Eru umsagnir "valinkunnra manna" ekki allar af sama toga?

Vegna afgreiðslu erinda um "uppreist æru" hefur verið farið fram á umsagnir þriggja "valinkunnra manna" um skikkanlega hegðun viðkomandi glæpamanns eftir afplánun fangelsisvistar, oftast í a.m.k. fimm ár eftir tugthússvistina.

Umsagnir þessara "valinkunnu" eru ekki réttlæting af neinu tagi á verknaði glæpamannanna, né ábyrgð á því hvernig þessir menn muni haga sér til framtíðar, en vottunin snýr eingöngu að því að lýsa eftir bestu vitun um óaðfinnanlega hegðun á undangengnum árum, að viðkomandi hafi tekið á sínum málum og jafnvel verið duglegir og samviskusamir í vinnu.

Allt ferlið er hugsað sem aðstoð við viðkomandi afturbataglæpamann að verða virkur í samfélaginu á ný, enda ávallt talað um að fangelsun eigi ekki eingöngu að vera refsins heldur betrun afbrotamannsins.  Sem sagt allt á að snúast um að endurhæfa viðkomandi og gera hann á ný að nýtilegum borgara í þjóðfélaginu, þó það sé fyrst og fremst í hans eigin höndum að vinna sér traust samborgaranna aftur.

Allt væri þetta auðskiljanlegt ef ekki hefði upp á síðkastið nánast verið glæpavætt að hafa skrifað slíkar umsagnir um fyrrum glæpamenn og jafnvel reynt að gera einstaka stjórnmálaflokka ábyrga fyrir þeim glæp umsagnaraðilanna að hafa viljað taka þátt í að aðstoða afturbataglæpamenn í ferli þeirra til að betrumbæta líf sitt.

Það undarlega við umræðuna í þjóðfélaginu er að svo virðist sem hinir "valinkunnu" fái misjafna meðhöndlun eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hafi stutt samkvæmt áliti þeirra sem mest fjalla um málin á samfélagsmiðlunum.

Það virðist sem sagt annað gilda um umsagnir Tolla Mortens en Benedikts Sveinssonar, þó enginn efnislegur munur sé á umsögnum þeirra og báðir að vitna um breytta hegðun manna sem höfðu afplánað fangelsisdóm fyrir viðurstyggilega glæpi.


mbl.is Gögn aftur til 1995 afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að leggja dóm á það hvort Tolli og Solla hefðu átt að veita þessum manni þessa umsögn en samkvæmt því sem hefur komið fram þá var þetta EITT brot framið fyrir 20 árum þegar maðurinn var í neyslu.

Mjög ljótt brot samt. Og það hefur einnig komið fram að maðurinn hafi viðurkennt brot sitt og unnið úr því.

Brot Hjalta nær yfir 12 ára nær daglega misnotkun á barni frá því það var 5 ára. Hjalti hefur aldrei viðurkennt brot sýn og heldur því enn fram að þetta hafi verið ástarsamband milli þeirra.

Svo hefur einnig komið í ljós að Benedikt einn gaf honum meðmæli, hin tvö virðast hafa verið skjalafals...

Hér getur þú skoðað dóm Hjalta með að fara inn á linkinn : Dómur

https://stondumsaman.is/2013/01/16/hjalti-s-hauksson/

SAT (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 15:59

2 identicon

Átti líka að vera :

Mér finnst bara furðulegt að þú leggir þessi tvö mál að jöfnu...

SAT (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 16:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver er að leggja þessi brot, eða önnur, að jöfnu.  Umsagnirnar eu um hegðun glæpamannanna EFTIR afplánun og fyrir lögunum um uppreista æru eru öll brot lögð að jöfnu og farið fram á umsagnir "valinkunnra" manna um hvað þeir þekki til mannanna EFTIR afplánunina.  Í þeim umsögnum er ekkert verið að fjalla um glæpina eða réttlætingu á þeim.

Ég a.m.k. legg brotin ekkert að jöfnu, en ég legg umsagnirnar algerlega að jöfnu enda sambærilegar að öllu leyti.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2017 kl. 17:57

4 identicon

Nei, Axel Jóhann, þessar umsagnir, annars vegar Benedikts Sveinssonar og Tolla Morthens eru alls ekkert sambærilegar.

Tolli skrifaði sjálfur meðmælin með Stefáni eftir að hafa unnið með honum um árabil, hjálpað honum að ná áttum og kynnst vel, og hann gerði það eigin hendi og af fullum hug og stendur við sín meðmæli og undirskrift.

Benedikt skrifaði undir skjal sem Hjalti hafði sjálfur skrifað og lagt fram fyrir hann. Í því stóð að Benedikt hefði fylgst vel með Hjalta og gæti vottað um góða hegðun hans en það reyndist lýgi eins og Benedikt viðurkenndi í yfirlýsingu sinni þar sem hann baðst afsökunar á að að hafa skrifað undir skjal Hjalta.

Viltu endurtaka að þetta sé sambærilegt að öllu leyti?

Gunnlaugur Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 03:24

5 identicon

Já, og kannski ég upplýsi þig um í leiðinni, þar sem þú virðist lítið hafa kynnt þér málið áður en þú skrifaðir þennan bloggpistil, að hin tvö "meðmælabréfin" sem Hjalti skilaði inn voru hvorug skrifuð með það í huga að nota sem meðmælabréf vegna umsóknar um uppreist æru heldur töldu báðir umsagnaraðilarnir að þeir væru að votta um hæfni barnaníðingsins til að stýra vinnuvélum og sem nota ætti með umsókn hans um vinnu hjá öðru fyrirtæki. Annað þessara bréfa falsaði Hjalti svo í ofanálag með því að bæta inn í það eftir undirskrift orðum um hvað hann væri góður maður sem hefði séð að sér vegna brota sinna (sem hann hefur reyndar aldrei gert eins og komið hefur fram). 

Vonandi ferðu ekki líka að halda því fram að þetta sé "sambærilegt" við meðmælabréfin sem Solla og Tolli skrifuðu fyrir Stefán.

Gunnlaugur Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 05:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guinnlaugur, eg ítreka afstöðu mína sem fram kom í lið nr. 3 hér að framan.  Ég er að fjalla um öll umsagnarbréf vegna uppreistar æru og tilgangur þeirra allra er sá sami, þ.e. að aðstoða glæpamenn til að fá full borgaraleg réttindi eftir glæpaferilinn.

Það á ekkert eingöngu við þessa tvo sem þú nefnir og breytir engu þó menn sjái eftir umsögnunum og biðjist afsökunar á þeim.  Það er hins vegar allt annað mál ef þær eru falsaðar.  Þá er slíkur verknaður nýr glæpur og væntanlega verður þá nýtt mál úr því.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2017 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband