Atvinnubótavinna í stađ varanlegrar atvinnuuppbyggingar

Í heimskreppunni á fyrri hluta síđustu aldar skapađist mikiđ atvinnuleysi hér á landi eins og annarsstađar og ţá gripu sveitarfélög, t.d. í Reykjavík, til ţess ráđs ađ ráđa atvinnulausa í svokallađa "atvinnubótavinnu", enda ekki um neinar atvinnuleysisbćtur ađ rćđa og neyđin var víđa mikil á heimilum landsmanna.

Nú er svo komiđ, í upphafi tuttugustuogfyrstu aldar, ađ grípa ţarf til sömu úrrćđa og gert var fyrir 70-80 árum, ţ.e. ađ koma á atvinnubótavinnu vegna langvarandi atvinnuleysis fjölda fólks, sem búiđ verđur ađ fullnýta rétt sinn til alvinnuleysisbóta á nćstu mánuđum.

Ríkissjóđur, sveitarfélög og samtök atvinnurekenda ćtla ađ taka höndum saman um ađ "búa til" á ţriđja ţúsund tímabundin störf, sem ţeim er missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta munu standa til bođa í allt ađ sex mánuđi.

Atvinnuleysissjóđur mun eftir sem áđur standa undir meginhluta kostnađarins viđ atvinnubótavinnuna, eins og fram kemur í fréttinni: "Heildarkostnađur Atvinnuleysistryggingasjóđs vegna verkefnisins er áćtlađur 2,6-2,7 milljarđar króna en tillagan er lögđ fram til umrćđu međ fyrirvara um endanlega fjármögnun og almenna ţátttöku sveitarfélaga."

Svona er nú komiđ í atvinnumálum ţjóđarinnar, eftir hatramma baráttu ríkisstjórnarinnar gegn hvers konar varanlegri atvinnuuppbyggingu í landinu  undanfarin ár. 

 

 

 


mbl.is Sveitarfélög skapi 660 störf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband