"Þetta er nú bara helv.... lygi"

Stundum þegar einhver segir ótrúlega sögu, dettur ósjálfrátt upp úr áheyrandanum:  "Þetta er nú bara helvítis lygi", eða "Segðu manni nú eitthvað sennilegra en þetta".

Þannig eru viðbrögðin við viðhangandi frétt um að tíu ára stúlka í Houston í Texas hafi verið kærð fyrir að nauðga þriggja ára gömlum dreng.  Ekki síður er ótrúleg meðferð á tíu ára barni í réttarkerfinu í Houston ef eftirfarandi kafli úr fréttinni er réttur:  "Stúlkan var handtekin í síðustu viku og haldið í unglingafangelsi í fjóra daga án lögmanns þar til Quanell X, leiðtogi New York Black Panther samtakanna í Houston greip inn í. Gegnir hann nú starfi lögmanns hennar."

Ef einhver fótur er fyrir þessari frétt, þá er greinilegt að þeir sem að þessari handtöku og ákæru hafa staðið eru ekki alveg eins og fólk er flest á andlega sviðinu og ekki síður er margt bogið við réttarkerfið í Texas ef yfirleitt er hægt að  fá slíkt mál tekið til meðferðar fyrir dómstólum. 


mbl.is 10 ára ákærð fyrir að nauðga 3 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við hverju er að búast af skólakerfi sem útskrifar nemendur 18 - 19 ára sem kunna varla eða jafnvel ekki að lesa. Ef menn halda að lögreglan í Texas (USA) sé með BS eða Meistra Háskólagráður þá er það algjör misskilningur.

En ég hef líka spáð í hvernig 10 ára stílka fer að nauðga þriggja ára dreng og á erfit með að sjá hvernig það er gert. Fyrrverandi Forseti USA sagði; blow job is not considered sex og miljónir manna virtust samþykkir Forsetanum enda endurkjörinn.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 13.8.2013 kl. 18:08

2 Smámynd: Benedikta E

Þetta er hryllingur hvernig sem á það er litið - hvort sem það er satt eða logið upp.

Benedikta E, 13.8.2013 kl. 18:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hef grun um ýkjur eða lygar,því blöð seljast betur hafi þeir “sannar” hryllingssögur á hraðbergi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband