Eitt vandamál leyst

Vandræðagangur "aðgerðaríkisstjórnarinnar" hefur ekki riðið við einteyming þessar fjórar vikur sem stjórnin hefur setið og eitt dæmið um það var skipun Steingríms, fjármálajarðfræðings, á vini sínum sem stjórnarformanns í Nýja kaupþingi.  Vinurinn var skipaður á mánudegi og afskipaður á miðvikudegi, þegar fjármálajarðfræðingurinn komst að því að nýji stjórnarformaðurinn stóð í tugmilljóna skaðabótamáli gegn Fjármálaráðuneytinu.

Annað vandræðamál er að eftir samþykkt hefndarlaganna gegn Davíð Oddssyni skuli stjórnarskráin brotin með skipun hins nýja seðlabankastjóra.  Einnig er athyglisvert að aðalhagfræðingur seðlabankans skuli hafa verið skipaður aðstoðarbankastjóri og eigi þar með að koma í stað tveggja hagfræðinga, sem áður gengdu bankastjórastöðum í bankanum.  Samkvæmt kenningunni er hrun þjóðarbúsins seðlabananum að kenna og þar með mætti ætla að hagfræðingaliðið í bankanum væri samsekt í þrotinu, en a.m.k. virðist aðalhagfræðingurinn hafa staðið utanvið þetta allt saman, fyrst honum er treyst í aðstoðarbankastjórastólinn.  Varla verður fram hjá honum gengið þegar staðan verður auglýst.

Eftir vandræðaganginn með tveggja daga stjórnarformanninn hefur vel menntuð og reynslumikil kona verið sett í stól stjórnarformanns Nýja kaupþings og vonandi verður hún ekki sett af aftur á næsta aðalfundi bankans, eins og búið var að hóta næstsíðasta stjórnarformanni.

Stjórnmálaskoðanir Huldu Dóru Styrmisdóttur eru ekki ljósar og skipta í sjálfu sér engu máli, en hún á a.m.k. ættir að rekja til valinkunnra og heiðarlegra sjálfstæðismanna.  Það eru mikil meðmæli.


mbl.is Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband