu og öllu eftir þessum tilmælum stjórnar sjóðsins áskilur sjóðurinn sér allan rétt til að hafna greiðslum."


mbl.is Fréttatíminn fer í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband