Skattaskjólið Ísland og önnur slík

Mikil umræða fer nú fram um eignir í skattaskjólum og er sú umræða ekki bundin við Ísland, heldur fer fram víða um heim og loksins virðist vera að myndast alþjóðleg samstaða um að loka slíkum afdrepum fyrir skattsvikara.  

Stórundarlegt er að ekki skuli fyrir löngu vera búið að gera haldbæra milliríkjasamninga um þetta, þar sem það hlýtur að vera öllum ríkjum kappsmál að allir leggi fram sinn sanngjarna og eðlilega skerf til reksturs samfélagsins.

Margir sem ávaxta fé sitt í nafni félaga sem skráð eru á svokölluðum aflandseyjum hafa talið allar sínar tekjur fram til skatts með eðlilegum hætti og því ósanngjarnt að setja alla í sama flokk sem slík félög eiga, en þá sem notað hafa slíka aðstöðu til skattsvika á að finna og refsa harðlega.

Skattstjórinn í Reykjavík skýrði frá því fyrir nokkrum dögum að samkvæmt útreikningum stofnunarinnar vantaði áttatíuogþrjá milljarða króna í skattgreiðslur til íslenska ríkisins miðað við umsvifin í efnahagslífinu.  

Þar sem erlendu eignirnar teljast varla með í umsvifum innlends efnahagslífs hlýtur hér að vera um skattsvik sem stunduð eru innanlands og vekur upphæðin mikla furðu þar sem hún samsvarar tæpri hálfri milljón króna að meðaltali á hvern Íslending á vinnualdri.

Það þarf greinilega stórátak til að uppræta skattsvik hér á landi og ekki má láta umræður um þá sexhundruð einstaklinga sem skráðir eru fyrir aflandsfélögum trufla þá áherslu sem verður að leggja í þennan málaflokk almennt.

Nokkrir milljarðar í aukið skattaeftirlit yrðu fljótir að borga sig upp. 


mbl.is Sigurður Ingi: Innsýn í undarlega veröld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er alltaf auðveldast að ráðast á þá sem minnst hafa-- miðað við að náið er seð um að örkumla fólk og gamalmenni borgi skatta- og svo konur sem selja kannski nokkur egg- semse eiga 3 til 4 hænur,

 Svo eru í Frettablaðinu í dag að bú í Skagafirði er me' miljónir á mánuði fyrir fatlaða einstaklinga sem ekki eru þar-- ????

 Borga þeir skatt ??

 ERU ÍSLENSKIR STJÓRNMÁLAMENN KANNSKK FLUTTIR Á TORTILLA -- GUÐSBLESS OG GOODDD BÆÆÆÆÆÆÆÆ !

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.4.2016 kl. 19:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Erla, ég held þeir séu annaðhvort fluttir til Fahitas eða Chili con Carne, en hafðu mig ekki fyrir því, þetta gæti alveg eins verið á Nachos.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 23:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er varla von um þroskavænlega umræðu í samfélagi þar sem alvörugefin leggur af stað með mál til athugunnar,  en þá kemur gávaðafólkið með sinn náttúrulausa, sjálfumglaða  húmor og smyr sleipu á slóðina.

Ég biðst innilega velvirðingar á að vita lítið annað um peninga en að það er vont að hafa þá ekki þegar þá vantar og auðvita óttalega kjánalegt af slíkum, að virkja sér ekki svarta peninga með kúbeini þar sem þeir eru hér allt um hring, en þó mest í grennd við Sjerstvarllagöttuna.  

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2016 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband