ESBsinnar hætti blekkingum um "pakkaskoðun"

Áhugasamir stjórnmálamenn úr nokkrum stjórnmálaflokkum hafa lengi haldið því að þjóðinni að hægt sé að sækja um aðild að ESB eingöngu til að fá að "kíkja í pakkann" og athuga hvað í honum sé.  

Jafnvel vinstri grænir eru farnir að taka þátt í leiknum í von um að hann gæti opnað þeim leið inn í ríkisstjórn í annað sinn með með sömu blekkingunum og þeir gerðu við stofnun hinnar fyrstu "tæru vinstri stjórnar" með Samfylkingunni.

Oft hefur verið upplýst að ESB tekur ekki þátt í neinum blekkingarleik með pakka til að skoða ofaní, heldur snúist allt viðræðuferlið um hve hratt og vel innlimunarríkið taki upp lög og regluverk stórríkisins væntanlega.

Vegna áróðurs ESBsinna um "pakkaskoðunina" sendi Sr. Svavar Alferð Jónsson fyrirspurn til ESB um þessi mál og svarið var algerlega skýrt og skorinort, eins og sjá má af þessum hluta þess:  "Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem slík­ar (einnig þekkt­ar sem acquis) eru óumsemj­an­leg­ar; þær verður að lög­leiða og inn­leiða af um­sókn­ar­rík­inu. Inn­göngu­viðræður snú­ast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti um­sókn­ar­ríkið tek­ur upp og inn­leiðir með ár­ang­urs­rík­um hætti allt reglu­verk ESB og stefn­ur. Inn­göngu­viðræður snú­ast um skil­yrði og tíma­setn­ingu upp­töku, inn­leiðing­ar og fram­kvæmd­ar gild­andi laga og reglna ESB."

Hvenær skyldu innlimunarsinnarnir fara að ræða málið út frá staðreyndum og sleppa blekkingunum?


mbl.is Reglur ESB „óumsemjanlegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Umræðan um "pakka" í sambandið við Evrópusambandið er og hefur alltaf verið uppfinning Evrópuandstæðinga á Íslandi. Enda var það Jón Bjarnarson og Heimssýnar pakkið sem kom fyrst með þetta fram í umræðunni. Þetta hefur aldrei verið í umræðunni hjá þeim sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið, enda veit það fólk fullvel hvaða ferli liggur þar að baki.

Íslendingar eru búnir að taka upp flestar af þessum reglum nú þegar. Það eina sem er undanskilið eru þær reglur sem snúna að landbúnaði [þar á meðal byggðarstefna ESB], tollamálum, fiskveiðum, evrunni (gjaldeyrismálum). Annað hefur verið tekið upp í íslensk lög sem hluti af EES samningum. Þetta er atriði sem ESB andstæðingar á Íslandi eru ekki að tala um og vilja sem minnst nefna í umræðunni (enda óheiðarlegir með einsdæmum).

Jón Frímann Jónsson, 1.11.2016 kl. 16:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þetta er svona lítið mál og nánast ekkert eftir til að fullgilda innlimun í ESB, af hverju strandaði þá innlimunarferlið í ríkisstjórnartíð Jóhönnu, Steingríms J. og Össurar og var í raun hætt þó því væri ekki lýst yfir formlega?

Þú hefur lengi verið einlægur innlimunarsinni og meira að segja svo mikill að þú vildir endilega láta ríkissjóð taka á sig Icesaveskuldir Landsbankans til að greiða fyrir innlimuninni, svo þér verður ekki skotaskuld úr því að útskýra hvers vegna Össuri tókst ekki einu sinni að klára málið á sínum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 1.11.2016 kl. 16:56

3 identicon

Jón Frímann Jónsson, ert þú virkilega að halda því fram að ESB-sinnar hafi ekki gefið í skyn að það væri hægt að semja um kjör Íslands innan ESB? Eða ert þú bara að tala um tiltekið orðbragð? Í ofanálag ert þú nógu ósvífinn að væna aðra um óheiðarleika!

Við vitum vel að það er búið að taka upp töluvert af þessari reglugerð, það var Innlimunarstjórn Jóhönnu sem stóð fyrir því, þökk sé Vinstri Grænum sem seldu sálir sínar til að næla sér í ráðherrastóla. Það merkir ekki að það sé af hinu góða, né að það sé akkur fyrir okkur að fara alla leið inn í þennan ófögnuð. Ekki eru þessi atriði sem eftir eru lítilvæg mál.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 17:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Frímann er augljóslega að grínast hér að ofan, svo vitlaust er þetta innlegg hans, en verst er að hið meinta grín er því miður ekkert fyndið.

Hérna er "pakkinn" fyrir þá sem vilja skoða hann: Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

Persónulega myndi ég vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin sem allra fyrst, þar sem spurt yrði eftirfarandi spurningar:

Vilt þú að Íslandi gangi í Evrópusambandið?

☐ Já     ☑ Nei

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2016 kl. 18:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta skilaði sér ekki nógu vel, en átti auðvitað að vera svona:

Vilt þú að Íslandi gangi í Evrópusambandið?

   Já       X Nei

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2016 kl. 18:58

6 Smámynd: Elle_

Hafið þið prófað að segja Össuri og öðrum úr dauða flokknum þetta?  Eða var það hann sem skrifaði þarna efst í  no. 1?

Elle_, 1.11.2016 kl. 21:38

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Alveg magnað að heyra suma tala um að láta kjósa um taka á ný upp innlimunarferli og kjósa svo aftur um pakkann, þegar honum hefur verið pakkað inn í níuþúsund blaðsíðna doðrant. Einfaldast er að spyrja þjóðina, eins og Guðmundur bendir réttilega á hér að ofan, hvort hún vilji, eða vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Hversvegna fer þetta svona fyrir brjóstið á mörgum? Það er ekkert að því að láta kjósa um af eða á, með inngöngu. Koma þessari fjandans umræðu út í hafsauga sem fyrst, svo hægt sé að snúa sér að því sem mestu máli skiptir. Góðri stjórn okkar sjálfra á okkar málefnum, eins og fullvalda þjóð.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2016 kl. 01:02

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel ritað um málið hér hjá Axel og öðrum fullveldissinnum.

En þrátt fyrir meiri skynsemi í orðum Halldórs Egils heldur en þeirra mörgu fáfróðu frambjóðenda fyrir kosningarnar, sem jörmuðu "aðildarviðræðna"-stefið hans Össurar og Esb-Benedikts, þá tel ég brýnt -- og raunar brýnasta stjórnarskrármálið -- að gera gangskör að því, að krafizt verði 3/4 meirihluta hið minnsta til að fullveldisafsal megi eiga sér stað til erlends stórveldis.

Minnst 75% kjörsókn og minnst 75% samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði ákvæðið í Sambandslögunum um það, hvernig segja mætti upp þeim samningi. Danir voru vitaskuld miklu stærri þjóð en við, þá sem nú, en þeir voru ekki 1580 sinnum fólksfleiri, eins og Evrópusambandið er í samanburði við okkur. Geysilegur auður safnast saman þar, og sægur klókra embættismanna og diplómata starfar hjá þessu stórveldi, sem vill innlima Ísland, það er löngu vitað, sjá fullveldi.blog.is

Þeir, sem vilja viðhalda sjálfstæði okkar, ættu að hugsa þetta eins og væru þeir uppi á 13. öld og hvað þá hefði verið hægt að gera gegn augljósri landvinningarstefnu Hákonar konungs gamla. Við búum í raun við sama ástand.

Það er fráleitt að ætla okkur að berjast gegn þessu ofurefli með þeirri einföldu lottó- eða rússnesku rúllettu-aðferð að treysta á, að fullveldissinnar nái a.m.k. 50,1% meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við verðum að gera nú þegar ráð fyrir, að yfirgengiilegt áróðursfé Evrópusambandsins til leppa sinna og málpípna og alls konar verkefna hér á landi sé farið að virka og haldi áfram að gera það.

Jafnvel þótt þjóðin sé nógu algáð og meðvituð um ágæti okkar samfélagsgerðar og efnahagskerfis, verðmæti landsins og auðlinda þess, þá geta þeir tímar komið, að við verðum fyrir einhverju hnjaski, efnahags-áfalli sem hafi áhrif á marga eins og bankahrunið; og þá er hættara við því, að ýmsir missi móðinn, fyrir utan að unga kynslóðin virðist ekki nógu meðvituð um þjóðararfinn og mikilvægi okkar sérstöðu, tungunnar, menningarinnar og verkmennta okkar líka, vegna alþjóðavæðingar og tízkustefna sem grípa hugann.

Þess vegna má ekkert ógna því, að við getum varið okkur í krafti laganna, rétt eins og það voru lögin, sem Jón Sigurðsson höfðaði til og nákvæmlega eins og fullveldislög okkar frá 1918 voru grunnurinn að útþenslu landhelginnar úr þremur mílum í 200 á aðeins 25 árum. Jafnvel brezka herveldið stóð okkur þá ekki á sporði, með öllum sínum yfirgangi!

Og þessi lög þurfa að hljóða upp á 75% samsinni þjóðarinnar við breytingu á fullveldi landsins í þágu stærra veldis! Það væri ekki "þjóðin" sem hefði valið Evrópusambandið, ef 52% eða 55% manna gerðu það. Það væri þá gert með því að trampa á hálfri þjóðinni, og um þessa innlimum gætu aldrei náðst sættir á þeim grunni.

Ef ESB-sinnarnir "treysta þjóðinni" í alvöru, þá ætti þetta ekki að vera neitt mál fyrir þá. En frasinn sá er bara yfirvarp, hræsnisskjall sem ekkert mark er á takandi, því að hugur þeirra er í Brussel. Og það er hreinlega sorglegt að heyra og horfa upp á, hvernig sumir þeirra beita stórfelldum lygum sem tæki sínu í þágu þessa tilgangs -- eins og Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín lugu öll í kosningabaráttunni um að Íslendingar kaupi sínar íbúðir á margföldu raunverði. En það er annar handleggur sem ég fer ekki lengra út í hér að sinni.

Jón Valur Jensson, 2.11.2016 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband