Hafa ríkisstjórnin og erlendir fjárfestar gleymt Icesave?

Fyrir örfáum vikum margítrekuðu Steingrímur J., Jóhanna Sig. og aðrir ráðherrar þá skelfingu sem ríða myndi yfir þjóðarbúið ef þrælasamningurinn um Icesave yrði ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ráðherrarnir, með seðlabankastjóra sér til fulltingis, sögðu kreppuna dýpka til muna, efnahagsbati yrði enginn á næstu árum og algerlega yrði útilokað fyrir ríkissjóð, ríkisfyrirtæki og aðra að fá erlend lán og engir erlendir fjárfestar myndu fást til að millilenda á Keflavíkurflugvelli, hvað þá að leggja fjármagn til atvinnuskapandi verkefna hérlendis.

Núna, þessum fáu vikum síðar, keppist Iðnaðarráðherra við að lýsa því hve mikið sé framundan í orku- og stóriðjuuppbyggingu og í raun bíði erlendir fjárfestar í röðum á biðstofunni eftir að fá að taka þátt í hinum ýmsu stórverkefnum. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sagði Jóhanna að kreppan væri búin og þvílík birta í efnahagslífinu, að helst þyrfti þjóðin að ganga með sólgleraugu til að fá ekki ofbirtu í augun af allri þeirri hagsæld, sem framundan væri.

Nú er Steingrímur J., í samstarfi við erlendar fjármálastofnanir, að undirbúa útgáfu ríkisskuldabréfa í erlendri mynt, sem reiknað er með að peningafurstar erlendis muni gleypa við, enda sé ríkissjóður Íslands með allra traustustu skuldurum, ekki síst í samanburði við evruríkin, sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að hafa "traustan" gjaldmiðil, sem ráðherrarnir keppast við að segja umheiminum að Ísland hafi alls ekki, heldur þvert á móti "handónýta krónu", eins og Árni Páll segir, en líkir sér að vísu við "fábjána", varandi skilning á fjármálum.

Alveg er það stórmerkilegt hvað Ísland býr við gleymið ráðherralið, eða ef til vill ósannsögult og ómerkilegt, þegar að samskiptum við almenning kemur.


mbl.is Undirbýr útgáfu erlendra skuldabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Beittur og góður pistill Axel.

Takk fyrir hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2011 kl. 18:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrst það er allt í svona blússandi velgengni, hvers vegna þá að vera að ganga með betlistaf til útlendinga? Það var einmitt á grundvelli erlendrar skuldsetningar sem hér var "blússandi velgengni" árin fram að hruni, en sú velgengni reyndist afskaplega skammvinn og hafa hrikalegar afleiðingar þegar kom að skuldadögum.

Ég get ekki betur séð en að Steingrímur og Árni Páll séu í óðaönn að endurtaka það ferli. Ósamræmið í málflutningi þeirra gerir mann bara ringlaðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.5.2011 kl. 21:01

3 identicon

Sæll.

Það er hræðilegt til þess að hugsa að ríkið ætli sér að taka lán. Steingrímur ætlar auðvitað að dreifa þessum peningum hér og segja að nú sé allt að batna og láta svo aðra um að borga reikninginn.

Ein ástæða þess að taka á lán er að hið opinbera er hér alltof stórt og þarf því mikið fé. Ég sá í frétt á visi í upphafi árs að mun meira hefði verið skorið niður í velferðarkerfinu en í stjórnsýslunni. Hér hafa menn gleymt því hvað skiptir máli.

Þessi lántaka mun verða sem myllusteinn um háls okkar því lán þarf auðvitað að borga til baka en Steingrími gæti ekki verið meira sama enda hefur hann ekkert vit á efnahagsmálum en þessi sami fjármálaráðherra sagði fyrir um ári síðan að hagvöxtur væri kominn aftur en örfáum dögum síðar kom í ljós að hagkerfið var enn að dragast saman. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur?

Helgi (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband