Jón Ásgeir axlar enga ábyrgð á útrásinni

Kröfur, sem borist hafa í þortabú Baugs Group, eru að upphæð 316,6 milljarðar króna og þar af eru almennar kröfur (án veða og trygginga) að upphæð kr. 170,2 milljarða króna.  Þetta eru svo stjarnfræðilegar upphæðir í þrotabúi eins fyrirtækis, að fá fordæmi munu vera öðru eins.  Þetta er þó ekki nema hluti þess, sem tapast á fyrirtækjum, sem tengjast þessum viðskiptaköngulóarvef, því áður hafa Stoðir, Landic, Fons og fleiri fyrirtæki orðið gjaldþrota og skilið eftir sig tugmilljarða skuldir, hvert um sig.

Einu fyrirtæki var þó skotið undan þessum gjaldþrotum, en það er Hagar hf., sem selt var einkafyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á 30 milljarða króna, sem Kaupþing lánaði Jóni fyrir að öllu leyti í fyrrasumar og ekki á að byrja að greiða af því láni fyrr en á árinu 2011.  Það verður að teljast með ólíkindum, að þeir aðilar sem skilja eftir sig hunduð milljarða tap, sem aðrir verða að taka á sínar herðar, skulu hafa fengið aðstoð íslensks banka, rétt fyrir hrun, til þess að skjóta eignum undan gjaldþroti, með þessum hætti.

Skiptastjóri Baugs Group hlýtur að rifta þessum gjörningi og reyna síðan að fá betra verð fyrir Haga, enda nemur þessi undandráttur um 10% af skuldunum, sem skildar voru eftir í Baugi Group.

Jafnvel þó ekki fengist betra verð fyrir Haga, er óréttlætanlegt að Jón Ásgeiri verði gert kleyft að halda allri ínnlendu starfseminni óskertri í sínum yfirráðum, en aðrir verði látnir axla tapið af útrásinni.


mbl.is Kröfur upp á 316,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband