Aðgát skal höfð..........

Lögreglan hefur lagt gríðarlega vinnu í leitina að Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til í heila viku.  Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í hvarfinu þræta hins vegar alfarið fyrir nokkra aðkomu að málinu, þó rannsakendur telji líkur til að svo sé.

Miðað við að leitarsvæðið sem kembt verður í dag, en það nær um suðvesturhorn landsins frá Borgarnesi að Selfossi, er greinilegt að engar haldbærar upplýsingar eru ennþá fyrir hendi um örlög stúlkunnar og hvar hennar væri helst að leita.

Málið hefur snert alla þjóðina djúpt og allir verið reiðubúnir til að gefa þær upplýsingar sem þeir hafa talið að gagni mættu koma, en greinilega eru samt ennþá stór göt í atburðarásinni sem eftir er að fylla í.

Þess ber að gæta að allir teljast saklausir þar til sekt er sönnuð og haldi hinir grunuðu fast við fullyrðingar um sakleysi sitt verða þeir varla dæmdir fyrir manndráp eða morð nema lögreglunni takist að sanna annað með fullkomnum sönnunargögnum. Því miður eru litlar líkur á að stúlkan finnist á lífi héðan af og því verður lögð ofuráhersla á að finna líkið og allt sem bent getur á þann, eða þá, sem ábyrgð bera.

Nokkurð hefur verið um að einstaklingar hafi gengið of langt í fullyrðingum um ýmislegt sem tengist þessu máli og í sumum tilfellum hefur verið um hreinan hugarburð, ágiskanir og hreinar lygasögur að ræða og ber að fordæma allt slíkt, enda engum sæmandi að stunda slíkt.

Í þessu máli, sem öðrum, ber að sýna aðstandendum og öðrum, sem eiga um sárt að binda, hlýhug, virðingu og nærgætni.  Nógu erfitt er að takast á við slíkar hörmungar, þó ekki sé á þær bætt með gróusögum.

 

 


mbl.is Unnið út frá einni tilgátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband