Verður Björn Valur dæmdur æruníðingur?

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, sagði á bloggi sínu fyrir skömmu að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, væri mútuþegi vegna þeirra styrkja sem hann fékk frá einstaklingum og fyrirtækjum til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Það er gríðarlega alvarlegt að saka þingmann um mútuþægni, liggi ekki haldgóðar sannanir að baki, en að því er virðist hefur Björn Valur ekkert undir höndum, sem rennt gæti stoðum undir fullyrðingar sínar.  Ekki síst er hér um grafalvarlegt mál að ræða, þar sem ásökunin kemur frá Alþingismanni, sem líklega ætlast til að mark sé á sér tekið.

Guðlaugur Þór hefur krafist afsökunarbeiðnar frá Birni Vali og verði hann ekki við þeirri kröfu fyrir mánaðamót hyggst Guðlaugur kæra hann fyrir ærumeiðingar, en fyrstu viðbrögð benda ekki til að Björn Valur ætli að verða við þeirri kröfu, heldur forherðist einungis og heimtar að Guðlaugur Þór afsanni ásakanirnar, þvert á landslög sem gera ráð fyrir að þeir sem ráðast á æru annarra með dólgshætti sanni mál sitt mál og leggi fram gögn til stuðnings ásökununum.

Björn Valur er vanur að svara með hortugheitum og líklegt er að hann dragi orð sín ekki til baka nema eftir að dómstólar dæma hann  til þess.

Dæmdur æruþjófur getur tæplega setið á Alþingi, falli dómar Birni Vali í óhag. 


mbl.is Fékk frest til mánaðamóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér eru ummælin sem Guðlaugur Þór vill að drregin verði til baka:

"Guðlaugur Þór Þórðarson fer mikinn þessa dagana og sakar forsætisráðherra um að leyna þing og þjóð upplýsingum um eitthvað sem enginn virðist vera almennilega klár á hverjar eru nema Guðlaugur sjálfur. Enda er þar vanur maður á ferð sem kann sitthvað fyrir sér um hvernig og hversvegna leyna skal upplýsingum og forða þeim undan almenningi. Engan veit ég þingmann um utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hversvegan ætli það sé? Jú, vegna mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H Haarde".

Auðvitað er þetta alvarlegt mál. Ef við lítum á orðaskipti manna eftir Hrun er fjölmargt sem ljóslega má flokka sem róg og níð. Nú hefur t.d. Egill Ólafsson tónlistarmaður, látið lögmann sinn senda jónasi Kristjánssyni bréf vegna ummæla hans. Satt best að segja vona ég að til málaferla komi. Það mun skýra stöðu manna gagnvart lögunum og vonandi einnig setja ljósar reglur og viðmið um það hvað má segja og hvað ekki. Ég held það sé alveg ljóst að í skilningi laganna hefur Guðlaugur Þór ekki tekið við mútum.(Leynilegar greiðslur til að tryggja ákveðna afgreiðslu mála.) Hvort upphæðirnar sem nefndar hafa verið í sambandi við prófkjör hans eru siðlegar eða sæmandi er annað mál?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Óli minn

Þær voru hvorki siðlegar né sæmandi. Þær voru ósiðlegar og ósæmandi.

Gulaugur á fyrir löngu að vera búinn að taka hatt sinn og staf.

Það er ekki hægt að taka neitt mark á honum sem stjórnmálamanni eftir þetta.

Óli minn, 28.4.2011 kl. 17:45

3 Smámynd: Óli minn

Átti auðvitað að vera "Guðlaugur".

Óli minn, 28.4.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Björn Valur er pappír svona nokkurn veginn á pari við Steingrím J.

Magnús Óskar Ingvarsson, 28.4.2011 kl. 18:22

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Dómur mun falla Birni Val í óhag. Hann getur þó beðist afsökunar og skorið sjálfan sig niður úr þeirri snöru sem hann hnýtti sér. Það mun hann trúlega gera, þótt sárt þyki fyrir ófyrirleitinn orðhák og ritsóða.

Er Björn Valur ekki nokkurn veginn á pari við Jónas Kristjánsson? Kannski ekki alveg úr sömu ruslaskúffunni!!

Gústaf Níelsson, 28.4.2011 kl. 21:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gústaf, báðir myndu þeir lenda í skúffunni með óflokkaða sorpinu, svo líkur er orðsóðaskapurinn sem af þeim gengur.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2011 kl. 21:38

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvar eru mörkin milli þess að þiggja styrkir eða að þiggja mútur?

Úrsúla Jünemann, 28.4.2011 kl. 23:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Úrsúla, vilt þú meina að hver einasti maður sem þiggur styrk einhversstaðar frá, sé mútuþegi? Hvað um listamenn sem þiggja styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum? Hvað um góðgerðarfélög? Hvað um stjórnmálafélög og stjórnmálamenn? Hvað um öryrkja, eða yfirleitt hvern sem er, sem einhverern styrk hlýtur og skiptir engu máli til hvers styrkir eru ætlaðir, eða frá hverjum þeir koma?

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 06:59

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Úrsúla & Axel - Það er áberandi munur á því að vera listamaður, góðgerðafélag eða öryrki og þiggja fjármuni til að geta haldið áfram og á því að vera stjórnmálamaður sem reynir að komast að sem þingmaður og ráðherra og þiggja fjármuni.

Munurinn er auðvitað sá að stjórnmálamaðurinn kemst við það í aðstöðu til að moka almannafé aftur til baka til þeirra sem veðjuðu á hann með framkvæmdum, lagatilslökunum og þessháttar spillingu. Listamenn, góðgerðafélög eða öryrkjar komast ekki í valdastöðu gagnvart styrkveitendum eins og Icelandair, Eimskipum eða verktakafyrirtækjum fyrir tilstilli styrkjanna.

Um það snúast mútur.

Ég hef engan á huga á því að verja Björn, en það réttlætir ekki Guðlaug. Guðlaugur er stjórnmálamaður af sama meiði og Björgvin Gísla, Finnur Ingólfsson, Sigurður Kári og Árni Páll (listi manna úr öllum flokkum er nokkuð langur) - Frægir allir af vinapólitík og þaðanaf verra. Ömurlegur fulltrúi sem stafar af óheiðarleika og tækifærismennsku.

Björn er svoesem ekki gáfulegur, og ætti að einbeita sér betur að störfum sínum á þingi en að snúast í kringum persónu Guðlaugs sem löngu er orðinn rúinn trausti. En kannski að þetta mál ætti einfaldlega að fara til dómstóla, það myndi áreiðanlega kæta Guðlaug að fá það straðfest fyrir rétttrúuðum dómi að múturnar/styrkirnir sem hann þáði hafi alls ekki verið mútur.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2011 kl. 12:57

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, á þeim tíma sem þetta styrkjamál allt saman kom til, var þetta viðtekin venja hjá stjórnmálamönnum og -flokkum og giltu sérstök lög um þessar styrkveitingar og frambjóðendum skylt að skila uppgjöri vegna þeirra til Ríkisendurskoðunar.  Sem sagt, allt löglegt og siðlegt.

Ég hef ekkert sérstaklega verið að verja "styrkþegana", en hins vegar bloggaði ég oft um það á sínum tíma, að lágmarkskrafa væri að þessi mál væru öll "uppi á borðum" og ekkert laumuspil með það, hverjir styrktu hvern og um hvaða upphæð. 

Fyrir dómi verður Björn Valur væntanlega að sanna fullyrðingar sínar um að Guðlaugur hafi þegið mútur, því hver maður er saklaus þangað til annað sannast og ekki hlutverk hins ásakaða að sanna sakleysi sitt í svona málum.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 13:18

11 identicon

Guðlaugur verður að átta sig á því að hann er einn af þeim sem stendur í vegi fyrir hreinsun íslands...
Hann er partur gamla íslands... eins og við sjáum klárlega; Hann rústaði eigin æru, ef hann ætlar að kæra einhvern, þá verður hann að kæra sjálfan sig fyrst af öllu

doctore (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 14:27

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað hefur komið  fyrir þetta fólk VG sem gáfu  heilög loforð fyrir kosningar? Hefur þeim verið mútað? Er það ekki orðið tímabært að fá úrskurð hvað hafi gerst í lífi þessa fólks sem fór í stjórn landsins. Hvað hefur valdið því að allt þetta fólk hefur svikið sína kjósendur.

Eggert Guðmundsson, 29.4.2011 kl. 15:26

13 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Björn Valur er orðinn ærunýðingur. Hann varð það strax við stjórnarmyndun eftir kosningar. Þar nýddist hann á eigin æru, þannig í dag er ekkert hægt að taka mark á honum.

Eggert Guðmundsson, 29.4.2011 kl. 15:44

14 identicon

Já, Björn Valur fór of langt þarna en Guðlaugur Þór á engan vegið skilið að sitja á Alþingi og á að drullast burt sem fyrst...

Kristófer (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 16:30

15 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég sé ekki hvernig í ósköpunum menn ætla að fara að því að kæra Björn Val þar sem maðurinn býr greinilega á annarri pláhnetu en við hin.

Pétur Harðarson, 29.4.2011 kl. 20:34

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn Valur á þá það sameiginlegt með hinum stórnmálatrúðinum, Jóni Gnarr, að vera geimvera.

Slíkar furðuverur ætti auðvitað að friða og geyma í Húsdýragarðinum.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 20:43

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað velur því að Guðlaugur þór er enn á þingi,þvert á vilja Sjálfstæðisflokksins. 

Vilhjálmur Stefánsson, 29.4.2011 kl. 23:53

18 Smámynd: Dexter Morgan

Guðlaugur þór er drullusokkur og ætti að vera búinn að sjá sóma sinn í því að snáfa út úr Alþingi fyrir löngu. Lágt skror í könnunum þar sem aðeins 9 % landsmanna treysta alþingi, á sinn hlut í svona óuppgerðum málum.

Dexter Morgan, 30.4.2011 kl. 00:38

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter, er ekki rétt að spara gífuryrðin þangað til Björn Valur verður búinn að sanna sitt mál fyrir dómstólum?

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 01:28

20 Smámynd: Óli minn

Hmmm ... Hvað varð um athugasemd mína nr. 17?

Er þessi síða ritskoðuð?

Óli minn, 30.4.2011 kl. 02:22

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kæri Óli, órökstuddur og tilhæfulaus skítaustur er fjarlægður af síðunni. Þú mátt kalla það ritskoðun, ef þú villt, en hafir þú eitthvað til málanna að leggja, sem ekki er jafn heimskulegt og færslan sem þurkuð var út, þá er mjög líklegt að þannig athugasemd fengi að standa.

Þú sérð væntanlega að margt innleggið fær að standa hér óhreyft, þó ekki séu þau öll málefnaleg eða merkileg, eins og t.d. sést af athugasemd nr. 18.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 07:59

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má bæta við, að skítkast sem skrifað er undir dulnefni, eða skítkastarinn reynir að fela nafn og númer, er líklegra til að vera hent út af síðunni en annað aurkast, ef viðkomandi gengst við því undir fullu nafni og er þá sjálfur ábyrgur fyrir ritverki sínu.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 10:38

23 Smámynd: Dexter Morgan

Björn Valur hefur nákvæmlega EKKERT með það að gera hvort Guðlaugur Þór; styrkjakóngurinn, sé ennþá á launum hjá íslensku þjóninni, inn í sölum Alþingis. Það gerir Guðlaug ekkert af betri manni þó svo að Björn Valur sé að ropa eitthað. Álit almennings á Guðlaugi þór og Alþingi er það sem skiptir máli. Og það álit á EKKI eftir að breytast meðan menn eins og hann er á þingi.

En GÞÞ er eins og strútuinn, stingur hausnum í sandinn og vonar að vandamálið hverfi.

Dexter Morgan, 30.4.2011 kl. 12:48

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðlaugur Þór mun væntanlega þurfa að standa skil á sínum gerðum, hvort heldur er varðandi styrkina sem hann þáði, eða starfa sinna á þingi í næsta prófkjöri og þá mun reyna á hvort hann muni njóta trausts til áframhaldandi þingsetu.

Ekkert hefur komið fram sem sýnir að eitthvað ólöglegt hafi verið á ferðinni varðandi styrkina, sem aflað var samkvæmt þeim lögum og reglum sem í gildi voru á þeim tíma og ekki annað vitað en að Guðlaugur hafi skilað bókhaldi vegna þeirra til Ríkisendurskoðunar, eins og vera ber.

Ég gagnrýndi á sínum tíma að hann skyldi ekki birta það bókhald opinberlega og lýsti jafnframt þeirri skoðun minni að ef eitthvað væri þar að fela, þá væri slíkt að sjálfsögðu ekki eðlilegt og honum bæri að víkja af þingi.  Það réttlætir hins vegar ekki að hægt sé að ásaka fólk um glæpamennsku eða mútuþægni, nema hafa eitthvað í höndunum til að sanna slíkt.  Það mun væntanlega koma í ljós í þeim málaferlum sem framundan eru vegna ummæla Björns Vals.  Þar hlýtur hann að leggja fram einhver gögn sem sanna málflutning hans, en teljast ómerkingur orða sinna ella.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 13:05

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þegar Maria Mey kom heim ólétt og varð að gefa skýringu á því við Jósef, sagði hún að Guð hefði gert þetta og það væri heilagt. Jósep gat ekki afsannað orð hennar og fullt af fólki trúir útskýringu hennar enn þann dag í dag. Restina af s0gunni kunna flestir. Að Guðlaugur Þór hafi tekið við peningagjöfum, sem kallaðar eru mútir vegna þess að einhver verður öfundsjúkur, það er ekki vandamál. Það er bara ábending hvað kerlingarkúltúrin er koimin á hættulegt stig.

Það er FÁIR og næstum ENGIN sem kemst sem starfmaður Alþingis, Ráðuneytis eða embættismannakerfissins á Íslandi nema að verða fyrir barðinu á einhverskonar ívilnunum sem dómstólar geta síðan kallað mútur eða eitthvað ólöglegt. Mútulög á Íslandi eru fáránleg. Mörg lög eru fáránleg og sérstaklega þegar þau eru byggð á móral bíblíunnuar. Þá verða þau beint mannskemmandi og stórhættuleg.

Íslendingar eru að reyna að láta lög og reglur landsins bera ábyrgð á gerðum sínum. Þannig losar maður sig við samviskuna sem er svo truflandi við kapphlaupið í peninga og þægilegt líf. Dómstólar eru notaðir í að elta uppi smá lagabrjóta innan þingsins og engin skilur lengur hvort um er að ræða hluta af pólitísku stríði eða áhuga fyrir að hlýða reglum landsins.

Guðlaugur Þór fékk þessa peninga og fullt af öðrum hlutum, og það er bara allt í lagi. Svo kanski og kanski ekki, kemur það í ljós að það var bannað. Og hvað með það? Ætla þá bæði karlkyns og kvennkyns kerlingar að fá útrás fyrir hefndar og refsigleði þorsta sinn og heimta blóð? Ég tek við öllum mútum þegar tækifæri gefst og ætla að halda því áfram að sjálfsögðu.

Mér finns það væri nær að koma Jóhönnu burtu fyrir að vera psykopati og Steingrími fyrir að vera einfeldningur og fífl. Mikið væri gaman að sitja í réttarsal með þeim báðum því ég held að það sé miklu auðveldara að sanna upp á þau hreina geggjun fyrir dómi. Enn ef það er ekki bannað með lögum að vera einfeldningur, fábjáni eða psykopati sem ráðherra á Íslandi, þá þarf að drífa svona lög í gegn. Þetta eru svo mikilvæg lög að fá í gegn að það væri þess virði að stjórnendur landsins sé u ekki geðveikir, á sama hátt að við viljum ekki skurðlækna með parkisson eða stenblinda flugmenn.

Það á að taka mútulögin í burtu og höfða til mórals embættismanna í staðin. Séu þeir ekki með neina samvisku er hægt að laga það vandamál frekar enn mútukerfið...mútukerfið á Íslandi er ekkert á leiðinni að fara neitt.

Óskar Arnórsson, 30.4.2011 kl. 23:25

26 identicon

Við getum líka horft á þetta frá haus þess sem borgaði brúsann. Er Jón Ásgeir manngerð sem gefur tugi milljóna í "styrki" að gamni sínu?  Var ekkert nema "góður vilji" á bak við milljónir þær sem siðfirrtur buisnessmaður gaf Guðlaugi. Er Jón Ásgeir maður sem vildi gefa allt fyrir ekkkert? Onei

Styrkur er fínt orð yfir mútur og mútur í allkonar formi eru til hér á landi. Guðlaugi brást hið minnsta siðferðisþrek til að sjá óeðlið við "styrkinn" og það eitt og sér gerir hann óhæfan.

Ég er í sjálfstæðisflokknum í dag en geng úr honum strax eftir næsta prófkjör þar sem ég mun segja Guðlaugi að fara þaðan sem siðferði flokksins kemur. Til andskotans nefnilega...

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 00:53

27 identicon

Auðvitað ætti allt sómakært fólk að segja sig úr flokki sem heldur verndarhendi yfir svona siðspillingu eins og Guðlaugur er sekur um, hvort sem hún er kölluð mútur eða eitthvað annað. Það sýnir hins vegar vel þankagang flokksmanna Sjálfstæðisflokksins að þeir skuli ekki gera það og ekki einu sinni gagnrýna sinn mann fyrir vikið. Er fólki með slíkt siðferði treystandi fyrir stjórn landsins? Svarið er augljóslega NEI.

Gylfi Ármannsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 09:12

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þið Gylfarnir gerið væntanlega sömu kröfur til stuðningsmanna allra flokka, eða leggið þið annað siðferðismat á stuðningsmenn t.d. Samfylkingarinnar?

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2011 kl. 10:12

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siðferði byggir á andlegum princippum. T.d. að ekki vera gráðugur í peninga þannig að það bitni á öðrum. Trúir fólk virkilega að siðferði fari eftir því í hvaða flokki fólk er? Mér finnst sú hugmynd alveg fáránleg...

Óskar Arnórsson, 1.5.2011 kl. 10:36

30 identicon

Axel, ég geri nákvæmlega sömu kröfur til allra stjórnmálamanna, m.a. að þeir séu ekki siðspilltir og hagsmunatengdir peningaöflunum. Þess vegna hef ég orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með þögn hins almenna flokksmann Sjálfstæðisflokksins gagnvart siðferðisbresti Guðlaugs því ef hann væri í einhverjum öðrum flokki þá hefði nú heldur betur heyrst í þeim.

Þú ert t.d. hljóður um siðferðisbrest Guðlaugs, en það myndir þú aldrei vera ef hann væri í Samfylkingunni. Þú hefur hátt um siðleysi Björns Vals en þögn þín gagnvart siðleysi þíns eigin flokksmanns, sem er langt um alvarlegra en Björns, gjaldfellir algjörlega allt sem þú segir um allt annað.

Gylfi Ármannsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 12:42

31 identicon

Þannig að þú ættir nú sjálfur, Axel, að svara þinni eigin spurningu:

Leggur þú annað siðferðismat á stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins en stuðningsmenn annarra flokka?

Komdu nú með trúverðugt svar, ekki bara yfirklór.

Gylfi Ármannsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 12:47

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gylfi, þú hefur greinilega ekkert lesið mín blogg, þegar þessi styrkjamál voru í hámáli og ekki einu sinni athugasemdina hér að framan nr. 24, fyrst þú fullyrðir að ég hafi verið hljóður um styrkjamál Guðlaugs Þórs.  Það eru reydar fleiri en hann, sem eiga eftir að gera fulla grein fyrir sínum styrkjum í aðdraganda prófkjara, t.d. Dagur B. Eggertsson o.fl.

Við skulum gera sömu kröfu til þeirra allra og væntanlega lætur þú frá þér heyra varðandi frambjóðendur allra flokka, eins og ég hef gert á minni bloggsíðu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2011 kl. 12:49

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gylfi, rétt til áréttingar bendi ég þér t.d. á pistil frá því í júní 2010, þegar styrkjaumræðan var í fullu fjöri.  Hann má finna HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband