Hvað getur svona grín gengið lengi?

Stjórn Pírata hefur gefið út að átján af þeim tuttugu sem "smalað" var til þátttöku í prófkjöri Pírata í norðvesturkjördæmi hafi einungis merkt við einn frambjóðanda, þ.e. "smalann" og því hafi borið að ómerkja prófkjörið og endurtaka það með þátttöku allra landsins Pírata.

Nú loksins hafa verið birtar tölur úr prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt ótrúlega fullkomnu, en að sagt er flóknu, talningakerfi þeirra fékk Birgitta, sjóræningjakafteinn, aðeins 15,5% atkvæða (160 alls) í fyrsta sæti.  Það þætti léleg útkoma í öllum öðrum kosningum.

Það furðulega kemur einnig fram að 81 kjósandi, eða 7,8%, merktu aðeins við einn frambjóðanda og miðað við skýringarnar á ógildingu prófkjörsins í norðvesturkjördæmi hlýtur kosningin á höfuðborgarsvæðinu að verða ógilt líka og kosið upp á nýtt og þá á landsvísu auðvitað.

Þetta stjórnmálagrín hófst allt saman með "Besta flokknum" í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 og nú hefur Pírataflokkurinn haldið fíflaganginum á lofti á Alþingi undanfarin ár og verður að telja að nú fari kjósendur að fá leið á uppistandinu, enda ekkert fyndið lengur.

 


mbl.is Oddviti Pírata fékk 15,5% í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband