Ráðherrar með svima af stöðugum snúningi.

Vafalaust muna allir eftir hamaganginum í þinginu fyrir kosningar, þegar til umræðu var frumvarp minnihlutastjórnarinnar um stjórnlagaþing, sem átti að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og átti áætlaður kostnaður við það að vera tveir milljarðar króna.  Þá lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram sáttatillögu um að stjórnlagaþingið yrði ráðgefandi fyrir Alþingi, en þá mátti minnihlutastjórnin ekki heyra á það minnst, því það væri ekki nógu lýðræðislegt.

Vegna þessarar þvermóðsku var Alþingi haldið við efnið fram á nætur, dag eftir dag, þar til vika var til kosninga og ekki vannst nokkur tími til að ræða þau mál, sem skiptu þjóðina einhverju máli, t.d. efnahagsmálin og ráðstafanir í atvinnumálum. 

Sjálfstæðismenn voru úthrópaðir af stjórnarliðum og þjóðinni fyrir málþóf og töpuðu vafalaust miklu fylgi í kosningunum vegna afstöðu sinnar í málinu og hvað þeir voru berskjaldaðir fyrir ósvífnum áróðri vegna þessa.

Nú leggur ríkisstjórnin fram nýtt frumvarp um stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun sína og nú á stjórnlagaþingið að vera ráðgefandi fyrir Alþingi.

Ráherrana hlýtur að vera farið að svima af öllum þessum snúningum.


mbl.is Stjórnlagaþing 17. júní 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband