Hækka vexti í niðursveiflu?

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir meiri líkur en minni á því að stýrivextir bankans verði hækkaðir í ágúst vegna þess að stjórnvöld ráða ekkert við verðbólguþróunina í landinu.

Verðbólgan núna er af flestum rakin til þess að gengi krónunnar hefur verið að veikjast í gjaldeyrishöftunum þó seðlabankinn ætti að geta ráðið genginu, einmitt vegna haftanna, og því hafa innfluttar vörur hækkað mikið upp á síðkastið. Aðrir vilja kenna of miklum launahækkunum um að eiga sinn þátt í verðbólgunni og enn aðrir hafa bara ekki hugmynd um orsakirnar, þar á meðal er ríkisstjórnin sem heldur að skattahækkanir dragi úr verðbólgu í stað þess að auka hana.

Samkvæmt upplýsingum úr skattskrám eru Íslendingar hættir að taka ný lán og eru heldur farnir að greiða niður þau eldri, enda er enginn að fjárfesta eitt eða neitt, hvorki einstaklingar né atvinnulífið.

Að ætla að hækka vexti á lánum þegar engin eftirspurn er eftir þeim er álíka gáfulegt og að stórhækka verð á vörum sem seljast alls ekki.


mbl.is Líklegt að vextir hækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Hér er austur-þýska hagfræðin að verki. Ekki vera að trufla bjargvættina á meðan að þau sigla okkur hraðbyri inní dýrð sósíalismans.

Hvumpinn, 26.7.2011 kl. 20:25

2 identicon

- rætinni athugasemd eytt -

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 20:32

3 identicon

Er ekki allt i lagi með klikkhausinn i Seðlabankanum.

Halldór Karlsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 21:03

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Ef vaxtahækkun verður, hittum við bara ekki annan vegg til niðursveiflu. Ég held að þessir snillingar í seðló þurfi að fara að hætta að reykja þessar jónur!

Ómar Gíslason, 26.7.2011 kl. 21:28

5 identicon

Sæll Axel. Mér líst illa á þetta ástand. Og því miður er enginn "patent" lausn á þessu.

Hvort sem íslenska hagkerfið ætlar að troða marvaðan á krónunni um ævarandi framtíð eða hvort við ætlum að stefna að færa okkur yfir á stærra myntsvæði og þá er fátt annað í boði en að fara í Evrópubandandalagið með kostum þess og göllum, en það má ekki á milli sjá hvor stendur sig verr enda stendur Bandaríska hagkerfið ekki vel. Íslenska hagkerfið er að minnka og það eru í raun bakhliðin á gjaldeyrishömlunum sem núna eru í gildi. Það er verið að reyna að spinna hagkerfið upp en hér er lítið að gerast.

Klárlega treysta menn sér ekki til að fleyta krónunni enda munu men þá sjá fram á algjört hrun hennar og raunar er aflandsgengi Evrunnar komið yfir 260 íKr raunar 263.4 Íkr í dag og það liggja um 400 miljarðar læstir inn í hagkerfinu sem munu flæða út og raun getur höggið orðið hreint gríðarlegt og verðbólguskot í framhaldi af því þetta gæti hugsanlega orðið meira en þegar krónan hrundi 2008. Forsenda þess að hagkerfið stækki og einhver vilji leggja til fé í atvinnustarfsemi til aðstækka þjóðarkökuna er afnám gjaldeyrishaftanna algjört grundvallaratriði og það mun hins vegar þýða vaxtahækkanir enda geta menn ekki hægt að hafa neikvæða stýrivexti en of lágir stýrivextir lækka gengi krónununa og eykur verða.

Hitt grundvallaratriðið fyrir að ná tökum á hagstjórninni eru nær hallalaus fjárlög og því miður virðist þetta ekki ganga vel enda eru næstum 130 miljarða halli á síðasta ári og þá eru útjgjöldin yfir 600 miljarða meðan tekjurnar (skattarnir) eru um 470 miljarðar.

Raun erum við komin svo langt út á plankan að við getum ekki leyft okkur þetta öllu lengur enda erum við að brenna upp því fé sem við tókum að láni hjá IMF og verðum að óbreyttu búin að brenna því innan 3 ára og þá erum við aldeilis í "deep shit". Það er augljóslega ekki tækifæri til meiri skattheimtu og þá verður þá allt þetta að verða fjármagnað með niðurskurði í ríkusútgjöldum. Raunar er tekjuhrunið að sumu leiti hulið þar sem fólk er að taka út aukalífeyrissjóðssparnaðinn sinn sem augljóslega er tímabundið ástand og að óbreyttu munu tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga taka dýfu niður á við innan 2 ára.

Það að halda að hagkerfið fari að vaxa eitthvað gríðarlega með skattalækkunum á bak við krónumúr og gjaldeyrishöft er hreinræktuð óskhyggja/draumórar. Niðurskurði í ríkisútgjöldum mun leiða til fjöldaatvinnuleysis og þetta mun í raun reka á eftir atgerfisflóttan.

Raunar er það vel við hæfi að hafa fyrrum marxistan í Seðlabankastólnum og sósíalistan Steingrím í stól fjármálaráðherra enda minnir hagkerfið fremur á Kúbu og Venezuela en alvöru vestrænt hagkerfi.

Menn eru að kremjast við að skera niður og því lengur sem þetta dregst því minna verður hagkerfið. Ef við gerum ráð fyrir að skatttekjur verða um 450miljarðar þá þarf hreinlega að skera burtu nær 160 miljarða sem þýðir yfir 25% niðurskurð á ríkisútgjöldum. Þetta þýðir niðurskurð og uppsagnir og það er til viðbótar því sem nú er.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 00:27

6 identicon

Það er því miður augljóst að Seðlabankinn þarf að skrúfa niður krónuna enda er munurinn orðinn hreint gríðarlegur á aflandsgengi og seðlabankagengi enda hefur í raun þjóðarframleiðala Íslands sífellt minnkanndi og skuldasöfnunin heldur áfram og þessi jákvæði viðskiptahalli er allt of lítill enda byggist hann á minnkuðum innflutningi. Íslensk velferðarkerfi verður einungis fjármagnað af skattheimtu af Íslendingum og við erum með kerfi sem er Íslendingum ofviða og það þýðir að lækka þarf standardinn á opinberri þjónustu með lægri tilkostnaði. Það er eins og lélegur brandari að halda að að hér tæki efnahagslífið vaxtakipp ef skattar væru lækkaðir en það eru í raun lágir skattar á fyrirtækjum á Íslandi miðað við nágrannalöndin.

25% niðurskurður á ríkisútgjöldum er í raun það sem þarf en vonandi verður það tímabundið. Raun hefði átt að gera þetta straks við hrun en menn hafa tekið sér allt of langan tíma í þetta þegar við erum komin með vatnið upp í háls. Klárlega hefur þessi ríkisstjórn ekki staðið sig í atvinnusköpun en klárlega mun lítið sem ekkert gerast á bak við gjaldeyrihöftin.

Væri í raun ágætt að fá kosningar í kringum þá staðreynd að skera þyrfti ríkisútgjöldin um 25%. Í siðvæddum löndum kemur hver flokkur fram með sitt fjárlagafrumvarp um skatta, álögur og niðurskurð og síðan er þetta reiknað út af opinberri stofnun og fær stimpil þetta tíðkast á Norðurlöndum en á Íslandi hefur þessu aldrei verið slíku farið hér eru stunduð frumstæð ættbálkastjórnmál sem byggjast á yfirboðum og óskhyggju enda er í raun engin tilviljun hvernig fyrir okkur er komið.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 00:51

7 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Já, það eru spennandi tímar framundan á Íslandi.

Er ekki bara best að pakka niður og koma sér í burtu Gunnr?

Arnar Bergur Guðjónsson, 27.7.2011 kl. 00:58

8 identicon

Arnar

Því miður held ég að margir muni fara en ástandið er ekki alls staðar jafn gæfulegt og aðstaða fólks mismunandi og fólk miseftirsótt.

Væntanlega er lítil eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum, elli- og örorkuþegum eða íslenskum lögfræðingum eða viðskipta-/hagfræðingum. Raunar hefur fólk haft það ótrúlega gott á Íslandi.

Væntanlega er ENRON /Ponzi fjármálafléttur löglegar á Íslandi, það þarf að sanna að fólk hafi haft glæpsamlegan ásetning sem er í raun ógerlegt nema fólk þá játi og það játar enginn neinn á Íslandi og eins og ég hef skrifað áður ef EXETERdómurinn yfir Byrs mönnum verður staðfestur í Hæstarétti getur Sérstakur saksóknari bara lagt málið dautt, það sem kostar áratuga fangelsisvist í td. Bandaríkjunum eru venjulegir viðskiptahættir á Íslandi. Til viðbótar þessu eru fyrri dómar Hæstaréttar í raun staðfesting á réttleysi minnihlutahluthafa hlutafélaga enda er Íslenskur hlutabréfamarkaður dauður.

Það er væntanlega lítill áhugi á að leggja fé í íslensk fjármálabix. Það þarf að standa bak við einhver vitræn starfsemi enda eykst ekki hagvöxtur við það að flytja inn fleirri bíla eða annað dót.

Það þarf fyrst að skapa lagalegan og siðferðilegan grundvöll undir viðskiptastarfsemi. Það að hlutfélög skili ekki inn ársskýrslum þýðir í raun það að þau eru í raun leyst upp innan skamms tíma á Norðurlöndum en á Íslandi er þetta álitið eðlilegt. Raunar veit ég að margir þeirra sem hafa verið að reka fyrirtæki kunna það ekki enda verður þetta að skrimta í kringum núll púnktin og forðast lántökur. Lífið með skuldsettar yfirtökur er að mestu liðin tíð.

Þeir sem vilja alvöru buisness koma sér margir burtu. Klárlega liggur fyrir minnst áratugur ef ekki tveir af stöðnun og basli. Það sem merkilegast er hverning þeim hefur tekist að halda lofti í þessari gríðarlegu eignabólu en lánastofnanir eiga víst yfir 3000 íbúðir. 45% fyrirtækja geta ekki greitt af skuldum sínum en það sem íslensk stjórnmál hafa því miður haft sem sérgrein er að fela/hylja vandamálin en helst ekki taka á þeim. Klárlega sorglegt að horfa upp á þetta.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 01:56

9 identicon

Það eru margir sem vilja þjóðvæða/ríkisvæða íbúðarskuldir fólks sem væri í raun tilraun sem aldrei hefði verið gerð nokkurs staðar, en það vill víst enginn lána okkur fyrir því og augljóslega verður þetta greitt með skuldsetningu ríkissjóð og að lokum í háum skattaálögum. Verðtrygging krónunnar er í raun skilgetið afkvæmi örmynntarinnar krónu og það kæmi væntanlega ekker betur út að hafa fljótandi vexti fyrir skuldendur. Raunar get ég ekki séð að lánveitendur ekkert grætt þótt þeir fái fleirri krónur enda eru það útvatnaðar krónur. Það er í raun hægt að meta verð í hversu marga glænýja Toyta Landkrúsera fólk gat keypt fyrir húsnæðið 2005 og núna 2011. Fjölskylda sem fékk lánaða 4 Landkrúsera borgar ríflega 4 nýja Landkrúsera til baka en það er stór munur á þeirri krónutölu sem þessir bílar kosta.

Ef þriðji aðili vill breyta lánskjörum eftirá þýðir það í raun eignaupptöku og verður það á kostnað ríkisins. Sjómenn fá laun tengd aflahlut og það er Evru/pund tenkt meðan aðrir hafa tvo kosti að þiggja verðfelldar krónur og selja vinnu sína á útsölu eða koma sér burtu út úr íslenska hagkerfinu.

Raunar hafa margir þeir sem vilja halda í krónuna um aldur ævi en það þýðir í raun hátt vaxtastig, ef ekki verðtrygging þá háir stýrivextir og sveiflukenndir, sveiflukennd króna með væntanlega tíðum verkföllum og vinnudeilum og það ástand er í raun það eðlilega ef miðað er við hagsögu Ísland.

Það hafa verið tímabil hafta fyrst gengishafta með margöldu gengi, síðan skömmtunum og síðan tímabil óðaverðbólgu en tímabilið frá um 2000 til 2008 var undantekningin en þau ár koma sem betur fer aldrei aftur enda verðum við lengi að borga af þeim.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 02:18

10 identicon

Allt frá því þessi (ó)stjórn tók við höfum við verið í lofttæmi, þ.e. atvinnulífið fær ekkert svigrúm til neins. Ég nefndi það í bloggheimum í kvöld að við séum í vítarhring eymdar, sovét-eymdar, það er ekkert annað sem þessi kommastjórn getur boðið uppá, það þarf ekki annað en að skoða hvernig hún vill/hefur reynt að leysa úr málum.

Þórarinn (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 03:42

11 identicon

Þórarinn.

Ég gef í raun ekki mikið fyrir þessa stjórn sem nú situr en vandræðin eru þau að stjórnarandstaðan er í raun litlu betri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir skattahækkanir, niðurskurð og skort á opinberum framkvæmdum (!!!) Raunar var hagkerfinu ekið út í móa fyrir hrun og Samfylkingin sat í bílnum síðustu metra frá hruni. Þjóðin hló og skríkti og hvatti bílstóranna til að gefa í. Bílstjórinn er í fullri afneitun og kennir þeim sem er að draga bílinn upp úr skurðinum um ófarirnar, bíllinn var ekki skoðaður og ökumaðurinn ölvaður enda byggðist mikið af þessu á uppblásnu egói og þjóðarhroka. Raunar héldu ákveðin samtök vogunarsjóða árlega hátíð á Íslandi að mig minnir 2006 og veittu Seðlabanka Íslands háðsverðlaun fyrir gengisvarnir og veitt aðalhagfræðingur SÍ veitti þessu viðtöku og kosnaðurinn við Gjalþrot Seðlabankans var næstum 400 miljarðar en heildarskattekjur á Íslandi í fyrri voru um 470 miljarðar.

Gígantískur viðskiptahalli árum saman byggður á uppblásinni ofurkrónu sem í raun hefur komið næstum öllum alvöru iðnstarfsemi á kaldan klaka með hágengisstefnu sinni. Þennsla i ríkisrekstrinum var slík að raunaukning á ríkisútgjöldum var um 43% frá 2000 til 2008 og fjöldi ríkisstarfsmanna var um 27% á sama tímabili og til að bæta gráu ofan á svart bætist við gríðarlegur vaxtakostnaður. Menn skáru við hrun aftan úr hagkerfinu skuldir bankanna sem voru næstum 8000 miljaðar en það leysir langt í frá allan vanda enda höfðu menn verið í fleirri mánuði/ár fyrir hrun að undirbúa þessa óumflýjanlegu magalendingu.

Þessi stjórn sem nú situr tók án efa við versta búi sem um getur en hefur samt spilað hræðilega úr spilunum og núna tæpum 3 árum basir lítið við annað en stöðnun og áframhaldandi samdráttur. Við sitjum með afleiðingar bilaðrar hagstjórnar síðasta áratugar þar sem er nær gjörsamlega búið að ganga af allri iðnstarfsemi dauðri og tekur langan tíma að byggja þetta upp aftur. Okkar eini möguleiki er uppbygging orkufreks iðnaðar og þar bitnar lítil tiltrú og hár vaxtakosnaður á okkur eins gjaldeyrishömlur og skattastefna enda fær þjóðfélagið neinar tekjur af óbeislaðri orku nema þá af ferðamennsku hluta árið og það er í raun smáræði miðað við það sem til þarf. Bankarnir eru augljóslega ekkert annað en gjaldþrota innheimtustofnanir þrotabúa. Klárlega er ekki hægt að reka íslensk þjóðarbú með verslun/innflutningi. Næstu 2 ár verða ennþá vel launuð störf skilanefnda og lögfræðinga við að verja og sækja mál tengd fjármálagjörningum síðasta áratugar en síðan mun blasa við ísköld framtíðin. Tap lífeyrissjóðanna er hreint gríðarlegt og einungis hluti fært til bókar en það munu þeir landsmenn sem þiggja eða bráðum þiggja eftirlaun finna flestir fyrir nema þá ofureftirlaunaþegar þeas fyrrverandi æðstu embættismenn og ráðherrar.

Til að draga íslenskt þjóðfélag upp úr þessari holu sem við erum komin í þarf áratuga samhaldsemi. Það að setja að við búum við eymd eru augljóslega ýkjur en að kaupmáttur verður eins og hann var í kringum 1990 og umsvif hins opinbera á því róli er næsta víst og það mun augljóslega stetja mark sitt á lífskjör sem verða langt í frá samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það sem bætist við er í raun hækkaður meðalaldur þjóðarinnar og væntanlega mun þurfa að lengja eftirlaunaaldur til 70-72 ára innan skamms tíma og í raun má líta á framlög ungs fólks í lífeyrissjóðakerfið sem skattheimtu enda mun þetta fólk fá sáralítið til baka þegar það fer á eftirlaun.

Því fyrr sem þjóðin áttir sig á þ

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:05

12 identicon

Rök óstjórnarinnar að gera það sem hún hefur gert hingað til eru þau að fyrri ríkisstjórn var svo léleg. Gott og vel hún keyrði allt til fjandans en það sem ég á við er að það er ekki hægt að segja þetta lengur, það kemur málinu ekkert við. Ekki misskilja mig ég er ekki sjálfstæðismaður, ég styð markaðskerfi og/eða blandað hagkerfi. Burt séð frá því þá nefndi ég annarsstaðar í bloggi að það þarf að koma atvinnulífinu í gang einfaldlega vegna þess að ég vil ekki sjá samlanda mína lengur hanga atvinnulausa í 6 mánuði og lengur, lengur. Ég vil að skattar á fyrirtæki verði endurskoðaðir strax með því yfirskyni að lækka þá, hugmynd ags um að hafa eitt virðisaukaþrep og eina tölu er fín því þá fær ríkið allavega smá pening til baka til að bakka upp skattalækkunina. Mestan pening fær ríkið hins vegar með því að lækka skatta á fyrirtækin því þau fá svigrúm til að ráða fólk í vinnu og/eða borga hærri laun. Ríkið fær langtum meiri pening í kassan frá vinnandi fólki heldur en að borga milljarða og milljarða ofan í bætur í hverjum mánuði, þetta segir sig sjálft og þarf engar útskýringar við. Einnig vil ég sjá gengið lágt áfram því það er að hjálpa útflutningsgreinum og þessi hlutur er að halda íslandi á floti þessa stundina, það fullyrði ég.

Þórarinn (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:23

13 identicon

.. Því fyrr sem þjóðin áttar sig á stöðunni því betra og núna þarf að ná tökum á ríkisrekstrinum og því miður einhver draumakennd óskhyggja að hagkerfið taki einhvern gríðarlegan hagvöxt við það að lækka álögur og skatta er því miður draumórakennt rugl enda er þarf slíkan gríðarvöxt sem í raun finnst einungis draumaheimi.

Væntanlega þarf að gera hreint gríðarlega sársaukafullar aðgerðir en lenskan á Íslandi er að það er.... beðið, beðið og beðið þangað til nær allt er um seinan.

Hagkerfið getur ekki nærst á lántöku ríkissjóðs með að búa til einhverja lánaða innistæðulausa þennslu, sú eldspíta er næstum brunnin út. Þegar IMF/AGS fer héðan og það verður væntanlega innan skamms þá mun þetta míkróskópíska hagkerfi mæta ísköldum raunveruleikanum. Það er svo miklu skemmtilegra að ræða um Icesave (sem er í raun innan við 3% af skuldunum) eða um hvort við eigum að halda samningaviðræðum áfram við ESB eða einhver enn smærri mál.

Augljóslega getur ríkissjóður ekki þjóðnýtt íbúðarskuldir landsmanna í toppi eignabólunar til þess hefur ríkissjóður ekkert lánstraust og það mun í raun þýða að þetta legst á núverandi og komandi kynnslóðir sem skattheimta. Íbúðarlánasjóður er í raun á framfæri ríkisins og brýtur í raun í bága við EES eins og margoft hefur verið bent á og það þarf að leggja tugmiljarða í þá hít á komandi árum.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:26

14 identicon

Ég hef í raun misst pólitískt áttaskyn á Íslndi enda er þetta meir orðið eins og ættbálkastjórnmál sem byggja meira á symbolikk, hvað er sagt meira en hvað í raun er gert. Það er átakanlega lítil samstaða og umræða öll einkennist af blindu hatri, reiði, hroka og já leifi mér að segja heimsku.

45% fyrirtækja geta ekki borgað af lánum, undirstaðan veik, léleg stjórnun síðustu ára byggð á skuldsettum yfirtökum regla fremur en undantekningin allt frá flatböku(pizza)sölustöðum, þeirra sem selja kjötbollur í brauði (hamborgara), bensínstöðvum og söluturnum, myndbanda(DVD/BlueRay) leigum, ljósalampa- og þjálfunarstöðum, umboðs- innflutningsfyrirtækjum og verlunarfyrirtækum. Á þennan lista má bæta öllu fjármálakerfinu sem sígur blóðið úr hagkerfinu ásamt lögfræðingum og ráðgjöfum ásamt öllu opinbera batteríunu bæði ríki og sveitarfélögum. Undirstaðan er fiskurinn, álið og að hluta til ferðamennska og í raun lítið annað.

Það er öskrandi skortur á raungreinamenntuðu fólki til að byggja upp þjóðfélagið búa til framtíðaratvinnu fyrir Íslendinga en þessi hópur er orðin ein helsta útflutningsafurðin, sem raunar allt fólk með efnislega menntun allt frá læknum, veðurfræðingum, verkfræðingum, tölvunarfræðingum og annað.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:45

15 identicon

Það hefur verið í skjóli gjaldeyrishafta verið hægt að gera hluti eins og að lækka vexti sem í raun fella virði gjaldmiðla við frjálst fjármagnsflæði, og í raun hefur litlu skilað hvað uppbyggingu varðar enda er fjárfesting í atvinnuuppbyggingu í sögulegu lágmarki. Það ríkir lítið traust á hinu íslenska viðskiptasvæði enda er siðleysið (sem raunar að mestu vera löglegt) og klíkuskapurinn landlæg. aunar er búið að loka gluggum og hurðum og þétta glugga og hurðalistana á hið íslenska krónusvæði þetta meðan ríki og sveitarfélög eru að "klára súrefnið" með hallarekstri sínum. Vextir í raun endurspegla áhættu við lánveitingu en gera það ekki á Íslandi. Neikvæðir raunvextir sem eru auk þess skattaðir er hættuleg stefna. Þetta eykur á undirþrýstingin í hinu agnarsmáa íslenska hagkerfi og mun í raun margfalda hættu á fjármagnsflutningum úr landinu þegar loks þessu verður aflétt.

Án fjármagns án þekkingar verður þetta þungur róður sérstaklega þegar laun eru orðin lægri en atvinnuleysis og tryggingabætur.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband