Ógeðfelldur aðdragandi forsetakosninga

Níu manns bjóða sig fram til að gegn embætti forseta Íslands og verður kosið milli þessara frambjóðenda þann 25. júní n.k.

Frambjóðendurnir sjálfir hafa verið tiltölulega málefnalegir og reynt eftir besta megni, hver um sig, að benda á sína eigin kosti til að gegna embættinu án þess að stunda skítkast og róg um hina frambjóðendurna.

Stuðningsfólk átta frambjóðendanna hafa hins vegar stundað ótrúlega ógeðslegan málflutning gegn níunda frambjóðandanum og ekki sparað illmælgi, róg og í mörgum tilfellum hreinar lygar um gerðir hans og/eða aðgerðarleysi í fortíðinni.

Þeir sem styðja þennan frambjóðanda, sem kosningabaráttan hefur að mestu snúist um að níða og taka ekki þátt í níðskrifum og rógsumræðum um hann eru þá kallaðir öllum illum nofnum af stuðningsmönnum hinna átta og yfirleitt sagðir hálfvitar, dusilmenni og glæpamenn.  

Þeir sem lengst ganga spara ekki gífuryrðin og kalla jafnvel frambjóðandann sjálfan og stuðningsmenn hans nautheimskan glæpalýð sem nánast engan tilverurétt eigi í þjóðfélaginu.

Varla verður því trúað að nokkur hinna átta frambjóðenda kæri sig í raun um eins ógeðlegan stuðning, ef stuðning skyldi kalla, og þeir sýna sem mest hafa sig í frammi í þessu efni.

 


mbl.is Guðni Th. með 56,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband