Kjósa konur karla frekar en konur?

Konur koma ekki nógu vel út úr prófkjörum flokkanna almennt, þó nokkuð sé það misjafnt eftir kjördæmum.

Sumir flokkar hafa tekið upp reglu um svokallaða fléttulista og víxla þá jafnvel niðurstöðum kosninganna til að jafna hlut kynjanna á framboðslistum sínum.

Konur eru helmingur kjósenda og því hljóta þær að kjósa karla frekar en konur og getur varla nokkuð annað ráðið þar um annað en að þær treysti körlunum betur til þingstarfa en kynsystrum sínum.

Karlarnir, sem flest atkvæði fá í prófkjörunum, eru þar með fulltrúar bærði karla og kvenna og verða að vera um það meðvitaðir í öllum sínum störfum.

Áberandi er að ýmsir reyna að blása út að flokkarnir séu karlaveldi og jafnvel að "flokkseigendafélögin" séu karlasamfélög og því sé allt gert til að halda konum utan hópsins.  Auðvitað standast þessar ruglkenningar enga skoðun, þar sem konur eru helmingur kjósenda og taka fullan þátt í vali þeirra sem ábyrgðastöðum er ætlað að gegna.

Í þeim tilfellum þar sem kosning er ekki bindandi, ætti að kanna í fullri alvöru að rétta hlut kvenna og fjölga þeim í "öruggum" sætum á framboðslistum.  Það verður þó varla gert nema í góðu samkomulagi við karlana sem þau sæti skipa samkvæmt niðurstöðum prófkjaranna.

Ekki skal því heldur gleymt að lýðræði felst einmitt í því að reyna að finna út vilja hins almenna borgara og verða við honum.  Til þess eru prófkjörin ætluð og ekki ástæða til að gera lítið úr þeim vilja þátttakendanna sem fram koma í niðurstöðunum.


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband