Íslensk þrælaþjóð

Mest allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er tekinn að láni hjá AGS og norðurlöndunum og samkvæmt frétt mbl.is mun ganga verulega á þann forða á næstu árum, þ.e. hann mun að miklu leyti fara í uppgjör á erlendum skuldum bankakerfisins og vaxtagreiðslur til Breskra og Hollenskra fjárkúgara vegna Icesave.

Í fréttinni segir m.a:  "Að öllu óbreyttu mun ganga verulega á gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands á næstu árum. Segja má að gjaldeyrisútflæði vegna vaxtagreiðslna Icesave-samningsins muni gera erfiða stöðu illviðráðanlega."   Stjórnmálamenn hafa ekki ennþá útskýrt hvernig þeir telji að samþykkt á Icesave III geti orðið til þess að bæta stöðu þjóðarbúsins og liðka til fyrir nýjum erlendum lánum, því varla mun nokkur óbrjáluð lánastofnun auka lán sín til þjóðar, sem viljandi leikur sér að því að gera erfiða stöðu sína illviðráðanlega.

Eina útgönguleiðin út úr þessu skuldafeni er að hafna algerlega Icesave III og ganga af krafti í að fjölga stóriðjuverum og annarri gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi, því þjóðin mun að sjálfsögðu ekki losna af skuldaklafanum nema með aukinni vinnu og fyrst og fremst meiri gjaldeyrisöflun.

Með óbreyttri stjórnarstefnu verða Íslendingar skattaþrælar útlendinga næstu áratugina.


mbl.is Gengur verulega á gjaldeyrisforðann á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þess vegna þarf að auka kvótann verulega. Það leysir engan vanda að skuldsetja Landsvirkjun um 100 milljarða til að erlendir auðhringar eins og Rio Tinto og Alcan geti flutt út þann gróða sem af bræðslunum er. 100 þúsund tonn af þorski og 200 þúsund tonn af makríl er sú viðbót sem þarf til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði fyrir utan að hafna icesave ánauðinni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2011 kl. 11:15

2 identicon

Auka kvótann..???...svo að félagsmenn LÍÚ geti braskað með hann sín á milli....ef það er ekki til meiri fiskur, þá er ekki til meiri fiskur...skilja menn þetta ekki..??

En auðvitað vill auðvaldið meira....meira meira meira...til að græða...ekki á fiskveiðum..nei...heldur á kvótabraski.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband