Bankastjórar gefa Alţingi langt nef

Viđskiptanefnd Alţingis bođađi bankastjóra viđskiptabankanna á sinn fund í morgun til ađ rćđa ársreikninga bankanna og launakjör banakastjóranna, en allir banastjórarnir ţrír gáfu Alţingi langt nef og mćttu ekki á fundinn, en sendu lćgra launađar undirtyllur sínar í stađinn.  Greinilegt er ađ stjórarnir ţrír hafa haft samráđ sín á milli um ađ sýna Alţingi ţessa lítilsvirđingu og vekur ţađ upp spurningar um hvort samráđiđ sé jafn náiđ milli bankanna í öđrum málum ţrátt fyrir samkeppnislög.

Hins vegar kom fram á fundinum ađ fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka greiddi atkvćđi međ tillögu um launahćkkun bankastjóra bankans en sat hins vegar hjá ţegar tillaga um launahćkkun til bankastjóra Íslandsbanka var borin undir atkvćđi.  Fulltrúinn sagđist telja ađ laun bankastjóra Arion banka vćru sambćrileg launum bankastjóra hinna bankanna.

Ţetta er ađ vísu nokkuđ sérstök túlkun á ţví hvađ er sambćrilegt,  ţar sem Steinţór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er međ tćplega 1,1 milljón á mánuđi,  Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, var međ 4,3 milljónir á mánuđi,  og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var međ 2,6 milljónir á mánuđi.   Höskuldur er sem sagt međ fjórföld laun Steinţórs og vćntanlega hefur fulltrúi Bankasýslunnar útskýrt fyrir Viđskiptanefndarmönnum hvernig ţessi launakjör séu sambćrileg.

Fram hefur komiđ ađ skilanefndarmenn gömlu bankanna, sem ráđa einnig ferđinni í Arion banka og Íslandsbanka, skammta sjálfum sér margar milljónir í laun á mánuđi fyrir sín störf og ţví finnst ţeim sjálfsagt ađ 3-4 milljónir í mánađarlaun séu alls ekki of há laun fyrir bankastjórana, ţó ţau séu ekki í neinum takti viđ ţađ ţjóđfélag sem ţessir menn starfa í nú um stundir.

Allt ţetta mál sýnir ađ Alţingi og ríkisstjórn hefur enga stjórn á bönkunum núna, frekar en á árum áđur.


mbl.is Bankastjórarnir mćttu ekki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru ţessi ofurlaun ekki Sjálfstćđisflokknum ađ kenna ?

Eđa var ţađ Samfylkingin eftir allt sem bar hana ?

Bankamálaráđherrann var jú úr ţeirra hópi !

Birgir Guđjónsson (IP-tala skráđ) 8.3.2011 kl. 11:16

2 identicon

Bankastjórar ţurfa samţykki síns vinnuveitenda fyrir hćkkunum á launum rétt eins ađrir launţegar. Ţannig ađ ef Viđskiptanefnd Alţingis hefur einhverjar spurningar varđandi laun og kjör bankastjóra á hún ađ beina sínum fyrirspurnum til vinnuveitanda, ekki launamanns. Viđskiptanefnd Alţingis hefur ekkert ađ gera međ ţađ ađ bođa launamenn á sinn fund til ađ rćđa kjör ţeirra, hvort sem ţađ er bankastjóri í einkabanka eđa skipsstjóri á lođnu.

Alţingi og ríkisstjórn hefur enga stjórn á einkabönkum frekar en öđrum fyrirtćkjum í einkaeigu. Einkafyrirtćkjum er frjálst ađ yfirborga sínum starfsmönnum eins og ţau vilja.

sigkja (IP-tala skráđ) 8.3.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er ekki nćsta skref í sambandi viđ ţessi siđlausu laun, ađ byrja bara aftur ađ skafa alla innviđi bankans og senda til Cayman Islands, eins og forverarnir gerđu? Mér er spurn?

Ef til vill ruglast ţeir bara og senda halda ađ ţeir séu ađ senda ţetta hér innanlands, enda hvorutveggja skrifađ Island.

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:15

4 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ef Alţingi hefur enga stjórn á launum Bankastjóra ţá getur hún náđ megninu af ţeim aftur međ ofursköttum. Ég vona ađ ţađ verđi gert ţví viđ viljum réttlátara ísland og ţessi ofurlaun eru algjörlega siđlaus eins og ástandiđ er nú í okkar ţjóđfélagi.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:20

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hverjir eiga bankana í dag, Arion og Landsbanka?

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:27

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ţess má geta ađ ,,ofurskattaskrumtillögur", ţeirra skrumdrottninga úr stjórnarflokkunum, bitna kannski helst á ţeim sem síst skyldi.  Eflaust margir lćknar, verkfrćđingar og fleira velmenntađ fólk međ laun yfir skattmörkum ofurskattsins, ađ ógleymdum seđlabankastjóra, forstjóra Landsvirkjunar og fleiri ríkisfyrirtćkja.

 Ég veit ekki međ ríkisforstjórana, en ég er ţess fullviss ađ ćđi margir lćknar og fleira velmenntađ fólk, sem tekiđ hafi ákvörđun um ađ vinna hér á landi, ţrátt fyrir ástandiđ hér og nóg frambođ á vellaunuđum störfum erlendis, myndu hugsa máliđ ađ nýju og flytja héđan.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.3.2011 kl. 14:21

7 Smámynd: Ingi Ţór Jónsson

ţađ vćri nú alveg í lagi ađ bođa fólk á fundinn, eđa láta ţá vita ađ málin vćru á dagskrá áđur en fólk hengir ţađ svona.

Ingi Ţór Jónsson, 8.3.2011 kl. 15:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér svara nokkrir sem finnst ţessi fundarbođun Viđskiptanefndar vera hrein og klár afskiptasemi af ţví sem henni kemur ekki viđ og er ţađ alveg sjónarmiđ út af fyrir sig. Ríkiđ endurreisti ţó ţessa banka og á ennţá hlut í ţeim og hafi stjórnvöld einhvern tíma veriđ í ađstöđu til ađ fylgjast međ og hafa áhrif á ţađ sem innan veggja ţeira er ađ gerast, ţá er ţađ núna.

Var ekki ríkisstjórnum Geirs H. Haarde legiđ á hálsi fyrir ađ hafa ekki getađ stöđvađ útţenslu gamla bankakerfisins og ofurlaunanna sem ţar ţrifust? Fólki finnst sjálfsagt ađ ţćr ríkisstjórnir eigi ađ hafa gert hitt og ţetta varđandi bankana á ţeim tíma og átti ríkiđ ţó ekki krónu í ţeim í ţá daga.

Er ekki líka veriđ ađ stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, m.a. vegna ţess ađ hann hafi látiđ hjá líđa ađ skipa Landsbankanum ađ flytja Icesave yfir í dótturfélög í Bretlandi og Hollandi?

Ţađ er vandlifađ í ţessum heimi, ef einn er ákćrđur fyrir svipađa hluti og fólki finnst ađ öđrum komi hreint ekkert viđ.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2011 kl. 17:34

9 identicon

Sammála ţessum pistli ţínum Axel Jóhann og ekki síđur athugasemd ţinni nr. 8. Skyldi "góđa fólkiđ" ekkert vera hugsi yfir ţessu?

Nje, líklega hentar ţađ ekki núna...

Sigrún Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 8.3.2011 kl. 17:43

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ađ stefna Geir H Haarde einum fyrir Landsdóm er ţjóđarhneyksli. Öll ríkisstjórnin og Seđlabankastjóri ţess tíma, ćttu ađ vera ţarna líka, ef ekki hin, ţá enginn!

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 19:47

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ađ sjálfsögđu Bergljót, allir fyrir einn og einn fyrir alla.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2011 kl. 20:05

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tek undir međ Kristni hér ađ ofan. Átti tal viđ lćkni í gćr og hann sagđi hreint út ađ ef ţađ ćtti ađ setja aukaskatt á lćkna og ađra sem eru međ milljón á mánuđi yrđi landflótti menntafólks frá landinu. Og ţađ er ansi hart sagđi hann ef á ađ eyđileggja fyrir öllum af ţví ađ nokkrir siđlausir bankamenn hafa gengiđ of langt.  Hér verđur ađ fara međ varkárni.  En ofurlaun bankamanna eru óskiljanleg í ljósi sögunnar og hvernig "ábyrgđum" ţeirra er háttađ, sem sagt enginn. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.3.2011 kl. 23:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband