Eignaflutningar

Ármann Þorvaldsson segir að engir "óeðlilegir eignaflutningar" hafi átt sér stað frá Kapþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins.  Ekki er líklegt að bankastjórinn myndi viðurkenna að um óeðlilega eignaflutninga hafi verið að ræða.  Myndi hann ekki kalla alla eignaflutninga milli banka  "eðlilega eignaflutninga", hvort sem upphæðin væri 400 millj. punda, 800 millj. punda, eða hvaða aðra upphæð sem væri?  Í yfirlýsingu hans kemur ekkert fram um að engir eignaflutningar til Íslands hafi verið að ræða, eingöngu að ekki hafi verið að ræða um "óeðlilega eignaflutninga". 

Úr því hann er byrjaður að gefa yfirlýsingar um fjármagnsflutninga, hlýtur hann að gefa nákvæmari skýringar á eignatilfærslum frá Kaupþing Singer & Friedlander í aðdraganda bankahrunsins, bæði til Íslands og ekki síður til annarra landa.  Voru einhverjir "eðlilegir eignaflutningar" t.d. til Tortola, Bahamaeyja, Jersey, Luxemburg eða annarra landa?

Eins og aðrir bankamenn reynir Ármann að læða því inn í yfirlýsinguna að hryðjuverkalöggjöfin hafi í raun ekkert með bankana að gera, heldur hafi þau í raun verið sett á Davíð Oddsson.  Það er aum skýring, en í ljósi hugarástands þjóðarinnar er líklegt að einhverjir trúi því, eins og öðru, sem á Davíð er klínt þessa dagana. 

Ármann hlýtur að birta aðra og nákvæmari yfirlýsingu fljótlega.  Annað væri ekki stórmannlegt.


mbl.is Engir óeðlilegir eignaflutningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband