Bankastjórar gefa Alþingi langt nef

Viðskiptanefnd Alþingis boðaði bankastjóra viðskiptabankanna á sinn fund í morgun til að ræða ársreikninga bankanna og launakjör banakastjóranna, en allir banastjórarnir þrír gáfu Alþingi langt nef og mættu ekki á fundinn, en sendu lægra launaðar undirtyllur sínar í staðinn.  Greinilegt er að stjórarnir þrír hafa haft samráð sín á milli um að sýna Alþingi þessa lítilsvirðingu og vekur það upp spurningar um hvort samráðið sé jafn náið milli bankanna í öðrum málum þrátt fyrir samkeppnislög.

Hins vegar kom fram á fundinum að fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka greiddi atkvæði með tillögu um launahækkun bankastjóra bankans en sat hins vegar hjá þegar tillaga um launahækkun til bankastjóra Íslandsbanka var borin undir atkvæði.  Fulltrúinn sagðist telja að laun bankastjóra Arion banka væru sambærileg launum bankastjóra hinna bankanna.

Þetta er að vísu nokkuð sérstök túlkun á því hvað er sambærilegt,  þar sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er með tæplega 1,1 milljón á mánuði,  Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, var með 4,3 milljónir á mánuði,  og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 2,6 milljónir á mánuði.   Höskuldur er sem sagt með fjórföld laun Steinþórs og væntanlega hefur fulltrúi Bankasýslunnar útskýrt fyrir Viðskiptanefndarmönnum hvernig þessi launakjör séu sambærileg.

Fram hefur komið að skilanefndarmenn gömlu bankanna, sem ráða einnig ferðinni í Arion banka og Íslandsbanka, skammta sjálfum sér margar milljónir í laun á mánuði fyrir sín störf og því finnst þeim sjálfsagt að 3-4 milljónir í mánaðarlaun séu alls ekki of há laun fyrir bankastjórana, þó þau séu ekki í neinum takti við það þjóðfélag sem þessir menn starfa í nú um stundir.

Allt þetta mál sýnir að Alþingi og ríkisstjórn hefur enga stjórn á bönkunum núna, frekar en á árum áður.


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru þessi ofurlaun ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna ?

Eða var það Samfylkingin eftir allt sem bar hana ?

Bankamálaráðherrann var jú úr þeirra hópi !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 11:16

2 identicon

Bankastjórar þurfa samþykki síns vinnuveitenda fyrir hækkunum á launum rétt eins aðrir launþegar. Þannig að ef Viðskiptanefnd Alþingis hefur einhverjar spurningar varðandi laun og kjör bankastjóra á hún að beina sínum fyrirspurnum til vinnuveitanda, ekki launamanns. Viðskiptanefnd Alþingis hefur ekkert að gera með það að boða launamenn á sinn fund til að ræða kjör þeirra, hvort sem það er bankastjóri í einkabanka eða skipsstjóri á loðnu.

Alþingi og ríkisstjórn hefur enga stjórn á einkabönkum frekar en öðrum fyrirtækjum í einkaeigu. Einkafyrirtækjum er frjálst að yfirborga sínum starfsmönnum eins og þau vilja.

sigkja (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er ekki næsta skref í sambandi við þessi siðlausu laun, að byrja bara aftur að skafa alla innviði bankans og senda til Cayman Islands, eins og forverarnir gerðu? Mér er spurn?

Ef til vill ruglast þeir bara og senda halda að þeir séu að senda þetta hér innanlands, enda hvorutveggja skrifað Island.

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:15

4 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ef Alþingi hefur enga stjórn á launum Bankastjóra þá getur hún náð megninu af þeim aftur með ofursköttum. Ég vona að það verði gert því við viljum réttlátara ísland og þessi ofurlaun eru algjörlega siðlaus eins og ástandið er nú í okkar þjóðfélagi.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:20

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hverjir eiga bankana í dag, Arion og Landsbanka?

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:27

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess má geta að ,,ofurskattaskrumtillögur", þeirra skrumdrottninga úr stjórnarflokkunum, bitna kannski helst á þeim sem síst skyldi.  Eflaust margir læknar, verkfræðingar og fleira velmenntað fólk með laun yfir skattmörkum ofurskattsins, að ógleymdum seðlabankastjóra, forstjóra Landsvirkjunar og fleiri ríkisfyrirtækja.

 Ég veit ekki með ríkisforstjórana, en ég er þess fullviss að æði margir læknar og fleira velmenntað fólk, sem tekið hafi ákvörðun um að vinna hér á landi, þrátt fyrir ástandið hér og nóg framboð á vellaunuðum störfum erlendis, myndu hugsa málið að nýju og flytja héðan.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.3.2011 kl. 14:21

7 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

það væri nú alveg í lagi að boða fólk á fundinn, eða láta þá vita að málin væru á dagskrá áður en fólk hengir það svona.

Ingi Þór Jónsson, 8.3.2011 kl. 15:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér svara nokkrir sem finnst þessi fundarboðun Viðskiptanefndar vera hrein og klár afskiptasemi af því sem henni kemur ekki við og er það alveg sjónarmið út af fyrir sig. Ríkið endurreisti þó þessa banka og á ennþá hlut í þeim og hafi stjórnvöld einhvern tíma verið í aðstöðu til að fylgjast með og hafa áhrif á það sem innan veggja þeira er að gerast, þá er það núna.

Var ekki ríkisstjórnum Geirs H. Haarde legið á hálsi fyrir að hafa ekki getað stöðvað útþenslu gamla bankakerfisins og ofurlaunanna sem þar þrifust? Fólki finnst sjálfsagt að þær ríkisstjórnir eigi að hafa gert hitt og þetta varðandi bankana á þeim tíma og átti ríkið þó ekki krónu í þeim í þá daga.

Er ekki líka verið að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, m.a. vegna þess að hann hafi látið hjá líða að skipa Landsbankanum að flytja Icesave yfir í dótturfélög í Bretlandi og Hollandi?

Það er vandlifað í þessum heimi, ef einn er ákærður fyrir svipaða hluti og fólki finnst að öðrum komi hreint ekkert við.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2011 kl. 17:34

9 identicon

Sammála þessum pistli þínum Axel Jóhann og ekki síður athugasemd þinni nr. 8. Skyldi "góða fólkið" ekkert vera hugsi yfir þessu?

Nje, líklega hentar það ekki núna...

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:43

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Að stefna Geir H Haarde einum fyrir Landsdóm er þjóðarhneyksli. Öll ríkisstjórnin og Seðlabankastjóri þess tíma, ættu að vera þarna líka, ef ekki hin, þá enginn!

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 19:47

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu Bergljót, allir fyrir einn og einn fyrir alla.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2011 kl. 20:05

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Kristni hér að ofan. Átti tal við lækni í gær og hann sagði hreint út að ef það ætti að setja aukaskatt á lækna og aðra sem eru með milljón á mánuði yrði landflótti menntafólks frá landinu. Og það er ansi hart sagði hann ef á að eyðileggja fyrir öllum af því að nokkrir siðlausir bankamenn hafa gengið of langt.  Hér verður að fara með varkárni.  En ofurlaun bankamanna eru óskiljanleg í ljósi sögunnar og hvernig "ábyrgðum" þeirra er háttað, sem sagt enginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband