Nagli í líkkistu ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur J. segir að ríkið hafi vel efni á því að kaupa hlut Magma í HS orku og það sé alveg möguleiki á því að ríkið geri það.  Það hlýtur að kalla á svar við þeirri spurningu, hvers vegna ríkissjóður keypti ekki hlutinn í fyrra, þegar hann var falur og einnig hvers vegna ríkið keypti ekki þann hlut í fyrirtækinu, sem Geysir Green er nú að selja Magma til viðbótað við þann hlut sem Magma hafði áður keypt.

Bæði ríkissjóður og lífeyrissjóðirnir könnuðu hagkvæmni þess að kaupa HS orku í fyrra og komust að þeirri niðurstöðu, að fjárfestingin væri of áhættusöm til að réttlæta kaup og því bentu Iðnaðar- og Utanríkisráðuneytin Magma á að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, til þess að geta réttlætt kaup þess á félaginu, en aðeins fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu mega fjárfesta í orkufyrirtækjum hérlendis.

Nú, þegar ríkisstjórnin er komin í stórkostleg vandræði með málið, þykist hún geta leyst sjálfa sig úr snörunni með því að skipa rannsóknarnefnd til að kanna einkavæðingu HS orku og lögmæti skúffufyrirtækisins í Svíþjóð til kaupa á meirihlutanum í félaginu.  Verði niðurstaðan sú, þrátt fyrir tvenn samþykki nefndarinnar um erlenda fjárfestingu, að skúffufyrirtækinu hafi ekki verið heimilt að fjárfesta í orkugeiranum hérlendir, hlýtur slík niðurstaða að kalla á afsögn bæði Katrínar Júlíusdóttur, Iðnaðarráðherra og Össurar Skarphéðinssonar, Utanríkisráðherra, enda voru þau helstu ráðgjafar Magma Energy við stofnum skúffufyrirtækisins og kaup þess á HS orku.

Endi málið með því, að kaup Sænsku skúffunnar á HS orku verði dæmd ólögleg myndast svigrúm til fækkunar ráðuneyta um leið og ráðherrarnir tveir neyðast til að segja af sér, en áform um slíka fækkun hefur ekki gengið eftir, þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmálanum, frekar en önnur mál, sem stjórnin hefur haft á stefnuskrá sinni.

Eins gott er einnig, verði endirinn þessi, að Steingrímur J. verði tilbúinn með tékkheftið og kaupi HS orku, því annar fellur fyrirtækið beint í hendur annarra erlendra aðila, þ.e. kröfuhafa Glitnis, en hverjir þeir eru veit nú enginn, nema vera skyldi að ríkisstjórnin hefði þær upplýsingar undir höndum og leyndi þeim, eins og svo mörgu öðru.

Hvað sem öðru líður, er þetta mál enn einn naglinn í líkkistu ríkisstjórnarinnar, sem nú fer að verða fullsmíðuð.

 


mbl.is Ríkið gæti keypt hlutinn í HS orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Aðgerðaleysið, síðastliðið haust, þegar Vinstri grænir vildu setja ný lög, eða breyta lögum um erlenda fjárfestingu, er stóra sökin í málinu.  Sök sem hvorugur stjórnarflokkurinn getur vikið sér undan.

 Reyndar kalla slík lög eða lagabreytingar, á undanþágu frá EES-samningnum.  Ætla má að beiðni um slíka undanþágu, sé ekki alveg það sem bírókratarnir í Brussel, vilja heyra frá umsóknarþjóð að ESB.  Það skýrir hvers vegna Samfylkingin, vildi ekki grípa inn í og breyta lögum, þegar það var hægt.   Vinstri grænir, mála sig svo út í sama horn og Samfylkingin í málinu, með því að veita ekki sterkari mótspyrnu sl. haust.

 Svo má líka benda á eitt.  Samkvæmt orðum stækkunarstjóra ESB, þá verða engar varanlegar undanþágur í boði, gangi þjóðin í ESB.  "Magma-málið", eða önnur áþekk mál, gætu því alveg beðið okkar í röðum, við inngöngu.  Þá verður bara breytingin orðin sú, frá því sem það er í dag, að úrskurðað verður um lögmæti þeirra gjörninga, af stofnunum ESB, en ekki af íslenskum stjórnvöldum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.7.2010 kl. 18:37

2 identicon

Legg til að stofnuð verði nefnd sem rannsaki hvernig " svokallaðir verndar alþýðunnar " þ.e samfylking og vinstri grænir hafa algjörlega gleymt alþýðu þessa lands

 Þetta lið getur sett ríkisstjórnina í uppnám útaf samningi sem gerður var fyrir löngu

Þeim finnst eðlilegt að fjármálastofnanir steli af fólki og hafi rangt við í viðskiptum en samt þurfi að bjarga þeim hvar var vörn alþýðunnar þá 

sæmundur (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 19:10

3 identicon

Ég verð sannfærðari með hverjum degi sem líður að ég treysti Magma Energy frá Kanada betur en Steingrími J. Sigfússyni frá Gunnarsstöðum og hans ríkisstjórn til að skila þjóðarbúinu arði af þessari auðlind.

Björn (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er magma frá Kanada? hverjir eru eigendur þess? Það hafa heyrst nöfn eins og Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason og fleiri nöfn í þeim dúr, fólk sem er vant að fást við áhættufjárfestingar jafnt hér á landi sem erlendis og skilur hvergi eftir sig sviðna jörð?  Væri gaman að vita hvað er hæft í þessu.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.7.2010 kl. 12:34

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er kominn á þá skoðun að "órólega deildin" svokallaða í VG, sé bara að setja á svið litla leikþætti fyrir "ríkisstjórn fólksins", til þess að draga athyglina frá öðrum og mikilvægari málum sem ríkisstjórnin ræður ekki við, svo eftir mátulega langan tíma étur "órólega deildin" allt ofan í sig og fellst á einhverja fáránlega hluti eins og t.d í þessu Magma-máli.  Þetta getur verið "sniðug" PR starfsemi.

Jóhann Elíasson, 28.7.2010 kl. 13:26

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hljóta að fagna þessum Magma-sirkusi.  Þessar stofnanir "læddu"  svari sínu, við erindi frá umboðsmanni Alþingis, vegna tilmælana vegna gengistryggðulána,  út í reykjarkóf það sem stjórnarliðar ollu í Magma-sirkusnum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.7.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband