Erfið stjórnarmyndun framundan

Niðurstaða kosninganna leiðir af sér að líkur eru á stjórnarkreppu næstu vikur og mánuði, þar sem engir augljósir kostir eru í stöðunni um hvaða flokkar væru líklegir til að taka upp stjórnarsamstarf.

Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur, sem festir Bjarna Benediktsson í sessi sem áhrifamesta stjórnmálamann landsins, VG vann verulega á og Píratar fengu ótrúlega mikið fylgi þó það yrði langt frá því sem þeir sjálfir væntu og skoðanakannanir höfðu spáð þeim.

Píratar höfðu boðað vini sína úr sambærilegum utangarðsflokkum frá fimmtán löndum og boðað tugi erlenda fréttamenn til landsins og fyrir kosningar búnir að boða til blaðamannafundar í dag kl. 15:00, þar sem Birgitta ætlaði að gorta sig af því að hafa leitt stjórnarandstöðuflokka núverandi kjörtímabils til ríkisstjórnarmyndunar undir sinni forystu og þar sem hún sjálf yrði forsætisráðherra.

Annað eins rugl og framkoma Birgittu og flokks hennar fyrir kosningar hefur líklega orðið til þess að nú heyrir Samfylkingin nánast sögunni til og líklegasta niðurstaðan að afar erfitt verður að mynda starfhæfa ríkisstjón og erfiðir tímar framundan í þjóðarbúskapnum.

Erlendir fjölmiðlar eru þegar farnir að fjalla um flopp Birgittu og félaga og fróðlegt verður að sjá og heyra hvernig hún ætlar að snúa sig út úr eigin flumbrugangi á fundinum með hinum útlendu fréttamannanna.

 

 


mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í stórsigur Sjálfstæðisflokksins

Miðað við þær tölur sem hafa birst núna (kl. 0:30) úr talningu atkvæða í kosningunum stefnir allt í stórsigur Sjálfstæðisflokksins.  Að sama skapi hljóta atkvæðatölur Pírata að teljast stórkostlegt áfall fyrir þá miðað við að "flokkurinn" var að mælast allt upp undir 40% í skoðanakönnunum fyrir tiltölulega fáum vikum síðan.

Í framboði voru allt að tólf stjórmálaflokkar og allir stefndu þeir að því að ná fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, sem miðað við þær tölur sem komnar eru hefur algerlega mistekist.  Hins vegar tókst að helminga fylgi Framsóknarflokksins og Samfylkingin býður algert afhroð.

Bjarni Benediktsson er ótvírætt sá stjórnmálamaður sem höfuð og herðar ber yfir aðra stjórnmálamenn landsins og næst honum hefur Katrín Jakobsdóttir mesta persónufylgið og nýtur flokkur hennar þess, enda á stefna hans engan sérstakan hljómgrunn meðal þjóðarinnar.

Viðreisn, sem er algerlega nýr flokkur sem stofnaður var sérstaklega til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, sem reyndar mislukkaðist algerlega, hefur nú í höndum sér hvort Birgitta Jónsdóttir og hennar lið verður leitt til ráðherrastóla í fimm flokka ríkisstjórn sem yrði ekkert annað en stórslys í íslenskri stjórnmálasögu.

Vonandi verður gæfa þjóðarinnar höfð í fyrirrúmi og stjórn mynduð fljótlega undir styrkri stjórn Bjarna Benediktssonar.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband