Enn ein rök ESBsinna jörðuð

Eitt helsta áróðursbragð innlimunarsinna Íslands í væntanlegt stórríki ESB hefur verið að með því yrði landið skyldugt til að fella niður tolla á innfluttum vörum frá öðrum sýslum stórríkisins væntanlega.

Þrátt fyrir að stöðugt hafi verið bent á að Íslendingar gætu fellt niður tolla hvenær sem þeim sjálfum sýndist, hafa ESBsinnarnir ávallt gert lítið úr slíkum rökum og haldið sig við áróðurinn um að slíkt væri ógerningur nema með fyrirskipunum frá kommisörum ESB.

Nú hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðað að tollar skuli felldir niður af fatnaði og skóm um næstu áramót og árið eftir verði allir aðrir tollar aflagðir, aðrir en tollar af matvælum.  Tollar á matvæli eru háðir gagnkvæmum samningum við önnur ríki heimsins og ekki klókt af Íslendingum að fella þá tolla niður einhliða.

Undanfarið hefur lítið farið fyrir innlimunarsinnum í ESB, enda allt í óvissu þar innan dyra vegna ástandsins í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írlandi svo nokkur lönd séu nefnd, en alvarlegast er auðvitað hörmungarástandið í Grikklandi og óvissan um framtíð evrunnar, bæði hvort Grikkir geti haldið áfram að nota hana sem gjaldmiðil og ef ekki hvaða áhrif þetta ástand mun hafa á framtíð evrunnar sem slíkrar.

Það er líklega engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar skuli vera í frjálsu falli, enda nánast eina stefnumál þeirra, þ.e. ESBruglið, brunnið til ösku sem fokin er út í veður og vind.


mbl.is Boðar afnám allra tolla 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ánægjuleg frétt, Axel: afnám allra tolla 2017!

Undanskildir eru matartollar og rétt hjá þér: "ekki klókt af Íslendingum að fella þá tolla niður einhliða." Við geum þá t.d. boðið niðurfellingu þeirra í skiptum fyrir niðurfellingu á útfluttum fiski og kjöti.

Þetta minnir mig reyndar á nokkuð sem ég var nýbúinn að lesa í Árferði á Íslandi eftir Þorvald Thoroddsen (Kh. 1916-17, s. 353-4, leturbr. mín):

"Það má í rauninni handvömm heita, að menn og skepnur skuli verða að þola hungur og jafnvel deyja úr sulti í öðru eins matarlandi eins og Ísland er, sem ekkert framleiðir annað en eintóm matvæli."*

Merkilegt að sjá þetta svona fram sett, og ólíkt er ástandið nú!

Hér getum við þó bætt við (um útflutningsvörur fyrri alda): ullarvörum unnum sem óunnum og lýsi til upplýsingar í borgum Evrópu.

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 13:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa:

Við getum þá t.d. boðið niðurfellingu þeirra (matartolla) í skiptum fyrir niðurfellingu á innflutningstollum annarra ríkja á fiski og kjöti frá Íslandi.

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 13:30

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - Bjarni B lofar ýmsu núna.  hann lofaði líka að leyfa íslendingum að kjósa um framhald á ESB málinu - sveik það og mín spá er að fleiri 'loforð' bb verða svikin.  annað varðandi ESB og tolla - detta ekki líka niður 'vörugjöld' þegar við göngum inn í ESB og svo detta líka niður tollar af matvælum sem skiptir flest okkar miklu máli

Rafn Guðmundsson, 10.7.2015 kl. 14:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sko til, einn ESB sinni sem enn lemur höfðinu við steininn.  Skelfingar vonbrigði verða það fyrir þessa þrjóskustu þegar tollarnir verða felldir niður, eins og þegar er búið að gera við vörugjöldin.  Tollar af matvælum verða lækkaðir í framtíðinni með samningum við aðrar þjóðir, en hins vegar virðast ekki allir gera sér grein fyrir því að stór hluti þjóða heimsins stendur utan við ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 10.7.2015 kl. 16:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er mjög svipað og með verðtrygginguna á neytendalánum.

Það hefur lengi verið áróðursbragð aðildarsinna að reyna að halda því fram að afnám hennar sé ómögulegt án ESB-aðildar.

Núna er komið að Bjarna að sýna fram á að sá ómöguleiki sé aðeins rofi milli skynjunar og veruleika um að kenna.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2015 kl. 16:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fremur legg ég til, að Bjarni og SigmundurDavíðknýi fram samþykkt laga sem gerir ríkisstjórnina beinlínis ábyrga fyrir vaxtaákvörðunum.

Niður með þann seðlabankastjíra sem þykir 5% vextir ibúðalána ekki nógu mikið (ætlar senn að hækka stýrivexti), þótt verðtryggðir séu að auki!

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 17:26

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í langflestum tilfellum eru fastir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum, þannig að stýrivextir hafa ekki bein áhrif á þau.

Það er fyrst og fremst verðtryggingin sem er hinn breytilegi og ófyrirsjáanlegi þáttur í verðtryggðum fasteignalánum.

Fáránleiki þeirra sést best á því að það dugði ekkert minna en Íslandsmet í lágri verðbólgu til að þau yrðu hagstæð.

Ef verðbólgan sveiflast svo yfir 2,5% á ný byrja veldisáhrifin af verðtyggingunni aftur og þá er voðinn vís.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2015 kl. 17:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það á einfaldlega að setja vaxtaþak á verðtryggð íbúðalán.

Svo er ég með Mastercard-reikning hjá Arion-banka sem var að tilkynna mér með bréfi að fastir vextir á úttektarheimildinni þar muni nú hækka úr 12% í 12,5%! Engin furða að þessir bankar skila hver um sig margra milljarða tuga hagnaði á hverju ári.

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 17:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í þessari grein er ekkert verið að tala barnamál og sá sem lætur í sér heyra hefur áður hitt naglann á höfuðið:  http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/07/12/evran_meirihattar_glaefraspil/

(Til að lesa greinina þarf að sverta línuna, hægri smella á músina og smella svo á linkinn)

Axel Jóhann Axelsson, 12.7.2015 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband