Starfsmenn fá ekki afhentar eignir þrotabúa

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri og núverandi sósíalisti, segir að nú þegar bank­inn hafi „tekið til sín það sem hann hafði tryggt með veðum munu all­ar eig­ur bús­ins, þegar fé­lagið fer í gjaldþrot, renna til starfs­manna. Þeir hafa for­gangs­kröf­ur í all­ar eig­ur blaðsins og úti­stand­andi reikn­inga.“

Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá sósíalistanum núverandi, eða tilraun til blekkingar, því starfsmenn eiga kröfu í þrotabúið vegna ógreiddra launa, orlofs og launa á uppsagnarfresti ásamt því að skattar starfsmanna og lífeyrissjóðsframlög eru forgangskröfur í þrotabúið, hafi verið um vanskil að ræða.  

Lífeyrissjóðsskuldir, staðgreiðsluskattar og virðisaukaskattur hafa lengi verið kölluð "rimlagjöld" vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækja eru persónulega ábyrgir fyrir því að staðin séu skil á þeim, að viðlögðum sektum og fangelsisvist.  Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort sósíalistanum núverandi verður gerð refsing vegna slíkra vanskila.

Á vef VR má sjá stuttar leiðbeiningar til starfsmanna vegna launakrafna í þrotabú.  Þær má sjá hérna:  https://www.vr.is/kjaramal/uppsogn/vegna-gjaldthrots-fyrirtaekis/

Rétt er að benda sérstaklega á lokasetninguna í þeim leiðbeiningum, en hún er eftirfarandi:  "Með þessum reglum er Ábyrgðarsjóður launa að fara fram á ákveðinn feril hvers launþega sem sækir um bætur til sjóðsins. Ef ekki er farið í einu og öllu eftir þessum tilmælum stjórnar sjóðsins áskilur sjóðurinn sér allan rétt til að hafna greiðslum."


mbl.is Fréttatíminn fer í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti eru kröfur vegna ógreiddra launa forgangskröfur. Auk þess eru þær tryggðar af ábyrgðarsjóði launa, sem nýtur einnig sama forgangs í eignir þrotabús. Hrökkvi eignir þrotabús ekki fyrir launakröfum ábyrgist sjóðurinn mismuninn gagnvart launþeganum. Útgjöld sjóðsins vegna þeirrar bakábyrgðar er fjármögnuð með tryggingargjaldi sem atvinnurekandi greiðir. Þannig er ljóst að starfsmenn fá eignir þrotabúsins afhentar upp í ógreidd laun að fullu með einum eða öðrum hætti.

Fyrirsögnin er þar af leiðandi röng hjá þér Axel Jóhann og leiðréttist það hér með.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2017 kl. 16:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú þarft ekkert að leiðrétta, því starfsmenn fá engin formleg yfirráð yfir þrotabúum og gangur mála vegna launakrafna í þrotabú er útskýrð í textanum og ekki síður með tilvitnuninni í vefsíðu VR.

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2017 kl. 17:09

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrirsögnin er rétt; skiptastjóri fær formleg yfirráð yfir þrotabúi.  Starfsmenn njóta þess hins vegar að ábyrgðarsjóður launa, sem er baktryggður af hinu opinbera, sér til þess að launakröfur fáist greiddar, jafnvel þótt ekkert sé til skipta í þrotabúinu.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2017 kl. 17:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel. Skiptastjóri afhendir eignir þrotabús upp í launakröfur starfsmanna eftir að hann hefur komið þeim í verð. Þannig fá þeir þær afhentar.

Kolbrún. Ábyrgðarsjóður launa er fjármagnaður af launagreiðendum með tryggingargjaldi. Vissulega með bakábyrgð ríkisins, en ekki fjármögnun þess.

Þannig koma greiðslur upp í launakröfur af eignum viðkomandi fyrirtækis, hvort sem það er í gegnum skiptastjóra eða ábyrgðarsjóð launa.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2017 kl. 18:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það nenna nú ekki margir að taka þátt í svon hundalógík eins og þú reynir að nota í svona þrasi.  Málið er einfalt og þarf ekki frekari útskýringar fyrir þá sem vilja skilja.

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2017 kl. 22:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það færi nú ákaflega vel á því að Sósíalistaflokkurinn hefði höfuðstöðvar sínar bak við lás og slá, enda grundvallast sósíalísk ríki á því, að þegnunum sé haldið innan þeirra með múrum og girðingum.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband