Snillingurinn Lars reyndist sannspár um frestun starfsloka sinna

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri með íslenska landsliðið í knattspyrnu og auðvitað eiga liðsmennirnir sjálfir stóran þátt í þeim ótrúlegu úrslitum sem náðst hafa í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu.

Lars mun láta af störfum sem þjálfari eftir EM en reyndist sannspár um að leikurinn gegn Austurríki yrði ekki lokaleikur hans með liðinu, svo sannfærður var hann um að strákarnir næðu að komast í sextán liða úrslit keppninnar, en að það skuli hafa gerst er í raun lyginni líkast.

Í fréttinni er m.a. haft eftir þjálfaranum um liðið:  "Minn­umst þess að þetta er þeirra fyrsta stór­mót og and­legi styrk­ur­inn í liðinu er al­gjör­lega magnaður."  

Auðvitað eiga leikmennirnir sjálfir stærsta þáttinn í stórkostlegum árangri liðsins, en hlutur þjálfaranna er líka stór enda vinnast sigrarnir ekki nema með góðri leiðsögn og forystu þjálfarateymisins.

Árangum liðsins og þjálfaranna vakti mikla athygli í knattspyrnuheiminum strax og tekist hafði að tryggja þátttökuréttinn á HM og Lars og Heimir taldir með bestu þjálfurum ársins 2015, eins og sjá má hérna:  http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2015/12/31/lars_og_heimir_a_medal_theirra_bestu/

Næsti leikur liðsins verður á mánudaginn gegn Englandi og án efa munu strákarnir berjast eins og ljón í þeim leik, þó varla sé raunhæft að reikna með sigri þeirra. Úrslitin á mótinu til þessa eru svo stórkostleg að hvernig sem fer í næsta leik verður frammistaða liðsins og þjálfaranna í minnum höfð meðan fótbolti verður spilaður í landinu.


mbl.is Lars: Ekki lokaleikur minn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband