Leyniríkisstjórn

Pírarar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð hafa komist að samkomulagi um að REYNA að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum á laugardaginn, en neita að gefa nokkuð upp um hvaða stefnu slík ríkisstjórn myndi fylgja.

Það undarlega við þessa yfirlýsingu flokkanna er að sagt er að hér yrði um að ræða afgerandi mótvægi við núverandi ríkisstjórn þó ekkert sé útskýrt í hverju það lægi. Meira að segja er tekið fram að áhersluatriði væntanlegrar ríkisstjórnar séu ómótuð.

Birgitta pírataforingi hefur marg lýst því yfir að flokkur hennar setti það sem algert skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði ekki nema í mesta lagi átján mánuðir og sá tími yrði fyrst og fremst notaður til að breyta stjórnarskránni, sem fáir aðrir telja mikla nauðsyn vera á að breyta nema þá í fáeinum atriðum.

Nú er hins vegar allt annað hljóð komið í sjóræningjaflokkinn, eða eins og fram kemur í lok viðhangandi fréttar:  "Varðandi kröfu Pírata um styttra kjör­tíma­bil til þess að koma í gegn nýrri stjórn­ar­skrá og hvort samstaða sé um það seg­ir Ein­ar að það verði að koma í ljós. Pírat­ar hafi ekki út­fært það ná­kvæm­lega. Hins veg­ar séu all­ir sam­mála um að klára stjórn­ar­skrár­málið. Spurður um þjóðar­at­kvæði um Evr­ópu­sam­bandið seg­ir hann: „Við ákváðum að gefa ekki kost á nein­um upp­lýs­ing­um um nein mál­efni annað en það að orða þetta svona al­mennt. Að það sé sam­hljóm­ur í þess­um stóru mál­um.“"

Kjósendur hljóta að sameinast um að hafna þessum flokkum og boðaðri leynistefnuskrá þeirra í komandi kosningum.


mbl.is Ágreiningsmálin óafgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband