OR göspruð í greiðsluerfiðleika?

Samkvæmt yfirlýsingu frá Guðlaugi Gylfa Sverrissyni, fyrrverandi stjórnarformanns OR, var góð samvinna milli OR og helstu lánadrottna allt þangað til nýr meirihluti tók við völdum í Reykjavík á miðju síðasta ári og hringlandaháttur hófst með stjórnun fyrirtækisins og að ekki sé talað um gaspur borgarstjórans og stjórnarmanna OR um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og hugsanlegt gjaldþrot.

Í yfirlýsingu sinni varpar Guðlaugur Gylfi fram ýmsum spurningum, t.d. þessum: "Hvað breyttist eftir júní 2010? Núverandi forstjóri hefur staðfest án frekari skýringa að skyndilega um áramótin 2011 hafi viðhorf til félagsins gjörbreyst. Höfðu þá nýir stjórnendur setið að félaginu í hálft ár, skipt um forstjóra, sett bráðabirgðaforstjóra og hækkað gjaldskrá á almenning. Getur verið að yfirlýsingar stjórnenda og eigenda um stöðu og greiðslugetu OR hafi haft áhrif til hins verra við útvegun fjármagns til rekstrar OR? Fullyrðingar nýrra stjórnenda OR um gjaldþrot fyrirtækisins er algjörlega á þeirra ábyrgð."

Upplýsingar Guðlaugs um greiðan aðgang OR að lánsfé og góðu samstarfi við lánadrottna allt þar til nýr meirihluti tók við völdum, eru afar merkilegar og það verður verðugt verkefni fyrir fyrirhugaða rannsóknarnefnd um rekstur OR undanfarin ár, að rekja söguna allt til dagsins í dag.

Böl OR, eins og flestra annarra fyrirtækja og einstaklinga í landinu, er sú furðulega ákvörðun að taka erlend lán, þrátt fyrir að mestur hluti teknanna væru í íslenskum krónum.  Sú árátta "fjármálasnillinganna" sem réðu ferðinni síðustu árin fyrir hrun verða seint skilin til fullnustu, svo fáránleg sem hún var.

Burt séð frá því, þá þarf að upplýsa hvað breyttist í afstöðu lánadrottna við meirihlutaskiptin í borginni á síðast liðnu ári. 


mbl.is Höfðu yfirlýsingarnar áhrif?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er leiðinda mál, Axel. Pólitískar plotteringar og hagsmumagæsla fokkanna, allra, enginn undanskilinn, hafa verið ólíkindum síðustu 10 árin í rekstri OR. Nú koma fram í viðtölum miðlanna fv. sukkarar og skilja ekkert í hvernig komið er fyrir OR. Gamli skransalinn frá Grensásveginum, er gjörsamlega forviða á þessu öllu saman, ekki nema von. Maðurinn sem lagði grunninn að allri vitleysunni kringum Orkuveituna, ætti að vita betur og eins flokksbræður hans í sukkvæðingunni.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband