ESBsinnar hætti blekkingum um "pakkaskoðun"

Áhugasamir stjórnmálamenn úr nokkrum stjórnmálaflokkum hafa lengi haldið því að þjóðinni að hægt sé að sækja um aðild að ESB eingöngu til að fá að "kíkja í pakkann" og athuga hvað í honum sé.  

Jafnvel vinstri grænir eru farnir að taka þátt í leiknum í von um að hann gæti opnað þeim leið inn í ríkisstjórn í annað sinn með með sömu blekkingunum og þeir gerðu við stofnun hinnar fyrstu "tæru vinstri stjórnar" með Samfylkingunni.

Oft hefur verið upplýst að ESB tekur ekki þátt í neinum blekkingarleik með pakka til að skoða ofaní, heldur snúist allt viðræðuferlið um hve hratt og vel innlimunarríkið taki upp lög og regluverk stórríkisins væntanlega.

Vegna áróðurs ESBsinna um "pakkaskoðunina" sendi Sr. Svavar Alferð Jónsson fyrirspurn til ESB um þessi mál og svarið var algerlega skýrt og skorinort, eins og sjá má af þessum hluta þess:  "Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem slík­ar (einnig þekkt­ar sem acquis) eru óumsemj­an­leg­ar; þær verður að lög­leiða og inn­leiða af um­sókn­ar­rík­inu. Inn­göngu­viðræður snú­ast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti um­sókn­ar­ríkið tek­ur upp og inn­leiðir með ár­ang­urs­rík­um hætti allt reglu­verk ESB og stefn­ur. Inn­göngu­viðræður snú­ast um skil­yrði og tíma­setn­ingu upp­töku, inn­leiðing­ar og fram­kvæmd­ar gild­andi laga og reglna ESB."

Hvenær skyldu innlimunarsinnarnir fara að ræða málið út frá staðreyndum og sleppa blekkingunum?


mbl.is Reglur ESB „óumsemjanlegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband