Óboðleg forysta

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, viðurkennir að forystu bandalagsins hafi verið fullljóst að ekki myndu nást kjarasamningar fyrir opinbera starfsmenn fyrr en eftir að samið hefði verið á almennum vinnumarkaði.

Samt stefndi BHM sínum félagsmönnum í verkfall fyrir tíu vikum og lamaði þar með nánast allt samfélagið og verður því ekki annað séð en að tilgangur verkfallsins hafi eingöngu verið sá að reyna að klekkja á ríkisstjórninni en ekki til að ná fram kjarasamningi.

Nú þykist Þórunn vera yfir sig hneyksluð á lagasetningu ríkisstjórnarinnar um Kjaradóm vegna deilunnar við opinberu starfsmennina, sem alls ekki hafa verið til viðræðna um sambærilega saminga og aðrir hafa gert, en í þeim samningum var höfuðáhersla lögð á hækkun lægstu launa en þeir betur launuðu fengu minna.

Einnig fer Þórunn mikinn vegna lagasetningarinnar þó hún hafi sjálf samþykkt svipuð lög þegar hún var þingmaður, en afsakar það með því að þá hafi aðstæður verið þannig að flug myndi leggjast niður og landið þar með lokast.

Nú hefur hún minni áhyggjur af því að sjúkrahús landsins séu nánast lokuð eins og margar aðrar opinberar stofnanir.


mbl.is Studdi lagasetningu fyrir 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur aldrei verið friður þar sem Þórunn er

og fastlega má gera ráð fyrir að lagasetning á verkföll

verði bara venjubundinn ferill

meðan hún veitir samtökunum forystu

Grímur (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 16:12

2 Smámynd: Landfari

Þtlar konan virkilega að bjóða almenningi að kaupa svona billegar afsakanir.

Varst að þó boðið sé upp á svona ódýrar afsakanir þá slær það ekki á verðbólguna því afsakanir eru víst ekki neysluverðsgrunninum.

Ómögulegt að túristarnir komist ekki til landsins en allt í lagi að loka spítölunum.

Er þetta sama konan og fór að læra siðfræði á launum hjá ríkinu?

Landfari, 12.6.2015 kl. 16:20

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Icelandair var og er ekki eina flugfélagið sem er með flugþjónustu til Íslands, þar af leiðandi hefði flug ekkert lagst niður og landið hefði ekkert lokast.

Á hinn bóginn þá næstum því aðeins einn aðili sem er með heilbrigðis þjónustu á Íslandi og þá sérstaklega með rekstur sjúkrahúsa.

þar af leiðandi er það mikið meira áríðandi að setja lög á þetta verkfall og ef að forysta BHM lítur á að það sé meira áríðandi að þjónusta ferðmenn frekar en að bjarga lífi landsmanna, þá á að taka verkfallsréttinn af þeim, sem BHM átti aldrei að fá.

Spurning kemur í huga mér; hvað ættli það hafi verið margir sem hafa og koma til með að missa Lífið út þessu verkfalli BHM? Við fáum aldrei að vita þá tölu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.6.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband