Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hefur fjölgað um 30% á fáum árum

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 30% á aðeins níu árum, samkvæmt svari fjármálajarðfræðingsins við fyrirspurn á Alþingi og eru nú um 36.000 talsins, samtals hjá ríki og sveitarfélögum.

Þetta mun vera um 25% allra vinnandi manna í landinu og hlýtur að teljast með ólíkindum.

Það hlýtur að vera auðvelt að snúa við þessu blaði, þó ekki væri nema aftur til ársins 2004 og fækka opinberum starfsmönnum aftur um a.m.k. 15%.

Man einhver til þess, að neyðarástand hafi verið vegna manneklu hjá hinu opinbera á árinu 2004?

Einhversstaðar hefur verið bætt hraustlega í á þessum árum og útilokað annað en að hægt sé að draga verulega saman aftur og skera burt alla starfsemi hjá hinu opinbera, sem ekki telst nánast lífsnauðsynleg.

Allur annar rekstur í þjóðfélaginu hefur þurft að ganga í gegnum slíkan niðuskurð, nema helst útflutningsfyrirtækin, sem er auðvitað vel, þar sem þau munu þurfa að útvega þann gjaldeyri, sem þarf til að greiða niður Icesave skuldir Landsbankans, ásamt öllum öðrum erlendum skuldum þjóðarbúsins.

Bráðnauðsynlegt er að skera ríkisreksturinn niður við trog, en efla útflutningsgreinarnar með öllum ráðum.


mbl.is Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 3% árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að endurskipuleggja kvótakerfið?

Mikið er rætt og ritað um kvótakerfið og ekki síst kvótaframsalið og virðast flestir vera á þeirri skoðun að gagngerra breytinga sé þörf á þessu kerfi.  Fiskveiðistjórnunarkerfið var og hlýtur að vera ennþá, hugsað til þess að vernda fiskistofnana, en ekki til að vernda hagsmuni einstakra útgerða.  Flestir eru sammála því, að nauðsynlegt sé að stjórna veiðunum, en ágreiningurinn snýst um hvernig það verði gert.

Núverandi kvótahafar virðast ekki geta hugsað sér neinar breytingar, en þeir sem eiga kvótalausa báta krefjast breytinga og er einna helst að skilja, að þeir vilji helst leyfa óheftar veiðar.  Óheft sókn í fiskisstofnana og stjórnlausar veiðar munu auðvitað ekki koma til greina og uppboð á kvótum til eins árs í senn gengur ekki heldur, því það myndi gjörsamlega eyðileggja allan stöðugleiga undir útgerð og fiskvinnslu.

Spurning er, hvort ekki mætti breyta kerfinu þannig, að kvóta yrði úthlutað til skipa til þriggja ára í senn og yrði þá byggt á veiðireynslu síðustu þriggja ára á undan, þ.e. að skip fengju úthlutað kvóta fyrir þeim afla, sem þau veiddu sjálf síðustu þrjú ár, en ekki tekið tillit til kvóta sem þau hefðu selt frá sér á þeim tíma.

Sá kvóti, sem afgangs yrði eftir slíka úthlutun yrði síðan ráðstafað til nýrra aðila og þannig opnaður möguleiki fyrir nýliðun í greininni.  Með þessu móti myndi allt kvótabrask heyra sögunni til og útgerðirnar yrðu að reka sig eingöngu á tekjum sem fengjust fyrir aflann sjálfan, en ekkert brask með veiðiheimildirnar sjálfar.  Þetta myndi líka skapa ákveðinn stöðugleika fyrir bæði útgerðina og fiskvinnsluna.

Ekki dugar endalaust að gagnrýna núverandi kerfi og benda ekki á eitthvað annað í staðinn.

Þess vegna er þetta sett fram hér í von um umræðu í stað stóryrða.


mbl.is Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann

Flestir eru nokkuð öryggir á því, hvað þeir áttu miklar bankainnistæður við hrun bankanna, en það virðist þó ekki eiga við alveg alla.

Eftirfarandi má lesa á mbl.is:  "Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Hannes sig hafa átt 900 milljónir króna í formi innláns hjá gamla bankanum sem var ekki fært yfir í NBI við stofnun nýja bankans. Ofan á 900 milljónirnar reiknar Hannes síðan dráttarvexti og annað sem skilar 1,2 milljarða kröfu."

Samkvæmt þessu heldur Hannes að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann, en virðist samt ekki alveg viss.  Ef til vill man hann ekki hvar hann lagði þessa aura inn til ávöxtunar og þarf því að gera kröfur í alla bankana og jafnvel sparisjóðina að auki, til að vera viss um að ná sparifénu til baka.

Það er náttúrlega ekki hægt að ætlast til, að menn muni alla skapaða hluti, svona í smáatriðum.


mbl.is Krafa Hannesar vegna innláns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórríki Evrópu að fæðast

Forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, hefur nú verið kjörinn eiginlegur forseti Evrópusambandsins og breska barónessan Catherine Ashton var útnefnd nýr yfirmaður utanríkismála, eða útanríkisráðherra.  Ef rétt er skilið verður hún einnig yfirmaður sameinaðs herafla stórríkisins.

Hafi einhver haldið að ESB væri aðeins bandalag um frjálst flæði fólks og fjármagns milli aðildarlanda sambandsins, ætti hinn sami að spyrja sjálfan sig hvað efnahagsbandalag hafi að gera með forseta, utanríkisráðherra og herafla.

Eftir samþykkt Lissabonsáttmálans og þessa skipun í embætti forseta og utanríkisráðherra er fyrsta skrefið stigið til endanlegrar þróunar stórríkis Evrópu.

Hafa Íslendingar áhuga á að Ísland verði útnárahreppur í þessu fimmhundruð milljón manna ríki?


mbl.is Van Rompuy fyrsti forseti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn mun ekki hafna Icesave

Sjálfstæðismenn í Fjárlaganefnd Alþingis telja einsýnt að forsetinn muni synja hinu nýja Icesavefrumvarpi staðfestingar, ef það verður samþykkt óbreytt á Alþingi.  Þetta byggja þeir á þeim sýndarleik forsetans að samþykkja lögin um ríkisábyrgðina í sumar, með sérstakri bókun um mikilvægi fyrirvaranna, sem samþykktir voru við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.

Þetta rökstyðja þingmennirnir á þennan hátt:  „Með því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar hafa þeir fyrirvarar Alþingis sem forsetinn taldi svo mikilvæga þegar hann staðfesti hin fyrri Icesave-lög, og voru forsenda staðfestingar hans, verið að engu gerðir."

Það er auðvitað algerlega rétt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að miðað við fyrri yfirlýsingar sínar ætti forsetinn að synja þessu nýja frumvarpi staðfestingar, vilji hann vera samkvæmur sjálfum sér.

Staðreyndin er hins vegar sú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið samkvæmur sjálfum sér, heldur stjórnast hann af hentistefnu í hverju máli og mun því finna sér nýjar afsakanir til þess að staðfesta þessi nýju og hertu þrælalög.

Ólafur Ragnar er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar og mun því staðfesta hvaða vitleysislög sem frá henni koma, þar á meðal nýju skattabrjálæðislögin hennar, ásamt því að samþykkja þrælkunina í þágu Breta og Hollendinga.  Hann mun styðja ríkisstjórnina í baráttu hennar við að dýpka og lengja kreppuna, með þeim ráðum, sem hann hefur tiltæk.

Vonir, sem bundnar eru við Ólaf Ragnar Grímsson, eru aldrei annað en falsvonir.


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullt hvarf 150 milljarða króna

Það verður að teljast með ólíkindum, að allt í einu uppgötvist að Glitnir skuldi allt að 150 milljörðum króna meira en fram kom í bókhaldi bankans við hrun hans. 

Við innköllun krafna á bankann, kemst Deloitte að því að kröfur á bankann finnast ekki í bókhaldi hans, eða eins og segir í fréttinni:  "Þegar skuldir Glitnis hafa verið uppfærðar með tilliti til þessara 793 milljóna evra þá nemur þessi viðbót um 5,5% af heildarskuldum Glitnis þann 30. júní eins og þær voru upphaflega gefnar upp þann 31. ágúst 2009. Núverandi mat skilanefndarinnar er að fara verði með þessar skuldir eins og önnur útgefin skuldabréf sem færð eru í liðnum „Verðbréfaútgáfa og önnur lántaka“ í yfirliti yfir eignir og skuldir þann 30. júní 2009."

Ef 5.5% af heildarskuldum bankans koma ekki fram í bókhaldi hans, hlýtur að vakna upp spurning um hvað hafi orðið af peningunum, sem fengust fyrir sölu þessara skuldabréfa.  Það er með ólíkindum að sala á skuldabréfum fyrir um 150 milljarða króna, geti farið fram án þess að sjást nokkurs staðar í bókhaldi bankans og ef milljarðarnir hafa ekki skilað sér í kassann hjá bankanum, hvert fóru þeir þá?

Fjármálaeftirlitið hlýtur að kanna málið og skjóta því svo til Sérstaks saksóknara, svo hann geti kyrrsett eignir einhversstaðar á meðan á rannsókninni stendur.


mbl.is Veruleg skuldaaukning Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gífurlegar hækkanir ofan á kjararýrnun

Nú eru tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar komnar fram og þar eru boðaðar talsverðar hækkanir á tiltölulega lág laun og millitekjur, þó hækkunin sé mest á hæstu launin, en eins og nú er ástatt hefur fólki með mjög háar tekjur fækkað mjög og allir aðrir hafa þurft að taka á sig tekjuskerðingu.

Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig skattarnir samkvæmt nýja skattkerfinu hefðu komið út á árinu 2009 í samanburði við núverandi kerfi og er þá miðað við sama persónuafslátt í báðum tilvikum.  Ekkert hefur komið fram hvort og þá hve mikið persónuafsláttur muni hækka um áramót.

Samanbuðartaflan lítur svona út:

 

 Núverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:kr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.00013.5959,0613.5959,0600,00
200.00032.19516,1032.19516,1000,00
300.00069.39523,1372.29524,102.9004,18
400.000106.59526,65112.39528,105.8005,44
500.000143.79528,76152.49530,508.7006,05
600.000180.99530,17192.59532,1011.6006,41
650.000199.59530,71212.64532,7113.0506,54
700.000218.19531,17235.69533,6717.5008,02
800.000255.39531,92281.79535,2226.40010,34
900.000292.59532,51327.89536,4335.30012,06
1.000.000329.79532,98373.99537,4044.20013,40
1.200.000404.19533,68466.19538,8562.00015,34
1.400.000478.59534,19558.39539,8979.80016,67
1.600.000552.99534,56650.59540,6697.60017,65
1.800.000627.39534,86742.79541,27115.40018,39
2.000.000701.79535,09834.99541,75133.20018,98

Ofan á þetta eru boðaðar gífurlegar hækkanir á alls konar óbeinum sköttum, sem eiga að skila tugum milljarða í ríkissjóð á næsta ári og þeir lenda af mestum þunga á láglaunafólki, því það þarf að eyða meginhluta ráðstöfunartekna sinna til kaupa á daglegum nauðsynjavörum. 

Óbeinu skattarnir fara beint út í verðlagið og hækka þar með vísitöluna, þannig að öll húsnæðislán munu hækka sem því nemur og hækkandi afborganir munu því bætast við aðra erfiðleika lág- og millitekjuhópanna.

Fyrir utan allt þetta er spáð 16% rýrnun kaupmáttar á næsta ári og ekki kemur það verst við hálaunafólkið, þvert á móti hjálpast þetta allt að til að lág- og millitekjufólkið mun ekki ná endum saman á næsta ári og kreppan mun fara að bíta almenning af miklu meiri krafti en fram til þessa.

Þetta er jólaboðskapur ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar, þó ekki sé hægt að segja að hann sé hátíðlegur..


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggjum séreignarsparnaðinn strax

Tillaga Sjálfstæðismanna um að skattleggja séreingarsparnaðinn strax við inngreiðslu í sjóðina er afar góð og skynsamleg tillaga.

Með því móti væri hægt að komast hjá því skattahækkunarbrjálæði á fjölskyldurnar í landinu, sem ríkisstjórnin er að undirbúa og jafnvel þó það þýði eitthvað lægri skatttekjur í framtíðinni, þá er það meira en réttlætanlegt til þess að rétta af halla ríkissjóðs núna, þegar enginn er aflögufær til að greiða allta þá skatta sem boðaðir eru.

Þar fyrir utan má spyrja sig, hvort ástæða sé til að séreignarsjóðirnir séu að ávaxta á misáhættumikinn hátt, þann hluta lífeyrissjóðsgreiðslanna, sem eru í raun eignarhluti ríkissjóðs.  Ríkissjóður hlýtur að vera jafnhæfur til þess að ráðstafa þeim hluta sjálfur, eða ávaxta hann, ef tekst að snúa halla ríkissjóðs upp í tekjuafgang, eins og var á undanförnum árum.

Tillögu Sjálfstæðismanna verður að ræða af fullri alvöru, án alls pólitísks dilkadráttar.


mbl.is Vilja afla tekna með skattlagningu séreignasparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd kúgunar

Ekkert er svo smátt í sniðum, að þjóðir innan ESB geti ekki notað það til hótana og kúgana gagnvart þjóðum sem ekki eiga aðild að stórríkinu.

Allir vita um kúganir ESB gegn Íslendingum vegna skulda Landsbankans.

Nú kemur enn ein birtingarmynd þessa hugarfars frá Grikklandi vegna heimildamyndar um Makedóníu, en fram kemur í fréttinni:  "Að sögn vefjarins MTnet sagði sjónvarpsstöðin Kanal 5 frá því í gærkvöldi, að grískir sendimenn hefðu komið því á framfæri við íslenska sendiherrann að grísk stjórnvöld myndu  beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði myndin sýnd." 

Þessi yfirdrottnunar- og kúgunarárátta aðildarlanda að stórríkinu ESB er ekki einleikin.

Hvað vill Samfylkingin hafa með svona félagsskap að gera?


mbl.is Mynd Íslendings um Makedóníu veldur uppnámi í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver axli sína ábyrgð

Vangaveltur Styrmis Gunnarssonar um hvort ummæi Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndar Alþingis, um að engin nefnd hefði þurft að færa þjóðinni jafn þungbær tíðindi og rannsóknarnefndin myndi þurfa að gera í fyllingu tímans, ættu við að ráðherrar yrði hugsanlega stefnt fyrir Landsdóm, eru afar athyglisverð.

Ef svo færi, að ráðherrum yrði stefnt fyrir Landsdóm fyrir athafnir sínar, eða athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins, yrði það í fyrsta sinn í lýðveldissögunni, sem fjallað yrði um ráðherraábyrgð með þeim hætti.

Verði niðurstaðan sú, að ráðherrar hafi gerst sekir um vanrækslu í störfum sínum, ber að sjálfsögðu að refsa þeim í samræmi við sekt þeirra.

Þessi umræða má þó ekki skyggja á ábyrgð þeirra, sem raunverulega bera höfuðábyrgð á því hvernig fór, þ.e. banka- og útrásarglæframannanna, sem spiluðu sinn Matador og lögðu efnahagslíf þjóðarinnar undir í fáráðlegu fjárhættuspili sínu.

Þeirra er höfuðábyrgðin og þeirra er að bera höfuðábyrgðina.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband