Hótanirnar verði birtar almenningi og frá hverjum þær komu

"Þing­menn inn­an stjórn­ar­meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar hafa fengið bein­ar hót­an­ir um æru- og eignam­issi frá hátt­sett­um emb­ætt­is­manni eft­ir að skýrsl­an hafði verið kynnt."

Framangreint kemur fram í yfirlýsingu frá meirihluta Fjárlaganefndar Alþingis og hlýtur slík hótun að flokkast með alvarlegustu glæpum og kalla á tafarlausa sakamálarannsókn.

Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin samvisku og ber að vinna að málum á heiðarlegan og ábyrgan hátt og standa kjósendum skil á gerðum sínum og ákvörðunum.

Ákvarðanir þingmanna og athafnir verða oftar en ekki að deilumálum þeirra á milli og úti í þjóðfélaginu, en ekkert réttlætir eftir sem áður að þeim sé hótað eigna- og ærumissi, eða jafnvel líkamsmeiðingum eða lífláti vegna starfa sinna.

Þegar slíkt gerist ber að kæra slíkt umsvifalaust til réttra yfirvalda til rannsóknar og kærumeðferðar ef sakir sannast og tilefni er þar með til að refsa þeim sem í hlut á.

Svona hótanir geta ekki og mega ekki vera meðhöndluð sem einhverskonar trúnaðarmál. Almenningur á fullan rétt á að fá að vita allar staðreyndir slíkra mála, ekki síst þegar háttsettur embættismaður er sakaður um alvarlegar hótanir í garð Alþingis.


mbl.is Fengið hótanir um æru- og eignamissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband