Dómurinn stendur - skattgreiðendur borga

Á meðan fjármálafyrirtækin og reyndar skuldarar líka, töldu að gengislánin væru lögleg, gengu þau hart eftir því að staðið væri í skilum með lánin og eftir tveggja mánaða vanskil var samningum oft rift og vörslusviptingum beitt af fullri hörku og skuldurunum síðan sendir háir bakreikningar vegna ýmiss kostnaðar, sem sagður var vegna skoðana og viðhalds.  Á þeim tíma var óspart vitnað til samningstextans um gengistrygginguna og jafnvel á síðustu dögum, vikum og mánuðum á meðan málið var til meðferðar hjá Hæstarétti, var fullri hörku beitt við innheimtur og ekki tekið í mál, að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.

Núna, þegar dómur Hæstaréttar er fallinn á þann veg, að gengistryggingin sé ólögleg og þar með standa lánasamningarnir eftir með sinn upphaflega höfuðstól í íslenskum krónum og 2-4% vexti, þá dettur hvorki lánafyrirtækjunum, ráðherrunum eða seðlabankastjóranum í hug, að fara skuli eftir úrskurði Hæstaréttar og innheimta lánin samkvæmt homum.  Því er borið við að óvissa ríki um málið, en það er alveg kristalskýrt, að þangað til og ef annar dómur gengur vegna þessara lána, þá á að innheimta í samræmi við dóminn.  Nú þýðir ekkert fyrir lánastofnanir að segja að þær ætli að bíða í marga mánuði eftir einhverjum nýjum dómum, áður en nokkuð verði gert í málinu.

Það er ekki hægt að neita stundum að bíða eftir Hæstaréttardómi og bera svo við daginn eftir að nú þurfi að bíða eftir einhverjum nýjum dómum um eitthvað, sem ekki er einu sinni búið að stefna út af ennþá, enda dómstólar komnir í réttarhlé.

Hvað sem hverjm finnst um vaxtakjör þessara lána, ber að innheimta þau í samræmi við niðurstöðu dómsins.  Allt annað hlýtur hreinlega að vera níðingslegur átroðningur á rétti skuldaranna.

Tapið af dóminum lendir svo á skattgreiðendum, en hverjum er ekki sama um það.

Skuldarar þessara lána skipta sér ekkert af því hver borgar brúsann, bara ef það eru ekki þeir sjálfir, nema þá sem hluti skattgreiðenda í landinu, en allavega dreifast skuldir þeirra á fleiri herðar.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðilegt að lánastofnanir standi allt í einu í sporum almennings, að þeirra fjármunir rýrni að að virði vegna verðbólgu.

Banani (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er engu líkara en Árni Páll Árnason hafi gefið þér spark í afturendann, þegar þú skrifaðir niðurlag þessa bloggs. Það lá fyrir mat sérfræðinga um að gengistryggingin væri ólögmæt og stjórnvöldum var fyllilega kunnugt um þá réttaróvissu. Hafi fulltrúar ríkisvaldsins samið við kaupendur bankanna án þess að taka þetta með í þeim samningum er full ástæðu til þess að draga stjórnvöld til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi.  Á meðan það liggur ekki fyrir að skattgreiðendur greiði ekki fyrir pakkann, verða stjórnvöld að njóta vafans.

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2010 kl. 20:41

3 identicon

Það er víst enginn skortur á hugmyndum og sannfæringum um hvernig skuli bregðast við. Einar 300 þúsund við síðustu talningu og engar tvær eins!!! Stóri gallinn við dóma sem byggja á tilfinningum og ágiskunum frekar en lögum er óvissan og vandræðin við að finna rökrétt framhald. Því færi best á því að Hæstiréttur væri settur í að klára dæmið sem fyrst áður en allt logar í málshöfðunum og vitleysu. 

Ein skoðun, - ef maður notar sömu rök og Hæstiréttur notaði við uppkvaðningu dómsins þá virðist vilji beggja aðila hafa staðið til að lánin væru á einhvern hátt verðtryggð. Því ætti bara vísitölutenging að koma í stað gengistengingar.

Næstu 299999.......

sigkja (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvað með framtíðargreiðslur?

Nú eiga flest þessara lána mikið eftir af lánstímanum. Segjum t.d. að Jón Jónsson hafi tekið 25 milljón króna myntkörfulán til 40 ára árið 2006. Hann á enn eftir að borga af því í 36 ár. Nú má reikna með því að lánið verði fært niður í þá krónutölu sem fengin var að láni fyrir fjórum árum, að vioðbættum vöxtum, segjum að þeir séu skv. samningnum að meðaltali 4% sl. fjögur ár.

(Ég persónulega sé samt ekki að lántakendur eigi skilyrðislausan rétt á slíkum kjörum, því sannarlega bjuggust þeir ekki við því þegar þeir tóku lánin, menn vissu einmitt þvert á mótí að krónan væri of hátt skráð! En það er önnur saga)

En ætlast Jón til að fá að halda óvertryggðu láni í 36 ár með 4% nafnvöxtum? Sem jafngilda í dag ca. -3% vöxtum?

Í fullrei alvöru er varla neinn að búast við því. Dæmið er mest sláandi fyrir langtíma húsnæðislán, en það gildir um meiripartinn af bílalánunum líka að það á eftir að borga af þeim í 2-5 ár.

Svo það er svolítið "banalt" að segja eins og HH að það sé "alls engin óvissa" í málinu.

Skeggi Skaftason, 23.6.2010 kl. 21:05

5 identicon

Þetta er sem sagt að ef þú hefur lifað af hengingu að þá er um að gera að leiða þig beint fyrir aftökusveit.

Óskar (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hefur engum dottið að í flestum lánasamningum til lengri tíma er endurskoðunarákvæði á vaxtaþætti þeirra. Venjulega eru þetta fimm ár. Skil ekki þessa taugaveiklun. Það verða nokkur mögur ár hjá bankakerfinu. Ætli þeir séu ekki aðallega spældir yfir því að hafa tapað þessum málum og skíthræddir við yfirvofandi skaðabótakröfur.

Ég veit um mjög marga sem eru að undirbúa málshöfðun á hendur þeim vegna vörslusviptinga.

Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 21:35

7 identicon

Menn tóku lágvaxtalán. Vexti skyldi miða við libor í myntum sem höfðu langa sögu lágra vaxta að baki. Ekkert ólöglegt við þetta. Lánveitandinn valdi sér tryggingu, svokallaða gengistryggingu en gætti ekki að því að hún var ólögleg. Það reyndust mikil mistök.

 Lágvaxtalántakandinn skoðaði söguna aftur ábak. Á tíu árum frá 97-2007 hafði jenið hækkað um 5%. Neysluvísitalan hafði hækkað um 50%. Vextir á verðtryggðum lánum voru 2-3% hærri en á lágvaxtalánunum.

Það voru bara bjánar sem völdu verðtryggð hávaxtalán. Þótt hæstiréttur hefði dæmt gengistryggingu löglega, væru löng lágvaxtalán samt mun hagstæðari en verðtryggð hávaxtalán.

Íbúar heimsins eru vanir því a borga lága vexti af húsnæðislánum. Í Bretlandi greiða margir 0,5% vexti af svokölluðum tracker mortgage lánum. Samt er verðbólga þar 2-3%. Enginn kallar það ósanngjarnt. Þvert á móti. Það er aðferð Breta til að komast út úr kreppunni.

Íslendingar eru undir stjórn AGS. Eina stjórnvaldið sem er frjálst ennþá er dómsvaldið. 

Það er verið að reyna sannfæra okkur um að 3-4% vextir á húsnæðislánum sé gjöf. Eru menn þá að gefa sér að verðbólga verði hér ávallt yfir 4%? jafnvel næstu 30 árin?

marat (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir, þá meina ég ALLIR, hljóta að gera sér grein fyrir því gífurlega tapi, sem verður af þessum lánum, verði þau endurgreidd algerlega óverðtryggð og með 2-4% vöxtum.  Það breytir hins vegar ekki því, að niðurstaða Hæstaréttar er skýr og lánafyrirtækin höfðu ekki vit á því að gera neinar varakröfur fyrir réttinum og verða því að bíta í það súra epli, að innheimta samkvæmt niðurstöðu réttarins.

Öllum, þá meina ég ÖLLUM, skuldurum þessara lána er nákvæmlega sama um það hver tapar á lánunum, hvort það eru bankarnir, skattgreiðendur eða erlendir lánadrottnar.  Þær raddir hafa meira að segja heyrst, að þar sem erlendir lánadrottnar muni liklega tapa miklu, þá sé það bara hið besta mál og mátulegt á þessa helv....... útlendinga.  Skuldurunum finnst sem sagt sjálfsagt að aðrir en þeir sjálfir beri tapið af þessu.  Þeir eru ekki einu sinni tilbúnir til þess að greiða eðlilega vexti af lánunum, þeim er alveg sama hvar tapið lendir, bara ef þeir græða á þessu sjálfir.  Sjálfselskan hefur okkur mörlöndunum alltaf verið töm.

Sigurður, endurskopunarákvæði um vaxtabreytingu  á fimm ára fresti var ráðandi í samningum um verðtryggðu húsnæðislánin, en varla um þau gengistryggðu, þau voru flest með ákveðnu álagi á LIBOR, þannig að eina breytingin þar var háð breytingum á LIBOR. 

Því gætu skuldarar verðtryggðu lánanna þurft að taka á sig hækkanir á sínum vöxtum, til að vinna upp tap bankanna af gengislánunum. 

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2010 kl. 21:49

9 identicon

Nú þykir mér umræðan farin að verða flókin. Er ég sjálfselskur ef ég gef ekki rétt minn eftir? Er þetta orðin umræða um sósíalisma?

marat (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:55

10 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Við skulum líka gera okkur grein fyrir öðru en það er það hvernig bankakerfið virkar, þessi lán eru ekki og hafa aldrei verið raunverulegir peningar og þvi þarf tapið ekki að verða neitt í raun nema niðurfærsla talna í tölvu, það er ekkert á bak við þetta, þetta er loftbólupeningar sem á að breyta í alvöru fé með þvi að kreista það út úr lántakendum

Steinar Immanúel Sörensson, 23.6.2010 kl. 21:57

11 identicon

það er ekkert helvítis tap af þessum lánum! hættið þessari vitleysu, lánin voru í ÍSLENSKUM KRÓNUM með GENGISTRYGGINGU!!! ekki framlánaðri erlendri mynt skipt yfir í íslenskar krónur með gengistryggingu! Lánin voru því ólögleg , hinsegin lán (sem tap hlytist af) eru það ekki. Höfuðstóll þessara lána tvöfaldaðist án þess þó að innistæða væri fyrir þeirri hækkun , tapið er því ekki tap heldur einungis tilbúin hagnaður sem ''tapast'' . Lánastofnanir eru í eigu banka sem eru síðan í eigu erlendra kröfuhafa sem engin virðist vita almennilega hverjir eru... Landsbankinn er eini sem er i eigur Ríkis og segja þeir þar að þessi niðurstaða hafi ENGIN áhrif á eiginfjárstöðu Landsbankans sem slíks.

Allveg óþolandi kjaftæði sem vellur uppúr ráðherfum og fíflonum hjá fjármálastofnunum ... sættið ykkur við það að það er ekki bara almenningur sem á að borga brúsan fyrir heimsku ykkar undanfarin ár. Ef að svona kjaftæði heldur áfram helld ég að þetta lið verði að fara að biðja til guðs um að fólk síni þeim miskun...  sem ég hef litla trú á að verði gerrt.

Staðreyndin er að lánasamningarnir eiga að vera greiddir upp og einungis þeir , það á ekki að leggja auka kostnað á skuldara veggna vandræða hjá lánadrottnum það kemur skuldurum einfaldlega ekki við né skattborgurum. 

Valdi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:02

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steinar, eru þá risakröfur erlendra lánastofnana á hendur íslenska bankakerfinu eingöngu kröfur um að fá sápukúluboxin sín aftur?

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2010 kl. 22:03

13 identicon

Skil ekki hvað kemur ríkinu við þessar skuldir eru þessi lánafyrirtæki ekki einkafyrirtæki ríkið á bara Landsbankan og hann má svosem fara á hausin en það áttu að vera örlög allra bankana eftir hrun þá hefði ríkið greitt út lögboðnar innistæðutryggingar til allra bæði Íslendinga og útlendinga og málið væri dautt ,en nei ríkið er kafsilgt í skuldir til að bjarga sparifé 2-3% landsmanna og það þykir allt í góðu en svo þegar á að leirétta skuldir 80-90% þjóðarinar þá fer allt á hliðina "skrítið"

Róbert (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:39

14 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

já - gætum sent þeim tóma tölvuturna

Steinar Immanúel Sörensson, 23.6.2010 kl. 23:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Róbert, ef gert hefði verið það sem þú stingur uppá, þe. allir bankarnair í venjubundið gjaldþrotaferli (og við tökum útfyrir sviga margskonar afleiðingar sem slíkt hefði haft) - Hvað telur þú að hefði orðið um skuldir einstaklinga við bankana?

Maður verður var við að fólk hefur hinar undarlegustu hugmyndir um fjármálakerfi.  Nú síðast ber á þeirri kenningu að erlent fjármagn hafi aldrei verið til á íslandi.   Fyrst ólöglegt og síðan að það hafi í raun ekki existað.  Maður veit ekki hvar þetta enfar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2010 kl. 23:20

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hverjir eiga bankana Íslandsbana og Arion?

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:16

17 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ómar,   Þetta voru Íslenskar Krónur sem var lánað til fólks en bundið við erlent gengi gjaldmiðla svo upphaflegi peningurinn sem lánið kom frá var Íslenskur gjaldmiðill, ekki erlendur, og öll hækkun á höfuðstólnum varð þar af leiðandi til úr engu,  pappírspeningur, tölur á blaði, bókhaldfærslur, etc.

til að hafa þetta einfalt.

Þú átt 1000 Íslenskar krónur,  þú lánar þær til Jóns og segir honum að þú ætlir að binda lánsupphæðina við Dollara.  Gengi dollarans tvöfaldast alltíeinu og núna skuldar Jón þér 2000 kr,  þar með hefur þú búið til úr "engu" 1000 Íslenskar krónur af því að það voru aldrei alvöru dollarar bakvið lánið heldur bara upprunalegi íslenski þúsund kallinn.

Ef þetta hefði verið alvöru erlent lán þá væri þetta allt öðru vísi.

Þú átt 100$ Dollara og lánar þá til Jóns og segir honum að þú vilt fá borgað til baka í Íslenskum krónum sem jafngildir 1000kr á þeim tíma sem lánið var veitt,  núna tvöfaldast gengi dollarsins svo Jón þarf núna að borga þér 2000 íslenskar krónur til baka til þess að þú getir farið og skipt þeim yfir í 100$ dollara sem Jón skuldaði þér upprunalega.

Til að hafa þetta einfalt þá er öllu aukadrasli (vöxtum, lántökukostnaðir, etc) sleppt.  Núna er Hæstiréttur búinn að dæma fyrri gjörninginn ólöglegan þar sem það er bannað samkvæmt lögum að binda/festa lán við neitt annað en verðtryggingu,  en seinni gjörningurinn er ennþá fyllilega löglegur þar sem peningurinn sem var lánaður upprunalega var erlend mynt og því eðlilegt að sú mynt verði borguð til baka á því gengi sem hún fæst keypt og selt á þeim tíma.

Í ljósi þess að margir stórir aðilar voru hreinlega að ráðast á krónuna og valda hruni hennar þá finnst mér nokkuð augljós af hverju sömu fyrirtæki (beint eða í gegnum dótturfélög) voru svona mikið fyrir að veita gengistryggð Íslensk lán,  af því að ef gengið fellur þá stækkar útlánasafn gengistryggða lána í beinu hlutfalli og því var búinn til hellingur af pening eða með öðrum orðum bókfærslugróði hjá þeim sem lána 1000 kall en "eiga" 2000 kall inni hjá lántökum og hvernig sem fer (miðað við árásir á krónuna) þá myndi bankinn græða á þessu,  Fá meira borgað frá lántökum og ef þeir geta ekki borgað þá er húsið eða bíllinn hirtur og seldur aftur.

En ég er kominn svoldið út fyrir efnið og tími til að fara að sofa.

Jóhannes H. Laxdal, 24.6.2010 kl. 00:45

18 identicon

Já, það er líklegt að almenningur þurfi að borga þessi gengistryggðu lán. Annaðhvort með hærri þjónustugjöldum og vöxtum hjá fjármálastofnunum eða með skattpeningum, líklegast verður þetta góð blanda, reynt að dreifa byrðunum jafnt. Ef að bankarnir fara á hausinn þá þarf almenningur aftur að borga, síðast kostaði það skattgreiðendur 350 milljarða að endurfjármagna bankakerfið, það gæti verið að við þurfum að endurfjármagna það að hluta aftur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 01:11

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Þetta voru Íslenskar Krónur sem var lánað til fólks en bundið við erlent gengi gjaldmiðla svo upphaflegi peningurinn sem lánið kom frá var Íslenskur gjaldmiðill, ekki erlendur"

Ekki sammála.  Þetta var að stofni til erlent lánsfé (erlendur gjaldeyrir) umreiknaður í íslenskar krónur við lántöku og  varðandi  annað form afborgunarskilmála.

Þessvegna tölu menn þetta löglegt og enginn gerði athugasemd.  Vegna þess að þetta var erlent lánsfé.  Lánveitendur geta alveg sýnt fram á það, býst ég nú fastlega við, þ.e. að fjámögnun lánveitinganna hafi verið upprunalega erlendur gjaldeyrir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2010 kl. 02:06

20 identicon

,,Ekki sammála.  Þetta var að stofni til erlent lánsfé (erlendur gjaldeyrir) umreiknaður í íslenskar krónur við lántöku og  varðandi  annað form afborgunarskilmála."

Þetta er rangt , Íslenskir útrásarvíkingar og bankarnir ''Þeirra'' nýttu erlendan gjaldeyri til þess að fjárfesta erlendis , þessi gengistrygging var einfaldlega til þess að láta lánþega dekka þau lán með smá gróðarvon fyrir skuldarann , síðan tóku bankarnir stöðu geggn eigin miðli og græða tvöfallt á öllu saman ... núna græða þeir ekki jafn mikið og þá fara þeir að væla...

Ef að þetta hefði verið erlendur gjaldeyrir sem var lánaður afhverju ættu þeir að umreikna þá yfir í Íslenskar krónur ef það stendur til hvort eð er til að borga heildar upphæðina í erlendri myn, og afhverju heldur þú að við séum að taka lán frá AGS og ''vina'' þjóðum til þess að eiga gjaldeyrisvaraforða? því að bankarnir tæmdu allt sem Ísland átti! 

Ef að þetta var erlent lánsfé hefðu bankarnir og eignaleigur sýnt framm á það til að byrja með. 

Valdi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:33

21 identicon

Yfirleitt bullaru Axel en þessi færsla er býsna góð og vel rökstudd.

(Er færslan örugglega eftir þig? joke.).

Bjössi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:49

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Íslenskir útrásarvíkingar og bankarnir ''Þeirra'' nýttu erlendan gjaldeyri til þess að fjárfesta erlendis , þessi gengistrygging var einfaldlega til þess að láta lánþega dekka þau lán

ÉG skil ekki orð af þessari setningu!

Staðreynd 1: Bílaframeliðendur fengu greitt í erlendri mynt fyrir alla þá glæsijeppa sem komu til Íslands

Staðreynd 2: Kaupendur bílanna áttu ekki fyrir þeim og fengu lán til að kaupa þá.

Staðreynd 3: Íslenskir bankar og dótturfélög þeirra lánuðu kaupendunum fyrir þessu.

Staðreynd 4: Þessa peninga þurftu bankarnir einhvers staðar að fá að láni, og fengu þá t.d. í Japan, Sviss og víðar, á lágum vöxtum. Hefur ekkert með útrásarvíkinga að gera.

Staðreynd 5: Lántakendur fengu að njóta þessara lágu vaxta, enda tóku lántakendur (meðvitað!) á sig gengisáhættu.

Nú hefur þetta síðasta verið dæmt ólögmætt. En það er samt alveg óþarfi að lántakendur líti svo á að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera, þó svo vissulega hafi gengisfallið orðið miklu miklu meira en nokkurn óraði fyrir.

Þeir fagna sjálfsagt ákafast sem flúðu til Noregs og hugsa nú í norskum krónum, með "gengistryggð" laun. Nú lækkar þeirra íslensku bílalán um rúman helming í gjaldmiðli þeim er þeir miða sig við!

Skeggi Skaftason, 24.6.2010 kl. 08:50

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég setti eftirfarandi inn í athugasemd nr. 8:  "Allir, þá meina ég ALLIR, hljóta að gera sér grein fyrir því gífurlega tapi, sem verður af þessum lánum, verði þau endurgreidd algerlega óverðtryggð og með 2-4% vöxtum." 

Eftir nokkrar af þeim athugasemdum sem komið hafa inn hér að ofan, dreg ég þessa fullyrðingu hér með til baka.

Greinilegt er að það gera sér alls ekki allir grein fyrir tapinu sem verður af þessum lánum á þessum vaxtakjörum, óverðtryggt.

Burtséð frá því, þá stendur dómurinn og ekki tjáir að deila við dómarann.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2010 kl. 08:57

24 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þjóðin verður í slæmum málum ef fer sem horfir - bankar falla og rísa en

stendur stofnun eins og banki ofar einstaklingnum - fyrir viku græddu bankar á tá og fingri en nú ?

Banki er fyrir einstaklinginn en ekki öfugt

Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 11:57

25 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel ef lánin verða ekki miðuð við innlend lán eftir að þau hafa verið leiðrétt þá fer bankakerfið beina leið á hausinn!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 13:08

26 identicon

Gengistrygging var dæmd ólögleg af hæstarétti ekki hægt að breyta því það er líka ólöglegt að breyta lánasamningum já og reyndar öllum samningum einhliða til þess þarf að breyta lögum en þau geta ekki verið afturvirk til þess þarf að breyta stjórnarskrá úff þvílík þvæla eigum við ekki bara taka þennan skell saman og vera glöð,búin að borga fyrir útrásarvíkingana og komin tími til að setja smá pening í okkur sjálf :)

róbert (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband