Stórkostlegt

Aldrei hafa fleiri Íslendingar skrifað undir nokkra aðra áskorun, um nokkurt málefni, í sögu lýðveldisins, ef rétt er munað, en þessa áskorun á forseta Íslands, að hafna samþykkis á lögunum um niðurfellingu fyrirvaranna á ríkisábyrgðinni á skuldum Landsbankans.

Þetta er stórkostleg samstaða með þeim málstað sem Indifence hópurinn og auðvitað margir aðrir, hfaf barist fyrir alveg frá því að umræðan um þrælasamninginn hófst.  Því miður staðfesti forsetinn lögin um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru þann 28. ágúst s.l., þannig að stór skaði er skeður nú þegar, en þau lög sem nú bíða staðfestingar, draga tennurnar algerlega úr fyrirvörunum, sem þá voru lögleiddir.

Þrátt fyrir þennan ótrúlega fjölda undirskrifta undir áskorunina, eru litlar eða engar líkur á því, að Ólafur Ragnar neiti sataðfestingar á þessum lögum, vegna persónulegra tengsla sinna við VG, eigin stjórnmálaskoðanir og þeirrar staðreyndar að hann er guðfaðir ríkisstjórnarnefnunnar.

Um þetta var nánar fjallað í síðasta bloggi og er því vísað til þess hérna .


mbl.is Undirskriftir yfir 49.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gleðilegt ár þetta er samstaða í lagi.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband