Er grænlenski togarinn síðasta hálmstráið?

Miðað við það sem skilja má af fréttum af rannsókn hins dularfulla hvarfs Birnu Brjánsdóttur virðast hvorki vegfarendur né bílstjórar sem voru á ferli um það leiti sem hún hvarf hafa gefið sig fram við lögregluna.  Jafnvel upplýsingar sem virst gætu gagslausar gætu hugsanlega fyllt upp í það púsluspil sem reynt er að raða saman um þennan skelfilega atburð.

Eins og starfsmaður eins skemmtistaðar við Laugaveg sagði, þá á fólk ekki að geta horfið sporlaust í miðborg Reykjavíkur jafnvel þó um nótt sé, því alltaf eru einhverjir á ferli sem ættu hugsanlega að búa yfir einhverjum upplýsingum sem að gagni mættu koma.

Miðað við þær fréttir að bíll, eins og sá sem lýst var eftir, hafi verið í notkun hjá áhöfn grænlensks togara sem lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardaginn og sást á eftilitsmyndavélum á ferli um höfnina á tíma sem virðist passa við aðra atburðarás málsins, er veik von um að stúlkan gæti verið um borð í togaranum.

Vonandi finnst botn í þetta mál sem allra fyrst og sá, eða þeir, sem ábyrgð bera náist og hljóti makleg málagjöld fyrir þátt sinn í þessu óhæfuverki.


mbl.is Rauði bíllinn tengdur grænlensku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður vonar í lengstu lög.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2017 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband