Ólafur Ragnar kemur aldrei á óvart

Steingrímur J. segir að sér komi ekki á óvart að Ólafur Ragnar hafi tekið sér frest til að undirrita lögin um að fella niður fyrirvarana á ríkisábyrð á skuldum Landsbankans, enda ekki ólíklegt að hann hafi vitað um þann skrípaleik fyrirfram.

Ólafur Ragnar er löngu búinn að semja ræðuna, sem hann mun flytja, þegar hann verður búinn að staðfesta lögin, enda haft til þess góðan tíma.  Enginn þarf að efast um, að hann mun aldrei fella nokkur einustu lög, sem vinum hans og félögum í ríkisstjórnarnefnunni dettur í hug að senda honum, því hann er hvorki meira né minna en guðfaðir stjórnarinnar.  Hann reri öllum árum að því, bak við tjöldin, að VG kæmist í ríkisstjórn.

Undirrituninni er einungis frestað yfir áramótin, til þess að Ólafur Ragnar fái frið til að snæða áramótasteikina í ró og næði, án mótmælenda á hlaðinu á Bessastöðum.  Í áramótaávarpi sínu mun hann undirbúa fólk fyrir samþykkið, með orðavaðli um þjóðréttarlega samninga, samstöðu þjóðarinnar á erfiðum stundum og nú þurfi fólk að snúa bökum saman og horfa björtum augum til framtíðarinnar.´

Ólafur Ragnar kemur aldrei á óvart.

Hann er alltaf fyrirséður.


mbl.is Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður hefur þú væntanlega rétt fyrir þér. Hann er aumingi að guðs náð.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband