Til hamingju Jóhanna og Jónína

Í dag ganga í gildi ein hjúskaparlög, sem gilda fyrir alla Íslendinga og enginn greinarmunur gerður á því, hvort það er gagnkynhneigt eða samkynhneigt par sem gengur í hjónaband.

Það hefur verið áratugabarátta samkynhneigðra, að öðlast allan sama rétt og gagnkynhneigðir á þessu sviði, því hjónaband skiptir öllu máli í sambandi við erfðarétt o.fl., sem fólk í óvígðri sambúð nýtur ekki. 

Þjóðinni er hér með óskað til hamingju með þessa réttarbót, sem kemur Íslandi í fremstu röð í heiminum, hvað réttindi samkynhneigðra varðar.

Þeim sem gegnu í hjónaband í dag eru einnig færðar hamingjuóskir, ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar Jónínu Leósdóttur, sem fengu staðfestri sambúð sinni breytt í lögformlegt hjónaband í dag.


mbl.is RÚV: Jóhanna í hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klukk

Þær sóttu um, en eru ekki búnar að fá löggildingu.

Klukk, 27.6.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég óska þeim líka til hamingju, bæði með ráðahagin og að þessi sjálfsögðu mannréttindi séu loksins orðin staðfest af löggjafarþinginu. Það er líklegast rétt hjá þér að Ísland er líklegast eitt af fremstu löndum þegar kemur að mannréttindum á þessu sviðu og mörgum öðrum líka. Vonadi farnast þeim vel stöllunum.

Óskar Arnórsson, 27.6.2010 kl. 20:15

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég óska þeim til hamingju sem og öðrum sem vilja hafa frjálst val um með hverjum þeir eyða sínum dögum.

Baldur Fjölnisson, 27.6.2010 kl. 20:27

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt Axel

Finnur Bárðarson, 27.6.2010 kl. 20:42

5 identicon

Klukk: öll þessi hjónabönd taka opinberlega gildi í fyrramálið þegar þau verða afgreidd, það er rétt. Þetta er frábær dagur :)

G (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel Jóhann, þetta er ekki rétt hjá þér: "hjónaband skiptir öllu máli í sambandi við erfðarétt o.fl.", því að búið var að veita samkynhneigðum FULLAN ERFÐARÉTT og öll önnur lagaleg réttindi með lögunum um staðfesta samvist. Það var því augljóslega af þeim ástæðum engin ástæða til að láta undan kröfum um, að þeir fengju hjónavígslu. Þar fyrir utan er sú ráðstöfun með þeim hætti gerð, að skilja má sem árás á trúfélög í landinu, enda FELLDI meirihluti þingmanna tillögu um, að vígslumönnum trúfélaga skyldi vera heimilt að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríddi gegn trúarlegri sannfæringu þeirra.

Þessi lög eru hneisa, og gjörðir Karls biskups og Þjóðkirkjunnar eru enn meiri hneisa, enda er nú byrjaður verulegur órói innan hennar. Úrsagnirnar byrja ekki seinna en í fyrramálið.

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 22:19

7 identicon

Jón Valur: Þetta er þá væntanlega hið besta mál fyrir ykkur katólska?

G (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:28

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, okkur er mikil raun að þessu. Þetta er áfall fyrir alvöru-kristindóm í landinu. Talaðu við sannkristið fólk, sem rækir trú sína vel.

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 22:54

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Valur við verðum að láta þetta yfir okkur ganga svona er maðurinn einu sinni gerður hann má allt hann getur allt og vill allt æðri öllum öðrum dýrum!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 23:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sanntrúaðir prestar munu neita að taka þátt í þessu.

Þetta er þvert gegn biblíulegu siðferði og boðum Krists.

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 00:07

11 Smámynd: Klukk

Getur ekki verið að Guð og Kristur hafi skipt um skoðun eftir allan þennan tíma?

Það er engum holt að halda fast í sömu tvö þúsund og eitthvað ára kreddur.

Klukk, 28.6.2010 kl. 00:31

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er undarlegt að Karl biskup hafi gefið út þetta hjónavígsluritúal því það stenst ekki Biblíuna, en aðalástæðan fyrir því að Biblíugrundvallað kristið fólk hafnar hjónavígslu samkynhneigðra er óttinn við að landið fjarlægist Náð Guðs sem hefur verið yfir okkar landi.  Undursamleg er Náðin og það að fá að lifa í henni gefur vernd,  innri frið, kærleika og gleði sem engar jarðneskar tilfinningar fá jafnað.  Prestar geta ekki pantað náðina, hún fæst eingöngu fyrir heilagan Anda sem er algjörlega í takt við Orð Jesú Krists.  Prestar sem að fylgja Orði Guðs og helgast í bæn hafa þó þessa undursamlegu nærveru sem heilagur andi einn getur gefið, og guðsþjónustur þeirra eru fylltar heilögum anda,

Jónína og Jóhanna er ágætar konur og málið snýst ekki um samkynhneigðar persónur enda eru þær elskaðar af Guði eins og öll sköpun hans. 

Þjóðkirkjan er núna endanlega klofin og eðlilegast væri að skilið væri endanlega á milli ríkis og kirkju.  Þessi sundrung er búin að vera að gerjast í nokkur ár, hún hófst líklega þegar að þjóðkirkjan fór í auknum mæli að  samþykkja spíritismann.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2010 kl. 00:32

13 identicon

Jahérnahér...mikill er kærleikurinn biblíumanna í garð samkynhneigðra!

Valgerður (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:15

14 identicon

...kærleikur biblíumanna... átti þetta að vera. :)

Valgerður (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:16

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærleikur felst ekki í að gera það, sem mönnum er ekki til góðs, Valgerður.

Það, sem er mönnum til góðs, er ekki viðstöðulaus (instant) uppfylling allra óska þeirra. Væri það svo, myndu svindlarinn, þjófurinn og ökuníðingurinn líka vilja panta sér löggildingu og fordómaleysi og nýjan, löglegan status.

Svo átt þú og þínir samherjar eftir að sanna það hér fyrir okkur, að það sé í raun til góðs, ekki bara í bráð, heldur líka í lengd fyrir:

1) samkynhneigðan karlmann, að látið sé eftir upp kominni hneigð hans eftir ástalífi með öðrum karlmanni/karlmönnum og það allt lýst vera af hinu góða og jafn gott og gefandi fyrir samfélagið eins og eðlilegt ástalíf manns og konu og ekki aðeins það, heldur líka fyrir hann sjálfan, heilsu hans og hamingju, andlega vegferð hans og velferð í þessu lífi og reyndar handan þess líka – og að þar til heyri sem æskilegt, að hann fái öll umbeðin réttindi, m.a. til hjúskapar, barnauppeldis, frum- og kjörættleiðingar, staðgöngumæðrunar (það er næsti bær) og forræðis, sem og til fóstrunar og forræðis yfir barni þá leiðina, sem oft er á kostnað hinna eiginlegu foreldra og þar með barnsins;

2) að það sama eigi við um samkynhneigðar konur að breyttu breytanda,

3) að þessi algera undanlátssemi við ýtrustu kröfugerð samkynhneigðra (eða öllu heldur samstöðuhóps þeirra) sé einnig fjölskyldum þeirra fyrir beztu, þ.m.t. a) foreldrum þeirra og öðrum ástvinum og andlegri líðan þeirra, sem og b) hugsanlegum börnum/fósturbörnum þeirra, bæði kyngetnum úr fyrri samböndum með maka af hinu kyninu og börnum sem fengin eru með fóstrun, stjúpættleiðingu, annarri ættleiðingu, tæknifrjóvgun eða staðgöngumæðrun og forræðisveitingu,

4) að þetta sé samfélaginu í heild til góðs, skili af sér jafngóðum áhrifum og árangri og hjúskapur og kynlíf og barneignir karls og konu.

Og hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Hafa rannsóknir sýnt fram á þetta með skýrum hætti? Nei, þær hafa ekki gert það. Þær hafa raunar verið áberandi lítið framkvæmdar, svo að heitið geti, með tilliti til fjölda (sem og fjölda rannsakaðra!), tímalengdar og árangurskönnunar yfir langt tímabil. Þetta síðastnefnda (sem og, að langsamlega minnst hefur þetta verið kannað í búskaparháttum homma) er viðurkennt af t.d. félagsfræðingum sem góða yfirsýn hafa um þessi mál, enda leggja þeir áherzlu á, að meiri rannsóknir séu æskilegar – þeir hafa ekki sagt þar sitt síðasta orð!

Það er fáheyrður ofurflýtir og flumbrugangur þjóðfélags eða ráðandi manna að hlaupa upp til handa og fóta og láta sem fyrst undan öllum þessum kröfum að lítt rannsökuðu máli.

Enn álösunarverðari og raunar sér á báti er svo róttækni og undanlátssemi illa upplýstra, blekktra, hræddra og áreittra forstöðumanna trúfélaga, presta og biskupa í þessum málum, þvert gegn boðskap og siðaboðum Heilagrar Ritningar og í fullkomnu trássi við vígsluheit þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og verður þeim ekki léttbær til lengdar, þegar safnaðarfólk fer að fjarlægjast þá, þegar upp kemst um strákinn Tuma hvað varðar tilbúning félagslegs rétttrúnaðar (sjá hér á eftir), þegar vond áhrif ákvarðana þeirra sjálfra á mannlífið fara að koma í ljós og ... þegar þeir mæta sjálfum skapara sínum.

Uppgötvazt hafa vísvitandi falsanir félagsfræðinga, sálfræðinga, kynfræðinga o.fl. háskólamenntaðra manna, sem vildu gera mikið úr sönnunargildi rannsókna sinna í þá átt, að enginn munur væri á heilnæmi samkynhneigðs eða gagnkynhneigðs lífernis né á árangri samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í barnauppeldi ("the No difference theory"), en þetta voru gjarnan félagsfræðingar sem þáðu laun fyrir að undirbúa málarekstur í forræðis- og réttindamálum fyrir dómstólum eða löggjafarþingum (þau eru 52! – dómstólarnir margfalt fleiri) í Bandaríkjunum, en sumir þessara fræði- og 'fagmanna' voru að auki social activists sem unnu og kepptu eftir róttækri hugmyndafræði. Falsanirnar voru víðtækar og fólust m.a. í því að velja valkvætt úrtak til rannsóknar og ekki hvað sízt í því að leggja ekki öll spilin á borðið, hvað frum-rannsóknargögnin snerti, heldur fela sum þeirra og láta þau ekki birtast í rannsóknarniðurstöðunum, sem dregnar voru saman í lokin í birtum ritgerðum og í tilkynningum til fyrrnefndra opinberra stofnana sem og til fjölmiðla.

Já, þarna var um meiri háttar hoax (blekkingarstarfsemi eða svikamyllu) að ræða í fræðasamfélaginu, en það var reynt að þagga það niður með ýmsum ráðum, ekki hvað sízt af þessum fræðastéttum sjálfum!

Eftir á hafa svo aðrir í þessum stéttum, m.a. hér á landi, reynt að hagræða svo málflutningi sínum, að ekkert berist mönnum fyrir augu og eyru annað en einhæf Pótemkíntjöldin eða áróðursbrags-myndin af niðurstöðum hinna meintu rannsókna. Þar er "the No difference theory" yfirleitt in opinbera útgáfa og látin heita heilagur sannleikur, sem sanni allt og þar með talið líka, að allir andmælendur hennar séu óupplýstir, fordómafullir og nánast illgjarnir út í samkynhneigða og naumast samkvæmishæfir, enda vísvitandi haldið úti frá umræðunni, m.a. frá viðtölum í ríkisfjölmiðlum sem öðrum og frá spjallþáttum þeirra, þar sem alls kyns álitsgjafar, sem í raun hafa ekki kynnt sér allar hliðar málsins, fá að bergmála hin viðteknu viðhorf ráðandi, róttækra afla í hópi félags- og uppeldisfræðinga o.s.frv.

Hinni opinberu tilbúningsmynd var m.a. hróflað upp með styrkveitingum úr sjóðum, m.a. hins opinbera, til "framsækinna" rannsóknarverkefna, sem a.m.k. í alvarlegum þáttum sínum voru hlutdræg og valkvæm og skiluðu falskri yfirborðsmynd, þar sem mottóið var ýmist No difference! eða jafnvel: betri árangur hjá samkynhneigðum en gagnkynhneigðum!. Verkefni af slíku tagi var klárað og gefið út með styrkjum hér á landi í formi bókar undir nafninu Samkynhneigðir og fjölskyldulíf, og þetta allt, með tilheyrandi fundablaðri og viðtölum og útbreiðslu og áhrifum á stjórnmálastéttina (m.a. Össur Skarphéðinsson, að hans eigin sögn) áorkaði mjög mikið til að ávinna hinni einhæfu áróðursmynd sess hér á landi í hugum fjölmiðlunga og faglegra sem ófaglegra álitsgjafa þeirra enn valdameiri manna, en allt hafði það mikil áhrif til að friða almenning og raunar skapa vissa hysteríu meðal margra að leggjast nú af alefli á sveifina með "sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðra".

Það, sem eftir er af atburðarásinni, þekkir þú sennilega nokkurn veginn jafn vel og flestir aðrir, Valgerður!

Þannig er ástandið, en þetta á eftir að breytast, sannaðu til. Reynslan sjálf mun skera úr um hlutina og hefur þegar gert að hluta; það verður ekki hægt að þagga niður nýjar sem eldri rannsóknir og niðurstöður þeirra endalaust.

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 05:16

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, mín skoðun á því að sjálfsagt sé að ein hjúskaparlög gildi fyrir alla byggist ekki á trúarskoðun eða rannsóknum sérfræðinga á því hvað sé gott eða slæmt fyrir kynlíf þjóðarinnar, heldur eingöngu á því að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og hjónaband eigi fyrst og fremst að byggjast á ást og virðingu tveggja einstaklinga óháð því hvort þeim auðnist að eignast barn saman.

Ekki lít ég svo á, að barnlaust hjónaband samkynhneigðra para sé af hinu illa, þó draumur þeirra um eignast börn rætist aldrei, nema með tæknifrjógunum eða ættleiðingum.  Ekki eru heldur allir samkynhneigðir foreldrar börnum sínum góðar fyrirmyndir og sumir þeirra eru reyndar hrein illmenni og fara með börn sín eftir því.

Hjónabandið er ekki einu sinni kristin uppfinning, heldur undirstaða fjölskylna og þjóðfélaga af hvaða trúarlegum uppruna sem er og hefur fylgt manninum frá upphafi hans, jafnvel frá því áður en trúarbrögð komust í spilið og ekki veit ég nema samkynhneigð sé jafn gömul.

Innst inni er það nú samt líklega mitt kristilega uppeldi, sem ræður kærleika mínum til allra manna, hverrar trúar sem þeir eru og hver hneigð þeirra er til kynjanna.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 07:19

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Axel Jóhann. Ég melti það og svara þér seinna.

En aldrei hafa kristnir kennimenn haldið því fram, að hjónabandið sé „kristin uppfinning", enda er sagt frá því i sköpunarsögunni af forfeðrum mannkyns. Og Jesús sagði: „Hafið þið eigi lesið að skaparinn gerði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður" (Matt. 19.4–5).

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 08:34

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tek undir hamingjuóskir til Jóhönnu og Jónínu og til samkynhneigðra allra á Íslandi,   Til "Biblíutrúaðra"  í Biblíunni stendur: "Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. 27Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. 28Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú."

Guð fer ekki í manngreinarálit og því finnst mér að við eigum ekki að gera það heldur.

Amen og Hallelúja

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.6.2010 kl. 08:36

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að virða og heiðra boð Guðs í Biblíunni, Jóhanna. Þú vitnar þarna í Galatabréfið 3:28 – sbr. einnig Kólussubréfið 3:11 – en bæði eru eftir Pál postula, sem hafði umboðsvald og opinberanir frá Jesú sjálfum og kenndi, að þeir karlmenn, sem leggist saman til samræðis, muni ekki Guðs ríki erfa (I.Kor.6.9-10), þó að þeir geti vel fengið fyrirgefningu, ef þeir iðrast, eins og hann bætir við (6.11), og hann segir kynferðislega samlegu karlmanna ennfremur "gagnstæð[ða] hinni heilögu kenningu, samkvæmt náðarboðskap dýrðar hins sæla Guðs, sem mér er trúað fyrir" (I.Tím.1.10–11), þannig að þú getur ekki haft vitlausara fyrir þér um trúarafstöðu hans og boðun í nafni Guðs.

Að óbreyttu ástandi þínu í kenningarefnum væri þér sæmst að hætta að vitna í Pál postula.

En svo ósvífnir eru líberalistar í Þjóðkirkjunni, alveg upp úr, að á sama tíma og þeir segja, að sínir eigin hjónavígslugerningar með samkynhneigðum séu "í nafni Guðs" og "í Jesú nafni", þá eru þeir í reynd (og sumir fullum fetum) að fullyrða, að Páll postuli hafi EKKI talað í nafni Guðs né flutt okkur boðskap hans!

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 09:16

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er einhver munur á þjóðkirkjunni og sýslumannsskrifstofunni? Fólk er í raun núna að fá sömu þjónustu á báðum stöðum.  Það er  rangt og kærleikslaust að blekkja hinn almenna safnaðarmeðlim með því að biskup, prestur eða söngfólk geti kallað fram heilagleikann án þess að vera sjálft helgað í Orðinu og tilbeiðslu til Krists.  Fólk á rétt á því að kirkjan sé fyllt af heilagleika Guðs sem græðir, gleður og nærir sálartetrið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2010 kl. 14:30

21 identicon

Axel, má maður vera dónalegur og með fordóma á síðunni þinni ef maður felur það með skrúðmælgi, eins og Jón Valur?

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 14:32

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, ég vísa bara til þess sem segir í haus síðunnar, en þar er farið fram á að fólk noti ekki persónulegar svívirðingar og skítkast í athugasemdum sínum.  Það hlýtur að vera hægt að gagnrýna skoðanir manna, án þess að níða persónur þeirra sjálfra, enda þekkja menn í fæstum tilfellum þann, sem skoðunina setur fram og eiga því að einbeita sér að því að rökstyðja sína eigin skoðun og benda á veilur í skoðunum hins.

Það eru skoðanaskipti, en skítkast og svívirðingar eru allt annað.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 14:56

23 identicon

Ok, ég sleppi því þá bara að minnast á ákveðnar persónur, skal beina orðum mínum almennt til ákveðins hóps fólks. Því miður er ég ekki jafngóður skrúðskrifari og JVJ.

Sannkristnir hafa slæm áhrif á börnin okkar, eru slæmir uppalendur sem hunsa allar staðreyndir málsins og vísa í falsaðar rannsóknir og upplogna bók sér til stuðnings. Sannkristnir og þeirra viðhorf eru skaðleg kynferðislegri heilsu Íslendinga og hafa slæm áhrif á kynferðislegar hugmyndir íslenskra ungmenna, auk þess að stuðla að kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Sannkristin viðhorf eru helst til þess fallinn að brjóta niður heilbrigða sjálfsmynd ungmenna sem reyna að lifa lífinu í sátt og samlindi við aðra. Ekki vil ég að börnin mín mengi huga sinn með slíkum fordómafullum og ómannlegum viðhorfum sem eru best til þess fallinn að brjóta niður íslensk samfélag og gildi þess.

Axel, var þetta betra?

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:25

24 identicon

Biblían segir margt t.d.

Fimmta bók Móse 22:13-21

13Nú gengur maður að eiga konu, en fær óbeit á henni, er hann hefir samrekkt henni,

    14og ber á hana svívirðilegar sakir og ófrægir hana og segir: "Ég gekk að eiga þessa konu, en er ég kom nærri henni, fann ég ekki meydómsmerki hjá henni,"

    15þá skulu foreldrar stúlkunnar taka meydómsmerki hennar og fara með þau til öldunga borgarinnar í borgarhliðið,

    16og faðir stúlkunnar skal segja við öldungana: "Dóttur mína gaf ég þessum manni að eiginkonu, en hann hefir óbeit á henni.

    17Nú ber hann svívirðilegar sakir á hana og segir: ,Ég fann eigi meydómsmerki hjá dóttur þinni.` En hér eru sannanir fyrir meydómi dóttur minnar!" Og þau skulu breiða út rekkjuklæðið í augsýn öldunga borgarinnar.

    18Og öldungar borgarinnar skulu taka manninn og refsa honum,

    19og þeir skulu gjöra bætur á hendur honum, hundrað sikla silfurs, og greiða þá föður stúlkunnar, fyrir það að hann ófrægði mey í Ísrael. Og hún skal vera kona hans, honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína.

    20En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið,

    21þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

JVJ ég vona að konan þín (ef þú átt hana) hafi verið hrein þegur þú giftist henni, annars veistu hvað skal gjöra!

Markúsarguðspjall 12:18-27

    19"Meistari, Móse segir oss í ritningunum, ,að deyi maður barnlaus, en láti eftir sig konu, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja.`

Það er gott að ég á 4 bræður :p

 Fimmta bók Móse 25:11-12

11Þegar tveir menn eru í áflogum, og kona annars hleypur að til þess að hjálpa manni sínum úr höndum þess, er slær hann, og hún réttir út höndina og tekur um hreðjar honum,

    12þá skalt þú höggva af henni höndina og eigi líta hana vægðarauga.

hahahahaha :)

 Afhverju heyrist ekki í ykkur með þetta að gera, banna fólki að giftast ef stúlkan hefur legið með öðrum manni?

Eða  höggva af þeim hendurnar sem taka um hreðjar annars manns þegar hann er að lemja þig í klessu?

Snjókaggl (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 16:32

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gamla testamentið hafði sín lög, sem líktust mörg hver lögum annarra þjóða í Mið-Austurlöndum, en voru þó yfirleitt mannúðlegri. Kristnir menn eru ekki bundnir þessari lagasetningu, sem þú tínir hér til, heldur boðum Nýja testamentisins. Svo skaltu ekki gera ráð fyrir, "Snjókaggl", að þessum lögum hafi verið beitt um hreðjatakið – þau hafa trúlega haft ærinn fráfælingarmátt, sýnist mér!

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 18:22

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

En hvað sem öllum þessum hamingjóskum líður þá er niðurstaða kirkjunnar skýr.

Til giftingar þarf tvo einstaklinga og nægir að líkur séu til þess að báðir hafi kynhvöt. 

Árni Gunnarsson, 28.6.2010 kl. 20:36

27 identicon

Gaman ef einhver sannkritinn mundi reyna að svara honum Bjögga, hann virðist fara með nokkuð rétt mál.

Annars langar mig að spurja hana Guðrúnu að einu, hún talar um þessa "Náð" 12#. Svo ég vitni í hana "Undursamleg er Náðin og það að fá að lifa í henni gefur vernd,  innri frið, kærleika og gleði sem engar jarðneskar tilfinningar fá jafnað"

Nú eru norðurlöndin ein af ríkustu löndum heims, ein bestu velferðarkerfi og mælist hamingja yfirleitt hæst þar. Einnig er ein hæsti meðalaldri sem þekkist. Einnig er glæpatíðni í lærri kanntinum. Þetta er allt saman á norðurlöndum. Eitt eru norðurlöndin líka hæst í. Þar mælist hlutfall trúlausra einna hæst af öllum stöðum í heiminum.

Hvernig stendur á þessu, mun færri trúa á guð í þessum löndum samt virðast þau hafa það best, eða Náðin er þar einna mest.

Ekki virðist trúleysa hafa þau áhrif að Náðin hverfi, afhverju ætti hjónavígsla samkynhneigðra að gera það?

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:51

28 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Mikil er hamingjan, ég hefði kosið að Jóhanna og alþingi hefðu komið málum heimilanna í höfn, á undan þessu máli.

Tryggvi, það er auðvelt að svara Bjögga, því ekkert af því sem hann segir getur hann rökstutt.

K.F.U.og K hafa hingað til verið talin sannkristin samtök. Sumarbúðir þessarra samtaka hafa verið eftirsóttar af þorra þjóðarinnar fyrir góð áhrif á börn.

Ekki veit ég hvernig sannkristin viðhorf eru skaðleg kynferðislegri heilsu Íslendinga.

Ég segi þvert á móti að ef sannkristin viðhorf væru í fyrirrúmi, þá væri þjóðin laus við allt sem heitir kynsjúkdómar.

Ég þekki til fjölda unglinga sem hafa alist upp á kristnum heimilum og hafa mjög heilbrigða sjálfsímynd.

Bjöggi minnist á fordóma, sem þýðir að dæma um eitthvað sem maður ekki þekkir sjálfur, þessar fáu línur þínar kæri Bjöggi eru gegnsýrðar "fordómum" þú veist ekki hvað þú ert að tala um, því miður.

Kristinn Ásgrímsson, 28.6.2010 kl. 22:36

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tryggvi, Náðin mælist ekki í veraldlegri velgengni, Náðin er verk Guðs, og hann er ekki þjónn lífsgæðakapphlaups manna hér á jörðu. Náðin gefur andlega ávexti, ekki sparifé og hlutabréf, hún gefur farsælt fjölskyldulíf, ekki taumlaust frelsi í lífsháttum. Og svar Kristins Ásgrímssonar var mjög verðugt til hans Bjögga.

Árni vinur okkar Gunnarsson reynir að finna hér kjarna málsins, en spotzkur er hann, og ættu kirkjunnar menn ekki að taka þá einföldu lýsingu sem djúpa virðingu hans fyrir fyrirbærinu.

Næst verður þetta spurning um, hvenær upp rísi þrýstihópar sem heimta að systkini fái að giftast, ætlast til fjölkvænis og fjölveris, sem og að kirkjan beygi sig fyrir kröfum tvíkynjaðra (sem eru NB líklegastir til að verða hlutfallslega mestu útbreiðendur HIV-veirunnar og fleiri kynsjúkdóma) um að fá að giftast einstaklingum af báðum kynjum í þríhyrningi eða ferningi eða fimmstrendingi ...

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 23:20

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Tvíkynjaðir" átti nú að vera tvíkynhneigðir.

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 23:22

31 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tryggvi, þetta trúleysi í norðurlöndunum er nýtilkomið.  Ef þú þekkir fána norðurlandanna þá sérðu að þau eru öll með krossinn sem kjarna. Og stjórnarskrá þeirra og þing var byggt á kristni.  Kristin trú er ennþá  sterk meðal norðurlandabúa, þó svo að staða ríkiskirkna sé kannski að veikast þar eins og hér.

Samkynhneigðir eru ekkert fjær Guði en aðrir, og hafa sama aðgang og ég og þú að Guði fyrir það eitt að meðtaka Jesú Krist sem frelsara sinn og lifa í Orði hans.

Og ég tek undir með Kristni Ásgríms., og einnig hefur Jón Valur margsinnis bent á það í sínum pistlum að kynsjúkdómar fyndust ekki ef að fólk lifði sannkristnu lífi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2010 kl. 23:25

32 identicon

Það sem hann er að tala um er að kaþólska kirkjan var mikið á móti getnaðarvörnum, Hver man ekki eftir páfanum sem sagði við heiminn, ekki nota smokka. Hversu margir helduru að hafi smitast af HIV í afríku út af þessum orðum?

Svo í mörgum sannkristnum samfélögum er þunganir meða unglinga mun hærri heldur en hjá mörgum öðrum samfélögum, því getnaðarvarnir eru ekki viðurkenndar. Sem hlýtur líka að skila sé í fleirum kynsjúkdómum. 

Persónulega tel ég það fordóma þegar þú villt neita samkynhneigðum um réttindi sem hinn almenni maður fær. 

Auðvitað er þetta ekki algyllt, En samt sem áður þá finnst mér þetta oft ekki heilbrigt hvað er verið að predika.

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:33

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tryggvi hvernig má það vera að í landi eins og Íslandi með allt þetta aðgengi að smokkum og öðrum getnaðarvörnum er fleiri hundruð fóstrum eitt á hverju ári? Og kynsjúkdómar og leghálskrabbamein eru alltof algengir sjúkdómar?

Fóstureyðingar skilja oft eftir sig stúlkur sem reynist svo erfitt að lifa með þessum gjörningi að þunglyndi leitar á þær, þunglyndi sem að margar þeirra losna ekki undan og gerir þær háðar lyfjagjöf.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2010 kl. 23:45

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tryggvi, trúleysingjar fara ekki eftir páfanum né prestum hans. Trúaðir kaþólikkar geta hlýtt þeim eða farið að ráðum þeirra – og þar með lifað i skírlífi, meðan þeir hafa ekki gengið í hjónaband, eða í trúfesti við maka sinn eftir giftingu. Ekkert af þessu breiðir út kynsjúkdóma!

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 00:15

35 identicon

Guðrún, mér þætti gaman ef þú mundir lesa greinina eftir hann Steven levitt þar sem hann einmitt talar um fóstureyðingar og gildi þess, þar finnur hann mjög sterk tengsl milli þess að fóstureyðingar voru leyfðar og glæpatíðni lækkar, samanber greininni hans "unvanted children". Ég á bókina Freakonomics þar sem þetta er vel útskýrt, það skásta sem ég gat fundið í fljótu bragði á netinu var þetta

http://en.wikipedia.org/wiki/Legalized_abortion_and_crime_effect

Jón minn ég skal segja þér hvað getur haft áhrif á útbreiðslu HIV

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2003/10/21/evropusambandid_blandar_ser_i_smokkadeilu/

http://halsor.spaces.live.com/blog/cns!2B9E445CD6E1D561!2258.entry

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=842032

Taka nokkur gullkorn sem hann Jóhannes Páfi II og páfagarðurinn sagði:

"hann lýsti því yfir að það væri synd að nota smokkinn. Sama hverj­ar kring­um­stæð­urn­ar væru"

"HIV-veira, sem veldur alnæmi, gæti smogið gegnum smokka því þeir væru gegndræpir."

Hrikalega gáfulegar athugasemdir sem sagt var við fólk í þriðjaheims ríkinu afríku þar sem margir lifa mjög frumstæðu lífi og vita ekkert betur.

 Núna hef ég ekkert á móti Kristni og þeim almenna boðskap sem hann flytur. Mér finnst hann gera heiminn betri þó svo að mín trú liggji ekki þar

En svona bókstafstrú á hvaða trúarbrögðum sem er hefur yfirleitt aldrei leitt til neins góðs.

Tryggvi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:57

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir sem styðja Páfann og allt það óeðli sem er drifkraftur þeirrar trúarbragða, þurfa að kynna sér betur hvað þeir eru að gera. Það er því miður fólk sem er kaðólskt því það veit ekki betur. JVJ er einn af þessum gjörsamlega meðvitundarlausu mönnum sem á virkilega bágt. Ég held að JVJ standi í þeirri trú að hann hafi rétt fyrir sér í því sem hann segir! Svo djöfullega getur þetta litið út þegar menn velja trúarbrögð í staðin fyrir Guð....

Óskar Arnórsson, 29.6.2010 kl. 03:07

37 identicon

Bjöggi og Tryggvi, þið styðjið sem sagt einelti á alla minnihlutahópa svo framalega sem það er ekki minnihlutahópur samkynhneigðra?

Valur (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:23

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega er þessi umræða komin út um holt og móa, langt frá umræðuefninu, og ekki batnaði ástandið með fávíslegum innleggjum Tryggva sem vill tengja lækkaða glæpatíðni (hún hefur reyndar hækkað mjög víðast hvar!) við sem allra mest dráp á ófæddum börnum!!! Smokkafræði hans hafa líka verið afsönnuð margsinnis. En nú fer ég að sinna öðru betra.

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 12:08

39 identicon

Lastu þessa grein Jón??

Lestu þessa grein, það er aldrei talað almennt um lækkaða glæðatíðni, heldru einfalldlega bent á þá staðreynd að það var glæpaöld í BNA, flestir glæpamenn voru á aldrinum 18-24 ára.

Árið 1973 eru fóðstureyðingar leyfðar, svo allti í einu 1992 byrjar glæpatíðni hjá 18-24 að minnka. Og hreinlega hrapar 1995.

Hmm akkúrat 18 árum eftir að fóstureyðingar eru leyfðar. Skemmtileg tilviljun.

Önnur skemmtileg tilviljun sem er farið yfir í bókinni Freakonomics er að sá hópur, á þessum tíma í kringum 1973+, sem var líklegastur til að fara í fóstureyðingar er einmitt sami hópur og var líklegastur til þess að eiga börn sem urðu glæpamenn. 

Að sjálfsögðu eru margar hliðar á öllum málum og er ég ekki að halda fram að þetta sé einhver heilagur sannleikur en það er svo ótrulega margt sem spila inn í öll mál. Engin ein hlið er rétt.

EN já eins og þú bendir á er umræðan komin langt út fyrir efnið, maður á stundum bara ótrulega erfitt með sjálfan sig þegar svona umræða fer af stað á netinu. Því ætla ég að gera eins og þú og fara að sinna einhverju öðru.

Tryggvi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:09

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tóm þvæla og vitleysa, Tryggvi. Hefurðu ekkert heyrt um nýjar aðferðir, sem farið var að beita við eftirlit með vandræðaunglingum og smáglæpum, aðferðum sem hjálpuðu til að stoppa það af, að ýmsir færu dýpra út á glæpabrautina? Þú hefur ekki minnstu sönnun fyrir því, að þetta hafi á neinn hátt tengzt fósturdeyðingum. Þar að auki hefurðu ekki birt hér neinar tölur um þetta, enda myndu þær EKKERT sanna, eins og ég hef þegar vikið að.

Jón Valur Jensson, 30.6.2010 kl. 00:53

41 identicon

Hefur þú einhverjar sannanir fyrir því að þessar aðgerðir sem þú nefnir tengist minnkun glæpa? Nei þú getur ekki sannað það einfaldlega horft á tölfræðina sem safnast saman og notað hana til að útskýra þetta. Nú ætla ég að taka texta beint ú greininni sem ég vísaði í en þú nenntir augljóslega ekki að kíkja á

"Donohue and Levitt point to the fact that males aged 18 to 24 are most likely to commit crimes. Data indicates that crime in the United States started to decline in 1992. Donohue and Levitt suggest that the absence of unwanted aborted children, following legalization in 1973, led to a reduction in crime 18 years later, starting in 1992 and dropping sharply in 1995. These would have been the peak crime-committing years of the unborn children."

Svo heldur þetta áfram og benda á staðreynd sem ýtir bara undir þessa kenningu.

"The authors argue that states that had abortion legalized earlier and more widespread should have the earliest reductions in crime. Donohue and Levitt's study indicates that this indeed has happened: Alaska, California, Hawaii, New York, and Washington experienced steeper drops in crime, and had legalized abortion before Roe v. Wade. Further, states with a high abortion rate have experienced a greater reduction in crime, when corrected for factors like average income.[3] Finally, studies in Canada and Australia have purported to established a correlation between legalized abortion and crime reduction.[3]

Þetta er safn tölfræða sem bendir til ákveðinna hluta, enginn sannleikur, það spilar allt inn í og að reyna að afneita þessum tölfræðigögnum bara að því að þú villt ekki trúa því, finnst þetta ógeðfellt eða hvað er alveg ótrulega barnalegt. Eins og ég sagði, þessar aðferðir sem þú nefnir, upptaka "the three strike law", fóstureyðingar og margt annað spilaði örugglega saman í því að glæpatíðni hjá ungu fólki minnkaði.

En jæja nú er ég hættur fyrir alvöru, ótrulegt hvað maður þarf alltaf að reyna að eiga seinasta orðið í þessum kjánalegu netrifrildum

Tryggvi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 02:38

42 identicon

"Sanntrúaðir prestar munu neita að taka þátt í þessu.

Þetta er þvert gegn biblíulegu siðferði og boðum Krists."

-Jón Valur

Sem sagt þessir sanntrúuðu kaþólsku prestar sem nauðga börnum og

Páfinn sem lýgur að fáfróðu fólki að smokkar auki líkur á eiðni og hylmir yfir barnaníð sem prestarnir hans fremja og

sannkristna fólkið sem drepur lækna sem framkvæma fóstureyðingar.

Ljótt siðferði það og ekki til eftirbreytni.

Óli (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 12:07

43 Smámynd: Óskar Arnórsson

Páfinn er eina fyrirbærið í heiminum sem fær mann að trúa að djöfullinn sé til, enda væri þá Páfinn dyggur talsmaður hans...

Óskar Arnórsson, 30.6.2010 kl. 13:55

44 identicon

Páfinn er nú eitt mesta kvikindi sem maður hefur lagt augu á en það er nú allt annað mál. 100% sammála þér Axel og nú er kominn tími til að gera eitthvað í málum heimilanna Jóhanna., engir hveitibrauðsdagar fyrir þig!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband