Vertíðarhasar í ferðamannaþjóustunni

Ferðamönnum á Íslandi fjölgar stöðugt og verða að minnsta kosti 1,2 milljónir á þessu ári og hefur fjölgunin undanfarin ár verið 15-20% árlega.

Öll áhersla hefur verið á að auglýsa landið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir þá sem eiga nóga peninga og eru orðnir leiðir á "venjulegum" ferðamannastöðum.  Þrátt fyrir þessa áherslu virðast margur túristinn ekki tíma að eyða tvöhundruðkalli til að komast á salerni til að sinna óhjákvæmilegum þörfum líkamans til losunar úrgangsefna og leggur allt slíkt frá sér hvar sem hann er staddur þá og þá stundina með tilheyrandi áhrifum á umhverfið.

Raunar er tvöhundruðkallasalernin á landinu allt of fá og endalaust er rifist um það hvernig eigi að plokka nógu mikið af ferðalöngunum til að fjármagna öll þau klósett sem nauðsynleg eru fyrir allan þann saur og þvag sem til fellur frá þessum hópi, sem allar spár telja að tvöfaldist innan tíu ára.

Miðað við öngþveitið sem nú er á helstu ferðamannastöðum er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig það verður þegar ferðamannafjöldinn nær tveim og hálfri milljón.  Verði ekki gripið í taumana strax og þessi þjónusta skipulögð almennilega og ekki síður settar ákveðnar reglur um umgengni við náttúruperlur landsins mun innan fárra ára verða algert öngþveiti vegna ferðamannanna og úrgangsins frá þeim.

Þegar ekki verður lengur hægt að auglýsa Ísland sem land viðernis og fagurrar náttúru og hvað þá hreinleika, mun ferðamannafjöldinn hrynja með tilheyrandi gjaldþrotum í greininni og kreppu í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar a.m.k. ef fyrirhyggjan verður ekki meiri í framtíðinni en hún hefur verið hingað til.

Fram til þessa hefur fiskaflinn verið helsta tekjulind þjóðarinnar og á árum áður komu gríðarleg fiskveiðiár og svo önnur það sem alger ördeyða ríkti.  Stjórn á tekjuöflun sjávarútvegsins fékkst með fiskveiðistjórnarkerfinu og svipað kerfi þarf sjálfsagt að setja upp vegna vertíðarhegðunarinnar sem ríkir í ferðaþjónustunni.


mbl.is Massatúrismi af verstu gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru allt of fá klósett á Þingvöllum miðað við fjöldann allan af ferðamönnum.

Ég var með frænku mín og manninn hennar  í fyrra frá Ameríku  og þau kvörtuðu yfir því að þær upplýsingar sem þau fengu væru þær að það væri frítt á Þingvöll. Þeir fóru þangað, læstu og gengu frá bílnum fyrir neðan almannagjá og gengu þar upp með gjánni en með ekkert klink eða seðla á sér því þau ætluðu bara að skoða en ekki kaupa. Svo gerist það að náttúran kallar. Jú þau ætla á klósettið en þá er bara lok lok og læs. Það var semsagt ekki frítt í Þjóðgarðinn!

Það væri mikið nær að rukka inn á þessa staði, ganga almennilega frá salernum og láta ferðamenn fá upplýsingabæklinga um leið og þeir greiddu gjaldið.

Annars hef ég á tilfinningunni að einkaaðilar sem ætla að rukka, ætli bara að rukka, stinga peningunum í vasann og gera ekki neitt meira fyrir staðina. Þetta er kannski vitleysa í mér en ég hef þetta tilfinningunni. 

Ég hef nú ekki komið í Kerið eftir að það var byrjað að taka gjald fyrir það, en þætti vænt að fá að vita hvort eitthvað hafi verið gert þar fyrir innkomuna frá ferðamönnum. Er t.d salerni þar? Einhverjar upplýsingar um staðinn ......................

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 21:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vertinn við Gullfoss kvartar yfir því að ferðamenn segist hafa fengið þær upplýsingar að ekki þyrfti að borga fyrir neitt annað en gistingu og mat á Íslandi og neitaði því að greiða klósettskattinn.  Jafnvel ýti fararstjórar undir að túristarnir geri uppsteit út af tvöhundruðkallinum sem reynt er að innheimta þar fyrir salernisferðirnar.  Auðvitað verður að fjármagna byggingakostnað, rekstur, þrif, pappír og annað sem til fellur við rekstur salernanna enda kostar þetta allt saman stórfé á hverjum stað.

Það er í sjálfu sér hægt að telja sjálfum sér trú um að hvergi sé rukkað sérstaklega fyrir salernisnotkun á veitingahúsum, en ekki er í raun hægt að ætla að þau sjái um slíkan rekstur fyrir þá sem ekkert skipta við staðinn að öðru leyti en að nota náðhúsin.

Einnig og ekki síður þarf að reisa og reka salerni út um allt land og upp um fjöll og firnindi, ef halda á landinu sómasamlega hreinu eftir umferð milljóna ferðamanna og einhvern veginn þarf að fjármagna dæmið, jafnvel rekstur ómerkilegustu kamra kostar sitt. 

Þetta hvorki rekur sig eða fjármagnar sjálft, eins og maðurinn sagði.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2015 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband