Hvaða hald er í ESB?

Össur Skarphéðinsson fer mikinn í fjölmiðlum þessa dagana og dásamar ESB og segir að innlimun Íslands í stórríkið verði landinu og þjóðinni til mikillar blessunar og ekki síst muni upptaka evru bjarga atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar.  Öll hans rök eru þó falsrök, en slíkir smámunir hafa aldrei flækst neitt fyrir þeim ágæta manni.

Grikkland, sem er innlimað í ESB og notar evru sem gjaldmiðil er að hruni komið efnahagslega og hafa ýmsir efnahagssérfræðingar sagt, að eina bjargráð Grikkja sem hald myndi vera í, væri að skipta aftur í sinn gamla gjaldmiðil, Drökmuna, enda hentaði evran, sem í raun er þýska markið undir nýju nafni, alls ekki öðrum ríkjum en Þýskalandi sjálfu og ef til vill nágrannaríkjum þess.

Á fjármálaráðstefnu Financial Times hélt Mohamed El-Erian, framkvæmdastjóri PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heimsins, ræðu og sagði að gjaldþrot gríska ríkissjóðsins væri óumflýjanlegt innan þriggja ára, þrátt fyrir fjáraustur AGS og ESB til Grikklands í þeirri örvæntingarfullu von að bjarga mætti ríkissjóði landsins og þar með evrunni, sem myndi hrynja sem trúverðugur gjaldmiðill með hruni gríska ríkissjóðsins og þar með sönnun þess að evran væri ónýt sem fjölþjóðamynt.

El-Erian taldi að skuldastaða Grikklands minnti mjög á stöðu sumra ríkja Rómönsku-Ameríku fyrir nokkrum áratugum opg að mikil hætta væri á því að næstu tíu árin í Grikklandi myndu einkennast af miklu atvinnuleysi og litlum hagvexti á meðan ríkið skæri niður útgjöld til þess að standa undir skuldabyrðinni. Með þessu vísaði hann til níunda áratugarins sem oft verið kallaður „týndi áratugurinn“ í hagsögu Rómönsku-Ameríku. Grikkir hafa nú þegar fengið forsmekkinn af þessu. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira í tíu ár og er nú um 12%. Á sama tíma er gert ráð fyrir að hagvöxtur dragist saman 4% í ár og 2,6% á næsta ári.

Þrátt fyrir að á Íslandi hafi orðið það sem margir segja mesta efnahagshrun veraldarsögunnar, spáir ríkisstjórnin 3% hagvexti hérlendis á næsta ári og þó varlega skuli treysta því sem frá stjórninni kemur, er þó a.m.k. ekki líklegt að hagvöxtur verði minni en enginn næstu misseri og er það eingöngu krónunni að þakka og sterkri stöðu útflutningsatvinnuveganna hennar vegna.

Skyldi það vera tilviljun að raddir skuli vera farnar að heyrast frá írskum hagfræðingum, að eina bjargráð Írlands út úr kreppunni þar í landi sé úrsögn úr ESB og nýr gjaldmiðill í stað evru?


mbl.is Grískt greiðslufall óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færsla og hafðu þökk fyrir. Við höfum ekkert að gera inn í hrunabandalag ESB!

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband