Pírati hótar valdaráni

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, þingmaður Pírata, hótar að hún og flokkur hennar muni standa fyrir valdaráni á Alþingi Íslendinga á næstunni, fari lýðræðislega kosinn meirihluti á þinginu ekki að þeirri kröfu að tilkynna um kjördag um leið og þingið kemur saman.

Málþóf og annað ofbeldi minnihluta þingmanna hverju sinni til að trufla og tefja störf löggjafans er algerlega óþolandi og almenningur löngu búinn að fá nóg af slíkum vinnubrögðum, enda virðing þingsins og þingmanna í algeru lágmarki meðal þjóðarinnar. Þingmenn geta engum um það kennt nema sjálfum sér og eigin framkomu og vinnubrögðum.

Samkvæmt viðhangandi frétt mun Ásta Guðrún hafa skrifað á Facebooksíðu sína eftirfarandi: "Það er al­veg kýr­skýrt af hverju það þarf að boða til kosn­inga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mik­il­mennsku­brjálæði, lög­leysi og siðleysi stjórn­mála­manna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að upp­ræta. Það er ekki leng­ur hægt að kom­ast upp með allt og halda áfram eins og ekk­ert sé. Stund­um þarf að taka af­leiðing­um gjörða sinna."

Skrif hennar eiga mæta vel við hennar eigin siðleysi og mikilmennskubrjálæði og lýsir ekki síður vinnubrögðum minnihlutans á þingi en vinnubrögðum þeirra sem hún þykist vera að gagnrýna.

Ástandið á þinginu og jafnvel þjóðfélaginu öllu væri mun skárra ef þingmenn tækju meira mark á sjálfum sér og sýndu öðrum með því gott fordæmi í frmkomu og vinnubrögðum.

Umræðu"menning" á samfélagsmiðlunum og annarsstaðar þyrfti á slíkri fyrirmynd að halda.


mbl.is Hótar því að öll mál verði stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband