ESBarmurinn genginn úr Sjálfstæðisflokknum í heilu lagi

Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson gengu saman inn í salinn á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sögðu gárungarnir að þar væri mættur allur ESBarmur flokksins eins og hann legði sig.

Nú berast fréttir af því að þessi ESBarmur hafi sagt sig úr flokknum í heilu lagi og gengið til liðs við Viðreisn, sem aðallega virðist ætla að reyna að aðskilja sína stefnu frá móðurflokknum með áhuganum á að gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.

Þorgerði og Þorsteini er óskað alls góðs á nýjum vettvangi, þó því verði illa trúað að þeim muni vel ganga að sannfæra Íslendinga um að framtíðarsælan felist í ESBstjórninni í Brussel.

Trú íbúa ESBríkjanna virðst meira að segja dofna að þessu leyti og trúlausastir þeirra allra eru Bretar eins og sýnt hefur sig undanfarið.


mbl.is Getur ekki annað en verið glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband