Lýðræðið og lýðveldisafmælið fótum troðið

Einhver hópur hefur rottað sig saman á Facebook og sammælst um að fjölmenna á Austurvöll í fyrramálið, 17. júní, og eyðileggja þá virðulegu hefð að leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, í tilefni af lýðveldisstofnuninni þann dag árið 1944.

Annað markmið hópsins er að öskra og veifa spjöldum með kröfum um að ríkisstjórnin segi af sér, eða verði sett af ella.  Ekki er vitað hverja þessir æsingaseggir ætla að setja í ríkisstjórnarstólana ef áætlanir þeirra ganga eftir.

Einkennilegt er að fólk sem aðhyllist skoðanir sem taldar eru til vinstri í stjórnmálum skilja ekki eðli lýðræðisins, en í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum ræður vilji meirihluta þjóðarinnar sem fram kemur í kosningum hverju sinni. Núverandi stjórnarflokkar fengu góðan meirihluta í Alþingiskosningum fyrir rúmum tveim árum og hafa fullt umboð kjósenda til að stjórna í tvö ár til viðbótar.

Það er nánast ótrúlegt að óeirðaseggir skuli ætla að fótum troða bæði lýðræðið sjálft og hefðbundin hátíðahöld í minningu þeirra sem börðust fyrir lýðveldinu á Íslandi, sem endaði síðan með stofnun þess á Þingvöllum árið 1944.

Allir siðaðir Íslendingar hljóta að fordæma svona óhæfu á þessum degi.


mbl.is „Samfélagsmiðlar hafa breytt mótmælum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála.  Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN.  Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað".

Jóhann Elíasson, 16.6.2015 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er sammála ykkur báðum, Axel og Jóhann, þetta á ekki við á þessum degi, en hitt gæti þó orðið eðlilegt að nota einmitt þennan dag til mótmæla, ef stjórnvöld landsins ætluðu sér að vinna gegn lýðveldinu með því að leggja það eins og sláturkepp inn í allsherjarkaupfélag stórveldabandalags.yell

17. júní á að vera sameiningardagur fullvalda, frjálsrar þjóðar.

Til hamingju með daginn, Íslendingar! smile

Jón Valur Jensson, 17.6.2015 kl. 02:26

3 identicon

Góðann meirihluta atkvæða? 

Þú meinar minna en helming greiddra atkvæða, og hafa sterkann þingmeirihluta í skjóli misvægis atkvæða og uppbótarþingmanna?

Þú hlýtur að hafa verið að meina það.

Siggi (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 13:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei Siggi, ég meina meirihluta greiddra atkvæða og 38 þingmenn af 63.  Þú breytir ekki niðurstöðu kosninga eftir eigin höfði og belgir þig svo út með þá sögufölsun eina að vopni.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2015 kl. 14:18

5 identicon

Sögufölsun?

Greidd atkvæði - 193792
Ríkisstjórnin - 96627
Hlutfall af greiddum atkvæðum = 49,86%

Þú talaðir um góðann meirihluta, þetta er nú allur meirihlutinn. Með því að benda á staðreyndir þá er ég að "belgja mig út með þá sögufölsun eina að vopni", það var þá sannleiksástin :)

Siggi (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 14:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 24,4%.  Þetta gerið 51,1% og þar með góður meirihluti, þar sem önnur atkvæði skiptust á marga flokka.  Þetta getur þú séð hvar sem er þar sem úrslitin eru birt, t.d. hérna:  https://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2013#.C3.9Arslit

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2015 kl. 15:28

7 identicon

Gamli Símahrellirinn JVJ veður hérna fram til að tjá sig. Grey karldruslan er orðin svo gamall  að hann man ekki sjálfur til hvers hann hvatti : "

"Vér mótmælum allir" – man það einhver? Mótmælum á þessum 17. júnímorgni, mótmælum Icesave-svikasamningi, mótmælum Esb-skósveinum á Alþingi!            "    

(Tekið frá http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/1802521/)

Ég má mótmæla en ekki þu segir gamli hrellirinn. Ekki sama Jón  eða Jón hValur

thin (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 15:51

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur útskýrir sjálfur hverju hann var að mótmæla á sínum tíma og af hverju þennan dag.  Ég réttlæti það hreint ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2015 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband