Við erum ekki kaupóð þjóð, heldur algerlega snargeggjuð.

Við Íslendingar erum frægir austan hafs og vestan fyrir kaupgleði og höfum lengi farið í sérstakar verslunarferðir til útlanda, bæði á eigin vegum og ekki síður í skipulögðum innkaupaferðum með þotum sem leigðar hafa verið sérstaklega til síkra ferða.

Varla er opnuð verslun í Reykjavík að ekki myndist biðraðir og örtröð á opnunardegi og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða opnun verslunar sem selur byggingavörur, fatnað, leikföng o.fl.  Jafnvel myndast langar raðir, jafnvel frá miðnætti fyrir opnun, þegar hafin er kleinuhringjasala í kaffihúsakeðjum sem hasla sér völl hérlendis.

Út yfir allan þjófabálk tekur þó brjálæðið sem heltekið hefur okkur mörlandana við opnun amerísku allrahandaverslunarinnar Costco Wholesale, sem lofar lágu verði á öllum þeim þúsundum vöruflokka sem þar verða til sölu.

Venjulega stendur mesta kaupæðið stutt eftir opnunardag viðkomandi verslunar, þó undantekningar séu vissulega þar á, en æðið virðist hins vegar ekki gera neitt annað en aukast eftir því sem opnunardögum Costco fjölgar.  Þar er biðröð eftir því að fá að komanst inn í búðina til þess að fá að líta dýrðina augum og komast svo í biðröðina við afgreiðslukassana með allan sparnaðinn sem skapast með eyðslunni.

Sálfræðingar hljóta að taka okkur sem þjóð til sérstakrar hóprannsóknar í tilefni af þessu nýjasta æði, ef þeir hafa þá ekki byrjað slíkar rannsóknir fyrir löngu.


mbl.is „Allt útpælt“ hjá Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband