Icesaveviðræður? Um hvað?

Enn einu sinni virðist ríkisstjórnin ætla að leggjast á hnén og láta bresku og hollensku fjárkúgarana halda áfram að láta svipuhöggin dynja á berum bossanum og ýfa upp gömlu sárin, sem byrjuð voru að gróa, eftir að kjósendur reistu ríkisstjórnina upp á lappirnar og girtu upp um hana í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.

Þó ríkisstjórnin kalli þetta viðræður, var eingöngu um einræður að ræða af hálfu kúgaranna og Steingrímur J. og félagar samþykktu og undirrituðu þá pappíra sem þeim voru afhentir, enda sárir og kvaldir eftir hýðingarnar og höfðu ekkert þrek til að standa uppi í hárinu á andskotum sínum.

Bæði framkvæmdastjórn ESB og forystumenn ESA hafa viðurkennt að engin ríkisábyrgð eigi að vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, en samt skuli íslenskir skattgreiðendur bera ábyrgð á íslenska tryggingasjóðnum og skýringin á því er ekki merkilegri en röksemdir í rifrildum barna, en þar er gjarnan notað sama orðalag og hjá ESB og ESA:  "Af því bara".

Um hvað Steingrímur J. og vinir, innlendir og erlendir, ætla að ræða í september liggur ekki í augum uppi, því varla ætla þeir að koma sér saman um íslenska ríkisábyrgð, svona "af því bara" og gera þjóðina þar með að skattaþrælum erlendra yfirgangsríkja til margra áratuga.

Það eina sem Steingrímur J. getur gert, er að benda á gamla Landsbankann og segja við ofbeldisseggina:  "Gjörið svo vel og hirðið hræið upp í kröfur ykkar og látið okkur svo í friði".


mbl.is Icesave-viðræður á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já Axel, um hvað ætli þær umræður geti nú verið??  Svakalega er erfitt fyrir þessa stjórn að skilja að Icesave einkaskuld Björgólfs og Landsbankans kemur ekki ríkinu við.  Skattaþrælkun af Iceave stæði yfir öldum saman, það gríðarlega stórt er þetta mál. 

Elle_, 13.8.2010 kl. 20:14

2 identicon

Já Steingrímur Icesave Sigfússon (SIS) hefur komið fram með magnaðar afsaknir til að fá að borga þetta án þess að bera neina pólitíska ábyrgð sjálfur t.d. að þetta hafi verið samþykkt af fyrri ríkisstjórn (en sleppa því að viðurkenna að það var gert á meðan byssu var beint að höfði þeirra). Það er ótrúlegt að menn eru tilbúnir að leggjast lágt til að koma höggi á pólitískan andstæðinga.

Ég vil halda því fram að SIS sé búinn að eyðileggja vilja heilbrigðra einstaklinga til að taka þátt í pólitísku starfi (það hefur enginn áhuga á því að taka þátt í þeim leik sem fram fer á alþingi í dag), sama hvar í flokki þeir standa.

Björn (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband