Skaðinn er væntanlega skeður - Rússlandsmarkaður vinnst tæplega aftur

Ísland lýsti illu heilli yfir þáttöku sinni í viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi með þeim fyrirséðu afleiðingum að íslenskar fiskafurðir og ýmislegt fleira verður ekki á boðstólum í rússneskum verslunum á næstunni og kannski aldrei aftur.

Fram hefur komið í fréttum að almenningur í Rússlandi veit af þessum þvingunum ýmissa ríkja á vesturlöndum, en finnur hins vegar ekkert fyrir þeim þar sem matvæli eru nú flutt inn frá öðrum ríkjum en áður, í sama magni, svipuðum gæðum og á ásættanlegu verði. Enginn matvælaskortur er því í landinu og hinn almenni borgari kippir sér ekkert upp við þetta, enda áhrifin lítil sem engin.

Rússar eru nógu snjallir til að halda viðskiptum með tækninýjungar og fleira sem þeir geta ekki, né vilja, vera án og má t.d. nefna áttahundruðmilljóna króna fjárfestingu, frá Skaganum hf., Marel hf. og fleiri fyrirtækjum, til þess að byggja eina fullkomnunstu fiskvinnslustöð í heimi í Múrmansk með það að markmiði að framleiða sjálfir þær sjávarafurðir sem innanlandsmarkaður þeirra þarfnast í framtíðinni.

Því hefur verið haldið mjög á lofti að Íslendingar hefðu ekki getað staðið utan viðskiptabannsins á Rússa þar sem ekki hefði verið hjá því komist að standa með vinaþjóðum okkar í Evrópu og ekki síður félögum og vinum í NATO, sem þó á enga aðkomu að þessum viðskiptaþvingunum þar sem um hernaðarbandalag er að ræða en ekki viðskiptasamsteypu.

Athygli vekur því að eitt þeirra landa sem tekið hefur að sér að sjá Rússum fyrir ávöxtum og öðrum matvælum sem hægt er að útvega er NATO-landið Tyrkland.  Tyrkir hljóta því að teljast vera svikarar við "vinaþjóðir" sínar og þá ekki síður Íslendinga en aðrar NATO-þjóðir.  

Reyndar er stórundarlegt að ESB, Bandaríkin og NATO skuli ekki hafa fyrir löngu lýst yfir viðskiptabanni á Tyrkland vegna áratuga kúgunar og níðs þeirra á Kúrdum og ekki síður vegna viðskipta þeirra við ISIS í Sýrlandi, bæði með vopn og olíu.

Úr því sem komið er, er ekki hægt að snúa Ísland út úr viðskiptabanninu með góðu móti án þess að gera þjóðina að ómerkingi, en þess í stað verður að viðurkenna afleiðingar þeirra mistaka sem gerð voru með þátttökunni og snúa sér að því að finna aðra markaði en þann rússneska fyrir fiskafurðir landsins og taka þeim skelli sem lægra útflutningsverð mun valda þjóðinni í framtíðinni.

Ef til vill verður dreginn sá lærdómur af málinu að betra sé að hugsa áður en framkvæmt er.


mbl.is Markmiðið að samræma aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svona gerist þegar viðvaningar eru í ráðherra og þingmanna stöðum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.8.2015 kl. 23:33

2 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir: drengilega málsvörnina / fyrir áratuga og alda gömlum samskiptunum við Rússa, sem Íslendingar hafa einungis notið góðs af, í gegnum tíðina.

Þrátt fyrir: margvíslegan ágreining okkar beggja í gegnum tíðina, met ég mikils það raunsæi, sem þú sýnir glögglega, í þessarri færzlu.

Þá: tek ég að sjálfsögðu, undir sjónarmið Jóhanns Flugvirkjameistara fornvinar okkar, vestur í Houston:: fyllilega.

Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband