Duga smitvarnir okkar gamlingjanna ekki?

Í tæpan mánuð hefur COVID-19 verið að herja á landsmenn, en hún er talin hafa borist til landsins í lok febrúar frá skíðasvæðunum í Ölpunum, þó ekki séu óyggjandi sannanir fyrir því að hún gæti ekki hafa tekið sér far með ferðamönnum annarsstaðar frá áður en hún uppgötvaðist hérlendis með vissu.

Frá upphafi hefur baráttunni geng veirunni verið stjórnað af fulltrúa ríkislögreglustjóra og land- og sóttvarnalæknum, ásamt stórum hópi sérfræðinga og starfsmanna embættanna, ásamt starfsfólki Landspítalans.

Starfsaðferðir þessara aðila hafa notið mikils stuðnings í þjóðfélaginu, þó ekki hafi hann verið algerlega einróma.  Ekki hefur hins vegar borið á öðru en læknastéttin væri almennt fylgjandi þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið til þessa, þ.e. að skima fyrir veirunni, setja útsetta í sóttkví og hvetja eldri borgara og aðra með undirliggjandi sjúkdóma til að halda sig heima og forðast mannleg samskipti, nema með fjarskiptum.

Nú hafa hins vegar tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins farið fram á að landshlutanum verði lokað fyrir allri utanaðkomandi umferð og að hver sá sem kæmi inn á svæðið yrði settur í fjórtán daga sóttkví.  Þessari málaleitan var algerlega hafnað og í meðfylgjandi frétt er haft eftir sóttvarnalækni:

"Sagði Þórólf­ur sam­hljóm um að það að ekki næðist ár­ang­ur með því að loka sig af. Það væri skamm­góður verm­ir og að far­ald­ur­inn myndi koma í bakið á okk­ur fyrr eða síðar, nema við mynd­um loka okk­ur af í mjög lang­an tíma, eða eitt til tvö ár."

Samkvæmt annarri frétt var svar læknisins fyrir austan við þessum rökum á þessa leið: 

 "Atli gef­ur lítið fyr­ir þessi rök og seg­ir þau ekki halda. Hann seg­ir að sótt­varna­lækn­ir sé um leið þá líka að segja að varn­ar­hug­mynd­ir þeirra fyr­ir fólk í áhættu­hóp­um á t.d. hjúkr­un­ar­heim­il­um haldi ekki held­ur. „Hversu lengi þarf að vera sjálf­stætt sótt­varnaum­dæmi. Því er sjálfs­varað. Það verður hægt að opna á sama tíma og sótt­varn­ar­lækn­ir blæs af viðbrögðin inn­an­lands al­mennt. Hann veit ef til vill hvenær það verður?“ seg­ir hann."

Þessi deila vekur upp þá spurningu hvort tilgangslaust sé að loka fyrir heimsóknir á sjúkrastofnanir, þ.m.t. hjúkrunarheimilin og að hvetja aldraða og aðra sem veikir eru fyrir til að einangra sig á heimilum sínum.

Þremenningarnir sem eru í framlínu sóttvarnanna verða að svara því skilmerkilega hvað þeir reikna með að innilokanirnar þurfi að endast lengi.  Eru þær tilgangslausar nema þær standi yfir þangað til búið verður að útrýma veirunni algerlega á landinu, eða þarf að bíða þangað til hún hefur endanlega gengið sér til húðar í heiminum öllum.

Verður þetta fólk í hættu um leið og það fer á stjá meðal fólks og hvenær verður það óhætt?


mbl.is Samgöngubann yrði skammgóður vermir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hún streymir enn óheft með hælisleitendum se er ekki skimaðir, þannig að þeir eru held ég undanþegnir

Halldór Jónsson, 25.3.2020 kl. 20:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður trúir því nú ekki að nú sé verið að taka við einhverjum hælisleitendum án þess að skima þá.  Hvaðan eru þeir að koma eiginlega núna þegar flest öll landamæri Evrópu eru lokuð?

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2020 kl. 20:17

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Migal Research Institute forstjóri David Zigdon sagði markmið stöðvarinnar að framleiða Bóluefnið á næstu tveimur mánuðum og ná öryggissamþykki eftir 90 daga, samkvæmt tilkynningunni.

25.3.2020 | 19:35

Við reynum því að verjast, notum lyfið sem Trump kom í gegn um FDA, til að lækna og fyrirbyggja eins og hægt er. 

 

Síðan, bólusetjum við alla heimsbyggðina.

Egilsstaðir, 26,03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.3.2020 kl. 08:25

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Efsta línan er slóð

Migal Research Institute forstjóri David Zigdon sagði markmið stöðvarinnar að framleiða Bóluefnið á næstu tveimur mánuðum og ná öryggissamþykki eftir 90 daga, samkvæmt tilkynningunni.

25.3.2020 | 19:35

Við reynum því að verjast, notum lyfið sem Trump kom í gegn um FDA, til að lækna og fyrirbyggja eins og hægt er. 

Síðan, bólusetjum við alla heimsbyggðina.

Egilsstaðir, 26,03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.3.2020 kl. 08:29

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þórólfur gerir sig ítrekað sekan um mótsagnir og fræðileg mjög barnaleg umæli. En hann fylgir hinsvegar bókinni vel og gerir það sem meðal EU landið mundi gera. Það er líklega ástæðan fyrir mistökunum með túristana þeir eru margfalt fleiri hér en meðaltalið í EU og því hefði þurft sér úræðir.

Guðmundur Jónsson, 26.3.2020 kl. 08:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það er ekki vitað um að Íslendingar hafi smitast af erlendum túristum.  Íslendingar fluttu veirun inn sjálfir úr skíðaparadísinni í Ölpunum.  Þetta sést af þeim skimunum sem gerðar hafa verið og jafnvel þó engar hefðu verið skíðaferðirnar hefði þetta borist inn í landið hvort sem er, eins og sést af því að veiran er komin út um allan heim án nokkurra skíðaferða.

"Þríeykið" hefur verið staðfast allan tímann um að farið sé eftir fræðunum, en samt finnst manni að þurfi að fara betur ofan í misræmi ummælanna sem vitnað var til í upphaflegu færslunni.

Vonandi finnst lyf eða bóluefni gegn þessari óþverra veiru innan fárra mánaða, en líklega mun það taka lengri tíma, miðað við fyrri reynslu af þróun lyfja og bóluefna.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2020 kl. 11:07

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Axel karlinn, 

Í öllum þessum líka sérstaka áróðri núna á RÚV, þá held ég menn vilji bara alls ekki minnast á eitthvað sem að gæti styrkt ónæmiskerfið gegn Covid 19, en skv. þekktum niðurstöðum þá eru vítamínin C og D þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið. Þá hafa þessir embættismenn heilbrigðiskerfisins hérna(á RÚV.)auk þess passað vel uppá minnast EKKI á þær meðferðir sem að  Kínverjar hafa verið að notast við með að nota hvítlauk og svo C vítamín. Nú okkar ritstýrða og einhliða RÚV passar auk þess vel uppá að minnast ekki á hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja, því að aðalatrið hjá þeim virtist vera að hræða fólk en EKKI fræða fólk

Það hefur ýmislegt komið ljós varðandi þessar tölur frá Ítalíu, eða Italy: Only 12% of Covid19 deaths Actually List Covid19 as Cause, en í öllum þessum áróðri á okkar einhliða og ritstýrða RÚV, þá má líklegast ekki minnast á sannleikann í þessu máli : "...Report shows up to 88% of Italys alleged Covid19 deaths could be misattributed.. " . Over 99% of coronavirus patients in Italy who died had other health problems

Nú þar sem að okkar ritstýrða og einhliða RÚV drasl hérna talar ekki um hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja, þá vildi ég benda á þessa linka hérna:

12 Experts Questioning the Coronavirus Panic

Censorship or keep spreading fear

Do You Smell A Rat? Corona Virus MADNESS! Dr. Peter Glidden

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 13:03

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Axel karlinn,

Það er EKKI rétt sem að hann Hjálmar er að halda fram þarna eða með, að: "...Umfram allt annað hefur upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings í þessum far­aldri verið til fyr­ir­myndar og ferlið ótrú­lega opið",  þegar að þetta hefur allt saman verið svona líka innilega ritstýrt og einhliða á RÚV, og þar sem að annað hefur bara alls ekki komist í fréttir og/eða hvað þá verið leiðrétt á RÚV.

KV.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband